Hafa ekki rætt við ráðherra

Konráð Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambandsins.
Konráð Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambandsins. mbl.is/Karl Eskill

Sjómannaforystan hefur ekki rætt við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í dag vegna sjómannaverkfallsins.

Að sögn Konráðs Alfreðssonar, varaformanns Sjómannsambandsins, hefur enginn fundur verið boðaður.

Eftir fund sinn með efnahags- og viðskiptanefnd og atvinnuveganefnd í morgun sagðist Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætla að heyra í sjómönnum í dag.

Konráð býst við því að menn haldi áfram að ræðast við seinnipartinn í dag, að lokinni jarðarför Ólafar Nordal, fyrrverandi innanríkisráðherra. 

Hverjar telurðu líkurnar á því að samningar náist í dag?

„Ég hef ekki hugmynd. Ég held að menn hljóti að leggja sig alla fram um að klára þetta í dag. Menn munu leggja sig fram en hvort það tekst veit ég ekki,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert