13 stiga hiti á Hvammi í nótt

mbl.is/Kristinn

Útlit er fyrir austlæga átt á landinu í dag, 5-15 m/s. Hvassast verður við suðausturströndina og allra syðst á landinu. Það verður víðast hvar vætusamt í dag, en þó úrkomulítið vestanlands fram á kvöld. Síðdegis hvessir síðan norðvestan til og fer að rigna talsvert á Ströndum.

Á morgun er svo útlit fyrir áframhaldandi úrkomu í flestum landshlutum. 

Þó að fryst hafi á nokkrum stöðum á landinu í nótt hefur hiti nú náð upp fyrir frostmark á öllu landinu. Um þrjúleytið í nótt var til að mynda 13 stiga hiti á Hvammi undir Eyjafjöllum.

Áframhaldandi hlýindi eru í kortunum, a.m.k. fram að helgi, að því er segir á vef Veðurstofu Íslands.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert