„Nú finnst mér ég hafa haft á röngu að standa“

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Tom Stranger sögðu frá nauðguninni á …
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Tom Stranger sögðu frá nauðguninni á TED-fyrirlestri. Skjáskot/TEDx

TED-fyrirlestur sem Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hélt ásamt Tom Stranger, manni sem nauðgaði henni þegar hún var unglingur, hefur vakið mikla athygli víða um heim.

Þórdís Elva deildi í dag á Facebook-síðu sinni hjartnæmum viðbrögðum sem hún fékk frá 16 ára strák frá Indlandi sem horfði á fyrirlesturinn, sem yfir milljón manns hafa horft á og þúsundir hafa tjáð sig um

„Ég er 16 ára og bý í landi þar sem umræða um kynlíf er jafnvel forboðin. Ég bý í landi þar sem íbúafjöldinn er 1,2 milljarðar og ekki dagur líður án þess að ekki sé sagt frá nýju nauðgunarmáli í fréttum,“ sagði í færslu drengsins. „Þangað til í gær taldi ég þetta vera konunum að kenna fyrir að passa sig ekki betur. Að þær taki ekki ábyrgð á gjörðum sínum, en nú finnst mér ég hafa haft á röngu að standa.“

Drengurinn sagði frásögn þeirra hafa gjörbreytt afstöðu hans og að sér finnist hann nú vera hluti af þjóðfélagi sem búi til kaldranalegt umhverfi fyrir fólk að búa í. Þá hafi fyrirlesturinn hvatt hann til að heita því að ekki svo mikið sem hugleiða að meiða konu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert