Eitt stærsta utanríkismálið

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Aurelia Frick, utanríkisráðherra Liechtenstein.
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og Aurelia Frick, utanríkisráðherra Liechtenstein. Myndabanki EFTA

Útganga Breta úr Evrópusambandinu er eitt mikilvægasta utanríkismálið sem Ísland stendur frammi fyrir næstu misserin enda Bretland okkar stærsta viðskiptaland, segir Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra. Hún er stödd á ráðherrafundi EFTA-ríkjanna í Genf þar sem Brexit var helsta umræðuefnið. 

Fjögur ríki eru innan EFTA: Ísland, Sviss, Noregur og Liechtenstein. Að sögn Lilju ákváðu ráðherrarnir að vinna náið saman til þess að tryggja hagsmuna ríkjanna við við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra stýrði fundinum, en Ísland leiðir starf EFTA um þessar mundir.

„Við Íslendingar munum núna hafa frumkvæði að því að boða til fundar á næstu vikum þar sem viðbrögð EFTA ríkjanna við Brexit verða undirbúin enn frekar,“ segir Lilja í samtali við mbl.is. 

Kristinn Árnason, EFTA, Monica Mæland,viðskiptaráðherra Noregs, Aurelia utanríkisráðherra Liechtenstein, Lilja ...
Kristinn Árnason, EFTA, Monica Mæland,viðskiptaráðherra Noregs, Aurelia utanríkisráðherra Liechtenstein, Lilja Alfreðsdóttir,utanríkisráðherra, Johann N. Schneider-Ammann, Sviss.

Hún segir að útganga Breta sé bæði söguleg og flókin í framkvæmd og það sé skoðun ráðherranna að fylgjast þurfi vel með þróun mála sama hvernig Bretar ákveða að haga sinni útgöngu.

„Annað sem er gríðarlega mikilvægt er að EFTA-ríkin séu samstíga og láti ekki ólíka hagsmuni eða samkeppni sín á milli hafa áhrif á þetta samstarf,“ segir Lilja. 

Líkt og fram hefur komið stefna Skotar á aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði í kjölfar Brexit. Lilja segir að Skotar hafi að undanförnu verið að líta í kringum sig og meðal annars heimsótti Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, Ísland nýverið þar sem þær áttu fund saman.

Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra heimastjórnar Skotlands.
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra heimastjórnar Skotlands. AFP

Að sögn Lilju lýsti Sturgeon yfir áhuga Skota á samstarfi við EFTA ríkin og á EES samningnum en engin ákvörðun hafi verið tekin þar um.  

Skosk yfirvöld hafa einnig heimsótt Lictenstein og sent fulltrúa fund EFTA í Genf og Brussel þannig að það er allt á hreyfingu varðandi tengsl Skota segir Lilja. „Því er svo mikilvægt fyrir okkur að vera vakandi fyrir því sem er að gerast. Er að mínu mati er eitt okkar stærsta utanríkismál á næstu misserum,“ segir hún í samtali við mbl.is.

Bretar hafa ekki sagt nákvæmlega hvað þeir ætla sér að gera en hafa lýst yfir áhuga á fríverslun. „Það sem skiptir okkur máli er að það sé greiður aðgangur fyrir vörur okkar og þjónustu. Fyrir land eins og Ísland sem byggir allt sitt á því að utanríkisviðskipti gangi vel,“ segir Lilja.

Þrjár sviðsmyndir til skoðunar

Líkt og Lilja kynnti fljótlega eftir að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar lá fyrir í Bretlandi er utanríkisráðuneytið að skoða þrjár sviðsmyndir. Í fyrsta lagi að kanna hvort að Bretar séu að fara gera marga djúpa tvíhliða fríverslunarsamninga. Að EFTA-ríkin geri slíkan samning sameiginlega eða Ísland ásamt öðrum EES-ríkjum komi inn í útgöngusamning Breta við ESB.

„Ástæðan fyrir því að ég vildi að vinnan færi strax af stað við að skoða allar þessar leiðir er sú óvissa sem er framundan,“ segir Lilja og bætir við að þrátt fyrir að óvissan sé mikil núna geti hlutirnir gerst hratt og þá á að vera búið að vinna þessa heimavinnu útfrá öllum þessum sviðsmyndum. „Þess vegna settum við á laggirnar sérstaka Brexit-einingu í utanríkisráðuneytinu. Ég fullyrði að það sé gott hvernig Ísland nálgast þetta og eigi frumkvæðið að vinnu sem er að eiga sér stað innan EFTA,“ segir Lilja.  

Á fundinum í morgun ræddu ráðherrarnir stöðu fríverslunarviðræðna við önnur ríki, svo sem Víetnam, Malasíu, Indónesíu og Indland en þær viðræður voru að hefjast á nýjan leik sem og við Ekvador.

Ráðherrarnir fóru einnig yfir stöðu viðræðna um endurskoðun og uppfærslu gildandi samninga við Mexíkó og komandi viðræður við Síle. Varðandi aðra slíka samninga ítrekuðu ráðherrarnir áhuga EFTA ríkjanna að hefja á ný viðræður við Tyrkland og að hefja viðræður við Tollabandalag Suður Afríkuríkja (SACU). Jafnframt var lögð áhersla á mikilvægi þess að áfram væri leitað leiða til að hefja viðræður um endurskoðun fríverslunarsamnings EFTA og Kanada. Utanríkisráðherra stýrði einnig fundi EFTA ráðherranna með Þingmannanefnd EFTA þar sem fjallað var um stöðu mála varðandi fríverslunarviðræður EFTA ásamt því að farið var yfir þróun mála í samskiptum Bretlands og ESB.

Fríverslunarnet EFTA samanstendur af 27 samningum við 38 ríki og svæði. Tólf prósent af heildarútflutningi EFTA ríkja fer til þessara ríkja á meðan 7,5% innflutnings kemur frá þeim. Fundinn sátu auk Lilju; Johann Schneider-Ammann, efnahagsráðherra Sviss, Aurelia Frick, utanríkisráðherra Liechtenstein, og Monica Mæland viðskipta- og iðnaðarráðherra Noregs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Auðvitað hrekkur maður í kút“

11:53 „Auðvitað hrekkur maður í kút þegar maður sér þetta, þetta er mikið. En þetta er ekkert sem kemur manni í rauninni á óvart,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri í Mýrdalshreppi, um skriðuna sem féll í Reynisfjöru á þriðjudag. Meira »

Fleiri kaupendur horfi til dómsmálsins

11:46 Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður hjóna sem standa í aðfararmáli gegn FEB, segir í samtali við mbl.is að hún viti til þess að fleiri kaupendur, sem enn hafa ekki fallist á að greiða hærra verð fyrir íbúðir sínar, skoði stöðu sína og fylgist með framvindu dómsmálsins. Meira »

„Guðrún gríðarlega hæf“

11:22 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir af og frá að ákveðið hafi verið að Guðrún Johnsen verði stjórnarformaður Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Hún er einn fjögurra stjórnarmanna sem VR hefur skipað í stjórn sjóðsins eftir að fulltrúaráð félagsins ákvað að afturkalla umboð stjórnarmanna. Meira »

„Vandræðaleg erindisleysa“ Vigdísar

11:20 Meirihluti borgarstjórnar segir „vandræðalega erindisleysu“ Vigdísar Hauksdóttur hafa sóað tíma og fjármunum borgarinnar. Tvær milljónir króna hafi fallið á borgina vegna málaferla Vigdísar tengdra framkvæmd borgarstjórnarkosninga í fyrravor. Meira »

Opið hús á Bessastöðum

11:10 Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenningi á morgun sem liður í Menningarnótt. Gestum býðst að skoða Bessastaðastofu milli klukkan 13 og 16. Meira »

„Seðlabankinn á varhugaverðri vegferð“

10:56 „Seðlabankinn er á varhugaverðri vegferð þegar hann er farinn að leita allra leiða til að koma í veg fyrir að svona upplýsingar komi fyrir augu almennings,“ segir Ari Brynjarsson, blaðamaður á Fréttablaðinu, en stefna Seðlabanka Íslands gegn honum var tekin fyrir í héraðsdómi í morgun. Meira »

Áfram í varðhaldi vegna vopnaðs ráns

10:48 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna gruns um vopnað rán í Reykjavík 25. júlí. Meira »

Tekur „burpee“ fyrir hvern þúsundkall

10:29 „Ein af mínum bestu vinkonum lenti í því hörmulega atviki í fyrra að missa dóttur sína eftir sjö mánaða meðgöngu. Gleym mér ei hjálpaði henni og kærastanum hennar í gegnum þennan erfiða tíma og ég er ótrúlega þakklát fyrir þá aðstoð sem þau fengu,“ segir Diljá Rut Guðmundudóttir, sem hleypur 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu. Meira »

Stefna Seðlabankans tekin fyrir

09:52 Stefna Seðlabanka Íslands á hendur Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, var tekin fyrir í morgun. Bankinn stefnir Ara til að fá felldan úr gildi úrskurð þess efnis að bank­an­um beri að veita Ara umbeðnar upp­lýs­ing­ar um náms­styrk til fram­kvæmda­stjóra gjald­eyris­eft­ir­lits. Meira »

Útvarp 101 verður símafyrirtæki

09:38 Útvarp 101 kynnir nýtt símafyrirtæki, 101 Sambandið. Sýn hf., Vodafone, kemur að rekstrinum og á helming. Líta má á nýjungina sem viðleitni Sýnar til þess að bjóða upp á hliðstæða leið Þrennu Símans. Meira »

Skólasetningin fer alltaf fram í Björnslundi

08:18 Norðlingaskóli var settur í 15. skipti í gær í útikennslustofu skólans í Björnslundi.  Meira »

Opnað á sameiningu

07:57 „Ef þetta þýðir betri kjör til langframa myndum við ekki setja okkur upp á móti því,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísar hann í máli sínu til hugsanlegrar sameiningar tveggja af stóru viðskiptabönkunum þremur. Meira »

Ágætishaustlægð á leiðinni

06:57 Útlit er fyrir að ágætishaustlægð gangi yfir landið á sunnudag og mánudag með suðaustanátt og rigningu. Gera má ráð fyrir allhvössum vindi, jafnvel hvassviðri fyrir hádegi á sunnudag sunnan- og suðvestanlands. Þessu veðri fylgir rigning í öllum landshlutum og talsverð á Suður- og Suðausturlandi. Meira »

Lofar að gera þetta ekki aftur

06:01 Lögreglan hafði afskipti af þremur drengjum á vespu á Strandvegi síðdegis í gær. Ökumaður vespunnar náði að stinga lögreglu af eftir að hafa losað sig við farþegana tvo, sem voru hjálmlausir. Meira »

Eldislax ekki veiðst

05:30 Eldislax hefur ekki veiðist í laxveiðiám í sumar og ekki sést við myndaeftirlit. Er það mikil breyting frá síðasta ári þegar staðfest var að tólf eldislaxar hefðu veiðist í laxveiðiám. Meira »

Virða ekki lokun lögreglu

05:30 Dæmi eru um það að ferðamenn hafi ekki fylgt fyrirmælum lögreglu og farið inn á lokað svæði í Reynisfjöru, þar sem skriða féll á þriðjudag. Þetta staðfestir Björn Ingi Jónsson, verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Fylgjast áfram vel með vatninu

05:30 Lögreglan ákvað síðdegis í gær að gera hlé á formlegri leit að belgíska ferðamanninum Björn Debecker. Hann er talinn hafa fallið í Þingvallavatn fyrir um 13 dögum. Meira »

Fjarveran gagnrýnd

05:30 „Hún hefði átt að nýta tækifærið, taka á móti honum og ræða brýn málefni á borð við loftslagsmál og öryggis- og varnarmál. En hún forgangsraðar auðvitað verkefnum sínum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Sátu allir við sama borð?

05:30 „Eins og mér var kynnt þetta var sama fermetraverð á öllum íbúðum sem Félag eldri borgara í Reykjavík, FEB, byggði í Árskógum 1 til 3. Skipti þá engu hvort um íbúðir á efstu hæð annars staðar í húsinu væri að ræða,“ segir einstaklingur í FEB sem ekki vill láta nafns síns getið en sótti um íbúð í húsunum. Meira »
Bílalyftur vökva-drifnar gæðalyftur
EAE Bílalyftur allar gerðir í boði, skoðið úrvalið á www,holt1.is og facebook...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Fleiri myndir af stiganum á meðfylgjandi mynd eru í möppu 110 á Fésinu okkar, (...
Skúffa á traktorinn
Vönduð og sterkbyggð skúffa á þrítengið sem einnig er hægt að nota sem skóflu. ...
Til sölu byggingarkrani
Byggingarkrani. Liebherr 112 EC-H árg. 1992, með skoðun og í notkun. Áhugasamir ...