Jarðskjálfti í Mýrdalsjökli

Mýrdalsjökull.
Mýrdalsjökull. mynd/Landhelgisgæslan

Jarðskjálfti að stærðinni 3,2 mældist í Mýrdalsjökli um klukkan sex í morgun og hafa nokkrir minni skjálftar fylgt í kjölfarið, að því er greint er frá á vef Veðurstofunnar.

Mikil virkni var í Mýrdalsjökli í síðustu vikunni og mældust rúmlega helmingur staðsettra skjálfta þar, lang flestir innan Kötlu öskjunnar.

Vísindaráð Almannavarna lýsti því þó yfir á mánudag að jarðskjálftahrinu sem hófst í Kötlu á fimmtudaginn í síðustu viku væri lokið. Enn er þó talin full ástæða til að fylgjast vel með Kötlu.

mbl.is