Vaxtaokrið áþján fyrir íslensk heimili

Ólafur Arnarson, nýr formaður Neytendasamtakanna telur áherslur sínar á afnám ...
Ólafur Arnarson, nýr formaður Neytendasamtakanna telur áherslur sínar á afnám verðtryggingarinnar hafa ráðið miklu um kjör sitt. mbl.is/Árni Torfason

Ólafur Arnarson nýr formaður Neytendasamtakanna, segist telja áherslur sínar á afnám verðtryggingarinnar eina af ástæðum þess að hann hlaut yfirburða kosningu í formannsembættið á þingi samtakanna í dag. Ólafur hlaut 129 atkvæði, en þeir Teitur Atlason og Guðjón Sigurbjartsson hlutu 47 atkvæði hvor og Pálmey Gísladóttir átta atkvæði.

„Þessi sigur er stærri en ég átti von á og ég fékk meiri stuðning í kosningunum en ég hafði þorað að vona,“ sagði Ólafur sem hefur sl. fjögur ár setið í stjórn Neytendasamtakanna. Hann hafi lagt mikla áherslu á baráttuna gegn verðtryggingu og vaxtaokri í sinni stjórnarsetu og m.a. átt þátt í að  Neytendasamtökin tóku mjög skýra afstöðu gegn verðtryggingu á neytendalánum og þar með talið húsnæðislánum.

„Ég hef verið talsmaður þessa inni í samtökunum og ég hef grun um að þetta hafi ráðið ansi miklu. Þetta eru einhver stærstu neytendamálin - þessi gríðarlegi kostnaður. Vaxtaokrið hér er áþján fyrir íslenska neytendur og íslensk heimili.“

Hrunið sýndi hve skaðleg verðtryggingin er

Ólafur kveðst telja landsmenn nú hafa aukin skilning á verðtryggingunni og hve skaðleg hún geti verið. „Við sáum vel í hruninu hversu skaðleg verðtyggingin er, þegar lánin hækkuðu upp úr öllu valdi.“ Verðbólga hafi nú verið lág um langt skeið, sem sé vissulega gleðiefni en ástæðurnar séu  aðallega utanaðkomandi, m.a. heimsmarkaðsverð á olíu og höft krónunnar.

„Ég hef áhyggjur af því þegar við horfum á kjarasamninga og fleira hvað gerist þegar höftum verður aflétt, að þá muni verðbólga koma mjög  illa við íslenska neytendur,“ segir hann og kveður vexti í landinu aukinheldur vera hærri en þeir þyrftu að vera.

Ólafur kveðst hins vega ekki draga neinn dul á að hann hafi stundað skipulega kosningabaráttu eftir að hann tilkynnti um formannsframboð sitt og m.a. notað samfélagsmiðla á borð við Facebook í þeim tilgangi. „Það fór talsverð vinna í þessa kosningabaráttu. En eftir að ákvörðunin var tekinn þá ákvað ég að gefa það sem ég gat í þetta til að hafa sigur, því ég álít Neytendasamtökin vera einhver mikilvægustu samtök á Íslandi. Þetta eru frjáls samtök neytenda og ég held að ég geti haft mikið þar að segja í forystu.“

Neytendasamtökin ekki nógu sýnileg

Neytendasamtökin eru í dag að mörgu leyti í mjög góðu horfi að mati Ólafs, sem segir Jóhannes Gunnarsson, fráfarandi formann hafa unnið merkt starf og eiga heiðurinn að kvartana- og leiðbeiningaþjónustu, sem og leigjendaaðstoð sem sé þjónusta sem ekki beri endilega mikið á, en sé engu að síður notaður eru daglega til að leysa úr ágreiningsmálum.

„Það er hins vegar áhyggjuefni að Neytendasamtökin eru kannski ekki nógu sýnileg,“ segir hann og kveðst hafa hug á að nýta tæknina og samfélagsmiðla betur í þágu samtakanna. Fjölmiðlar séu vissulega mikilvægt tæki til upplýsingamiðlunar til að efla verð- og gæðavitund neytenda, en tæknina megi nýta betur. „Í dag eru nánast allir með snjallsíma og öflugasta og beittasta vopn neytandans er upplýsingin.“ Með því að nýta hana sé hægt að stuðla að aukinni verð- og gæðavitund hjá neytendum.

„Ég ætla að beita mér fyrir því að Neytendasamtökin láti þróa app fyrir félagsmenn þar sem neytendakannanir, sem bæði sem við látum framkvæmda sjálf og kannanir annarra t.d. ASÍ, verði gerðar aðgengilegar. Þessum upplýsingum vil ég koma í lófann á fólki þar sem það er hverju sinni,“ segir hann og kveðst með þessu móti vilja gera samtökin sýnilegri og aðgengilegri fyrir ungt fólk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur kviknaði í Straumsvík

06:51 Eldur kviknaði í köplum í álverinu í Straumsvík í nótt. Slökkvilið álversins slökkti eldinn en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er með reykkafara á svæðinu sem eru að kanna hvort nokkurs staðar leynist glóð. Meira »

Skafrenningur á Hellisheiði

06:44 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Meira »

Stormur og rigning á leiðinni

06:39 Gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm undir kvöld á Suður- og Vesturlandi. Hlýnar með rigningu á láglendi. Veðurfræðingur Veðurstofu Íslands ráðleggur fólki að huga að því að rigningar- og leysingarvatn komist sína leið í fráveitukerfi til að fyrirbyggja vatnstjón. Meira »

Umferðartafir á Hellisheiði

Í gær, 21:43 Umferðartafir eru á Hellisheiði (Skíðaskálabrekkunni) um óákveðinn tíma en þar lentu saman lítil rúta og jeppi. Ekki er talið að nein slys hafi orðið á fólki en mikið hefur verið um árekstra í allan dag á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

„Er þetta ekki bara frekja?“

Í gær, 20:24 Hann er 23 ára gamall og á í fá hús að venda þar sem hann hefur glímt við fíkni- og geðvanda. Allt frá því í barnæsku hefur hann verið erfiður. Tíu ára gamall var hann greindur með mótþróaþrjóskuröskun og samskipti við annað fólk hafa alltaf reynst honum erfið. Meira »

Góðar fréttir af Leo og foreldrum hans

Í gær, 20:20 Hjón­in Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og sonur þeirra Leo, fengu þær góðu fréttir í vikunni að þýsk yfirvöld hafi ákveðið að endurskoða umsókn þeirra um alþjóðlega vernd í Þýskalandi. Meira »

Vann 52 milljónir í lottóinu

Í gær, 19:26 Einn var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og fær hann 52,3 milljónir króna í sinn hlut.  Meira »

Tæplega 1800 skjálftar á sólarhring

Í gær, 19:47 Skjálftahrinan við Grímsey heldur ótrauð áfram og hafa tæplega 1800 jarðskjálftar mælst á svæðinu frá því á miðnætti. „Það er engin sérstök breyting greinanleg, þetta er á mjög svipuðu róli og undanfarið,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Ískaldir ferðamenn elska Ísland

Í gær, 18:33 Á meðan landinn þráir sól og hita er bærinn fullur af ferðamönnum sem virðast ekki láta kulda, snjókomu, rigningu og rok stöðva sig í því að skoða okkar ástkæra land. Blaðamaður fór á stúfana til að forvitnast um hvað fólk væri að sækja hingað á þessum árstíma þegar allra veðra er von. Meira »

4 fluttir á slysadeild

Í gær, 18:24 Fjórir voru fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir tvo þriggja bíla árekstra á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum.  Meira »

Harður árekstur í Kópavogi

Í gær, 17:28 Töluverðar tafir eru á umferð á Hafnarfjarðarveginum í suðurátt en harður árekstur varð undir Kópavogsbrúnni.   Meira »

Par í sjálfheldu á Esjunni

Í gær, 17:22 Björgunarsveitarmenn eru á leið upp Esjuna til þess að koma pari til aðstoðar sem er í sjálfheldu. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru þau vel búin og væsir ekki um þau. Meira »

Hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu

Í gær, 17:16 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum.  Meira »

Fjórmenningunum sleppt úr haldi

Í gær, 16:10 Fjórmenningarnir sem eru til rannsóknar vegna líkamsárásar og frelsissviptingar á Akureyri hefur öllum verið sleppt úr haldi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum rann út klukkan þrjú í dag en þremur þeirra var sleppt í gærkvöldi og einum í dag, samkvæmt upplýsingum frá Bergi Jónssyni, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Norðurlandi. Meira »

Var með barnið á heilanum

Í gær, 15:10 Tæplega sextugur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarleg kynferðisbrot gagnvart ungum pilti og að hafa haldið honum nauðugum í fleiri daga í síðasta mánuði. Pilturinn er átján ára gamall í dag en brotin hófust þegar hann var 15 ára. Meira »

Aðstæður eins og þær verða bestar

Í gær, 16:44 „Þetta er búinn að vera frábær dagur,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Aðstæður til skíðaiðkunar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafa verið góðar í dag en það snjóaði töluvert í nótt. Meira »

Von á enn einum storminum

Í gær, 15:43 Von er á enn einum storminum á morgun þegar gengur í suðaustan hvassviðri eða storm seint á morgun á Suður- og Vesturlandi. Gul viðvörun er í gildi á öllu landinu. Meira »

Vigdís vill verða borgarstjóri

Í gær, 14:42 Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segist stefna að því að flokkurinn nái 4-6 borgarfulltrúum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þá fari hún fram sem borgarstjóraefni flokksins og vilji verða borgarstjóri Reykjavíkur. Meira »
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
KRISTALL LJÓSAKRÓNUR Útsala
Glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals glösum og ska...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...