Flytja á Goran úr landi

Goran Renato verður fluttur úr landi á morgun, að öllu ...
Goran Renato verður fluttur úr landi á morgun, að öllu óbreyttu. Skjáskot úr viðtali mbl.is

Flytja á Goran Renato úr landi á morgun, sem kom hingað til lands í mars eftir að hafa komið að ströndum grísku eyjarinnar Lesbos tveimur mánuðum áður. Fréttir af Goran, sem er frá Kúrdahéruðum Íraks, vöktu mikla athygli hér á landi fyrr á árinu, þegar hann átti þó enn eftir að drepa hér niður fæti.

Ástæðan var frásögn Þórunnar Ólafsdóttur, formanns sjálf­boðaliðasam­tak­anna Akk­er­is, sem þá var stödd á Lesbos, af kynnum hennar og Gorans. Hún spyr nú ráða um hvað sé hægt að gera fyrir Goran.

„Viss um að landið væri gott land“

„Þar sem ég stóð og deildi út þurr­um föt­um til fólks­ins úr bátn­um sem kom í land rétt fyr­ir miðnætti lenti ég á spjalli við bros­mild­an mann frá Kúr­d­ist­an. Hann talaði mjög góða ensku og aðstoðaði mig við að túlka þegar þörf var á. Aðspurður sagði hann mér að all­ir úr hópn­um væru heil­ir á húfi og þau feg­in að vera kom­in í land,“ skrif­aði Þór­unn í janúar.

Frétt mbl.is: Baðst afsökunar fyrir hönd Íslendinga

„Ég spurði hvort hann hefði ein­hvern sér­stak­an áfangastað í huga, hann brosti og spurði hvort ég hefði ein­hverj­ar góðar upp­ástung­ur. Ég hélt hina vana­legu ræðu um lönd sem væru ör­ugg­ari en önn­ur, sagði frá hertu eft­ir­liti í Svíþjóð og varaði sterk­lega við þeim lönd­um sem koma hvað verst fram við fólk á flótta.

Hann hló dill­andi hlátri og sagði að ég þyrfti ekki að hafa áhyggj­ur af því að hann færi að æða þangað. Hann væri bú­inn að kynna sér mál­in vel og ætlaði til lands sem væri ekki yf­ir­fullt af fólki og myndi ef­laust hjálpa hon­um, enda viss um að landið væri gott land. Landið var Ísland.“

Eftir komuna til Íslands í mars sagði Goran í samtali við mbl.is að hann hefði flúið Kúrdistan þar sem hann hefði ekki getað hugsað sér að sinna her­skyldu.

Sjá myndskeið mbl.is: 50 prósent líkur á að lifa siglinguna af

Margir hafa fagnað ákaft komunni til grísku eyjarinnar Lesbos.
Margir hafa fagnað ákaft komunni til grísku eyjarinnar Lesbos. AFP

Einn slagur í einu, eitt líf í einu

Eins og áður sagði þá stendur til að flytja Goran úr landi á morgun, á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Að óbreyttu verður hann fluttur til Þýskalands, en þar í landi voru fingraför tekin af honum á leið hans til Íslands.

„En líkt og Goran er ég veik fyrir þeirri hugmynd að ekkert sé ómögulegt. Þess vegna fékk ég leyfi hans til að birta þessa færslu og biðja ykkur um ráð, hugmyndirnar hjálp. Því þrýstingur frá almenningi virðist eina leiðin til að hafa áhrif á okkar handónýta kerfi.

Einn slagur í einu. Eitt líf í einu. Hvað getum við gert?“ spyr Þórunn í færslu á Facebook-síðu sinni nú í kvöld, sem sjá má hér að neðan.

mbl.is

Innlent »

Bíða enn svara frá Spáni

Í gær, 20:26 „Málið er enn í sömu stöðu og hefur verið,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Íslenska lög­regl­an hef­ur enn ekki fengið lokasvar frá lög­reglu­yf­ir­völd­um á Spáni um rétt­ar­beiðni ís­lenskra stjórn­valda. Meira »

Ganga í Fífunni í kjölfar stangarstökks í Öræfum

Í gær, 19:38 Aldurinn þvælist ekki fyrir fólki, sem mætir í Fífuna, íþróttahöll Breiðabliks í Kópavogi, og gengur sér til heilsubótar á morgnana, sumir alla virka daga. Meira »

Vissu ekki að um sakamál væri að ræða

Í gær, 19:34 Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ segjast ekki hafa haft upplýsingar um að mál dagmóður sem var dæmd fyrir líkamsárás gegn tæplega tveggja ára barni væri rannsakað sem sakamál fyrr en nokkrum mánuðum eftir að það kom upp. Meira »

Kynleg glíma kynjanna

Í gær, 19:18 Glímukeppni með yfirskriftinni Stríð kynjanna þar sem konur eins og Mánaskin, Legna prinsessa og Lilly stjarna berjast við karla, sem eru stærri en þær á alla kanta, nýtur mikilla vinsælda í Mexíkó. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Í gær, 19:18 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru um 3,2 milljarðar króna.  Meira »

24,8 milljarða arðgreiðslur

Í gær, 19:00 Landsbankinn greiðir samtals út arð að fjárhæð 24,8 milljarða króna á árinu 2018. Þetta var samþykkt á aðalfundi bankans í dag. Meira »

Biskup framlengir leyfi sóknarprests

Í gær, 18:30 Biskup Íslands hefur ákveðið að framlengja leyfi Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests Grensásprestakalls, ótímabundið á meðan mál hans er til ákvörðunar hjá embættinu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

Ásgeir ráðinn upplýsingafulltrúi

Í gær, 18:44 Ásgeir Erlendsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Hann hefur störf þar í maí en verður áfram einn umsjónarmanna Íslands í dag fram að því. Þetta staðfestir Ásgeir í samtali við mbl.is. Meira »

Persnesk vorhátíð í Ráðhúsinu

Í gær, 18:07 Nú fer fram Nowruz-vorhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur en hún er mikilvæg hjá þjóðarbrotum sem hafa persneskar rætur. 150 manns frá hinum ýmsu löndum taka þátt en margir þeirra eru flóttamenn og hælisleitendur. Eshan Ísaksson segir mestu máli skipta að safna fólkinu saman. Meira »

Ekki sekir um hafa velt bíl á hliðina

Í gær, 17:55 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað tvo menn sem voru ákærðir fyrir hafa mánudagskvöldið 27. júní 2016 „af gáska og á ófyrirleitinn hátt“ stofnað lífi og heilsu manns og konu í hættu með því að hafa velt bifreið á vinstri hlið er hún stóð kyrrstæð. Meira »

Mosfellsbær þarf að greiða yfir 20 milljónir

Í gær, 17:44 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Mosfellsbæ til þess að greiða Spennt ehf 20.099.106 krónur með dráttarvöxtum. Þá þarf Mosfellsbær að greiða 2.500.000 krónur í málskostnað. Meira »

ASÍ tekur ekki sæti í Þjóðhagsráði

Í gær, 16:53 Miðstjórn ASÍ ákvað á fundi sínum í dag að Alþýðusambandið myndi ekki taka sæti í Þjóðhagsráði, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að útvíkka erindi ráðsins og ræða félagslegan stöðugleika ásamt efnahagslegum stöðugleika. Meira »

„Grímulaus áróður gegn samningnum“

Í gær, 16:52 „Það eru vonbrigði að hann hafi verið felldur. Það kom kannski ekki á óvart miðað við að það var grímulaus áróður í gangi gegn samningnum af pólitískum aðilum sem lögðu mikið á sig við að fella hann án þess að greina frá því hvað gæti tekið við,” segir formaður Félags grunnskólakennara. Meira »

Fer fram á 16 ára fangelsi

Í gær, 16:37 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer fram á 16 ára fangelsisdóm yfir Khaled Cairo fyrir að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel í september í fyrra. Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Cairo, fór fram á að skjólstæðingi hans yrði ekki gerð refsing vegna þess að hann sé ósakhæfur. Meira »

Þurfa ekki að afhenda gögn frá Glitni

Í gær, 16:13 Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavik Media um að fjölmiðlunum sé ekki skylt að afhenda gögn sem þeir hafa undir höndum um viðskiptavini Glitnis. Þar á meðal gögn um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og fjölskyldu hans. Meira »

Komist aftur út á vinnumarkaðinn

Í gær, 16:40 „Við getum ekki horft upp á ungt fólk, þúsundum saman, stimplast út af vinnumarkaði, kannski fyrir lífstíð, ef við getum gert eitthvað í því. Það er rándýrt fyrir þjóðfélagið en það er auðvitað enn dýrkeyptara fyrir það fólk sjálft sem lendir í þessu.“ Meira »

Að bryggju 11 mínútum eftir neyðarkall

Í gær, 16:27 Norski dráttarbáturinn sem verið er að dæla upp úr í Faxagarði heitir FFS Amaranth og hefur það verkefni að draga togara frá Grænlandi. Meira »

Vilja hjólaleið milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar

Í gær, 15:58 Fjórtán þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi þess efnis að Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, verði falið að skipa starfshóp um gerð fýsilegrar hjólaleiðar milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Meira »
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...