Fækkar á fæðingardeild

Fæðingartíðni á Íslandi minnkar milli ára og hefur minnkað samfellt frá árinu 2009, að einu ári undanskildu. Á sama tímabili hefur átt sér stað samfelld fólksfjölgun.

Árið 2016 fæddust 3.877 börn á Íslandi, samkvæmt bráðabirgðatölum sem Morgunblaðið fékk frá sjúkrahúsum um land allt. Til samanburðar voru fæðingar 4.098 talsins árið 2015.

Flest sjúkrahús tilkynntu fækkun eða stöðnun fæðinga, samkvæmt bráðabirgðatölum, þar á meðal Landspítalinn, en sjúkrahúsin á Akureyri og Akranesi sáu fjölgun milli ára og var hún töluverð á Akranesi. Á nokkrum sjúkrahúsum er enn beðið eftir að fyrsta barn nýs árs líti dagsins ljós, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: