„Ótrúlega gleðilegur dagur“

Ólafur Magnússon.
Ólafur Magnússon. mbl.is/Eyþór Árnason

„Okkur líkar þetta býsna vel. Það er ljóst að þetta er stór áfangi og sigur fyrir okkur í þeirri baráttu sem við erum búnir að standa í síðustu tíu ár,“ segir Ólaf­ur M. Magnús­son fram­kvæmda­stjóri mjólk­ur­bús­ins Kú ehf., í samtali við mbl.is.

Samkvæmt frumvarpi sem landbúnaðarráðherra hefur kynnt fer mjólk undir samkeppnislög en áður hefur hún verið undanþegin þeim. Öll fyr­ir­tæki í mjólk­uriðnaði munu geta keypt mjólk með sama til­kostnaði og markaðsráðandi afurðastöð.

Helsta breyt­ing frá nú­gild­andi ákvæðum bú­vöru­laga eru að afurðastöðvum í mjólk­uriðnaði verður óheim­ilt að gera samn­inga sín á milli um verðtil­færslu milli til­tek­inna afurða.

Ólafur segir þó að það verði að sé gríðarlega mikilvægt að það sé vandað til framkvæmdarinnar þannig að „það sé ekki verið að skekkja samkeppnisstöðuna með einhverjum millifærslureikningum milli Mjólkursamsölunnar og Auðhumlu,“ segir Ólafur og bætir við að kostnaður við birgðahald verði að vera á hendi Mjólkursamsölunnar, eins og sé hjá honum.

Hann fagnar því að í þessum hugmyndum sé gert ráð fyrir því að Samkeppniseftirlitið hafi eftirlit með framkvæmd þessara mála og segir það í takt við niðurstöðu síðasta sumars. Þá tilkynnti Sam­keppnis­eft­ir­litið að það ætlaði að leggja á Mjólk­ur­sam­söl­una 480 millj­óna kr. sekt vegna markaðsmis­notk­un­ar.

Við teljum að þetta sé gríðarlega mikilvægur áfangi í því að auka samkeppni á mjólkurvörumarkaði. Ég bind miklar vonir við að Alþingi afgreiði málið til að koma á virkri samkeppni á mjólkurmarkaði. Þetta er ótrúlega gleðilegur dagur,“ segir Ólafur.

mbl.is

Bloggað um fréttina