Eldur kviknaði í snjóbíl

Slökkviliðið hefur farið í 70 sjúkraflutninga í dag.
Slökkviliðið hefur farið í 70 sjúkraflutninga í dag.

Eldur kviknaði í snjóbíl björgunarsveitarinnar Ársæls sem var staðsettur við flugeldasölu hennar í Skeifunni í dag.

Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu tókst starfsmönnum björgunarsveitarinnar að slökkva eldinn sjálfur.

Bílinn er aftur á móti töluvert skemmdur.

Slökkviliðið hefur farið í um 70 sjúkraflutninga í dag, auk þess sem fjögur útköll hafa verið á dælubíl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert