Tísti á Twitter og sendi færslur á Facebook

Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður VG.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður VG. mbl.is/Ómar

Viðbrögð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra við tilkynningu um að ferðabann Bandaríkjaforseta voru sein og veik að mati Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns VG. Þetta kom fram í sérstakri umræðu á Alþingi í dag um stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum

„Hæstvistur ráðherra lagði áherslu á að tísta á Twitter og senda færslur á Facebook,“ sagði Rósa Björk. Formlegum mótmælum hefði ekki verið komið til skila fyrr en í dag, en þá hefðu þau komið skýrt fram.

Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður Viðreisnar og formaður utanríkisnefndar, sagði íslensk stjórnvöld verða að koma fram af ábyrgð og yfirvegun. „Heift leysir ekki heift,“ sagði Jóna Sólveig og Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði slíka útilokun geta haft þveröfug áhrif á viðkomandi þegna og auka líkur á að voðaverk séu framin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert