Appelsínið sé á undan

Guðmundur Mar Magnússon lagar jólablandið.
Guðmundur Mar Magnússon lagar jólablandið. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Ég gengst við því að vera það sem þú kallar höfundur jólabragðsins,“ segir Guðmundur Mar Magnússon bruggmeistari hjá Ölgerðinni. Þar á bæ eru vélarnar nú keyrðar stanslaust og appelsín og malt framleitt í stórum skömmtum. Þessir tveir drykkir, blandaðir í jöfnum hlutföllum, eru íslenska jólablandið.

Það þekkja allir enda hefur það verið í framleiðslu í 61 ár. Hjá Ölgerðinni áætla menn að magnið af malti og appelsíni sem fer á markað á yfirstandandi jólavertíð sé á aðra milljón lítra.

„Framleiðsla eins og þessi á sér hvergi hliðstæðu erlendis, segir Guðmundur sem kveðst öðru hverju fá erindi frá neytendum. Sumir vilji koma þakklæti á framfæri en aðrir beri upp spurningar. Hvort áfengi sé í jólablandinu sé klassísk spurning og svarið sé að það sé áfengi í malti og sé það um 1% af rúmmáli. Öllu ætti því að vera óhætt.

„Ég helli appelsíninu á undan maltinu í glasið eða könnuna, því þá eru minni líkur á því að froðan af maltinu rjúki upp og fljóti út af. Þetta er þýðingarmikið atriði, segir Guðmundur Mar Magnússon að síðustu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »