Vilja halda áfram með Salek

Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður BHM.
Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður BHM. mbl.is/Sigurður Bogi

BHM vill halda áfram vinnu og viðræðum á vettvangi Salek-hópsins svokallaða um bætt vinnubrögð við kjarasamningagerð og nýtt samningalíkan á vinnumarkaði. Þetta kom fram í erindi Þórunnar Sveinbjarnardóttur, formanns BHM, á málþingi í dag um möguleika háskólafólks á nýju samningalíkani.

Eins og fram hefur komið var samstarfi Salek-hópsins slitið í seinasta mánuði á meðan niðurstaða um jöfnun lífeyrisréttinda liggur ekki fyrir. Að mati BHM er engin ástæða til að gera hlé á vinnunni í Salek-hópnum að sögn Þórunnar.

„Það er rétt að það er eftir að ljúka lífeyrismálinu. Við bíðum nýrrar ríkisstjórnar og Alþingis að ljúka því og erum þeirrar skoðunar að það þurfi að gera það í samræmi við samkomulagið frá því í september. En við teljum enga ástæðu til að sitja með hendur í skauti þangað til það verður gert,“ sagði Þórunn í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert