Baráttugleði á samstöðufundi

Diddú og Kristján Jóhannsson mættu á samstöðufundinn.
Diddú og Kristján Jóhannsson mættu á samstöðufundinn. mbl.is/Ófeigur

Nokkuð fjölmennt er á samstöðufundi sem Félag tónlistarskólakennara efndi til með grunnskólakennurum í samstarfi við grasrótarstarf grunnskólakennara í Iðnó í kvöld. Mikill hiti hefur verið í fundargestum þar sem baráttugleði og söngvar hafa verið áberandi.

Júlíana Rún Indriðadóttir tónlistarkennari vakti athygli á að samningar við tónlistarkennara hafa verið lausir í um ár. Hún hvatti til áframhaldandi samstöðu kennara.

„Enn og aftur erum við í þessari stöðu,“ segir Júlíana og vakti athygli á kjarabaráttu kennara. 

„Það er dapurlegt að mikilvægi kennarastarfsins endurspeglast ekki í launum,“ sagði hún jafnframt. Hún ræddi um kennarastarfið og benti meðal annars á að ungir grunnskólakennarar endast ekki lengi í starfi og að kennarar eiga erfitt með að takast á við aukið álag sem fylgir síbreytilegu starfi kennarans í nútímasamfélagi.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert