Brugghús bætir við ölstofu

Ölstofa The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum. Eigendurnir og starfsmennirnir frá ...
Ölstofa The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum. Eigendurnir og starfsmennirnir frá vinstri: Hlynur Vídó Ólafsson, Hannes Kristinn Eiríksson, Kjartan Vídó Ólafsson og Jóhann Ólafur Guðmundsson. Ljósmynd/Ólafur Einar Lárusso

Örbrugghúsið The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum opnar nýja ölstofu í Eyjum á morgun í tengslum við aukna framleiðslugetu fyrirtækisins. „Nú getum við tekið á móti hópum, sem vilja kynna sér framleiðsluna, og selt Eyjamönnum góðan bjór,“ segir Kjartan Vídó Ólafsson, einn eigenda.

Upphafið má rekja til þess að Kjartan Vídó og Jóhann Ólafur Guðmundsson byrjuðu að brugga bjór 2012. Fengu þeir bræður sína, Hlyn Vídó og Davíð, inn í hópinn og nafnið The Brothers Brewery varð til. „Nafnið vísaði til okkar bræðranna en Davíð er hættur og Hannes Kristinn Eiríksson, mágur Jóa, kom í staðinn,“ segir Kjartan. „Þetta er því áfram mjög fjölskylduvænt fyrirtæki.“

Kjartan segir að til að byrja með hafi hugmyndin verið sú að brugga bjór og selja hann á veitingastaðnum Einsa kalda í Vestmannaeyjum og fengu þeir framleiðsluleyfi í byrjun árs 2016. „Síðan vatt þetta upp á sig og eftir að við fengum fyrstu verðlaun fyrir bjór ársins á Bjórhátíð Íslands á Hólum í júní í fyrra fóru hjólin að snúast enn hraðar. Síðan höfum við selt bjór á fjórum til sex veitingastöðum í Reykjavík.“

Flöskulína bætist við

Brugghúsið keypti nýverið 500 lítra bruggeiningu og gerjunartanka frá Kína auk flöskulínu. Þar með eru sex 500 lítra tankar til staðar og með flöskulínunni aukast möguleikar á að selja bjórinn á fleiri veitingastöðum og í Vínbúðunum. „Þegar tækin verða komin í notkun getum við bruggað 500 lítra í einu í staðinn fyrir 150 lítra,“ segir Kjartan. „Afköstin aukast því mikið og það verður auðveldara fyrir okkur að fara inn á nýja staði.“ Hann bætir við að þegar þeir hafi lært vel á nýju tækin, eftir um mánuð eða tvo, sé ætlunin að setja bjór á markað í Vínbúðunum.

Búið er að setja upp nýju tækin og nýr kafli ...
Búið er að setja upp nýju tækin og nýr kafli að hefjast.


Kjartan segir að þeir hafi bruggað 12 til 15 mismunandi tegundir og þar af nokkrar prufuuppskriftir sem ekki hafi verið bruggaðar aftur. „Við bjóðum upp á sex tegundir í ölstofunni okkar,“ segir hann og leggur áherslu á að ekki sé alltaf um sömu tegundirnar að ræða því tegundirnar séu misjafnar eftir árstíðum.

Félagarnir hafa staðið í rekstrinum sjálfir án utanaðkomandi vinnuafls. „Við höfum þjarkast áfram í þessu og eiginkonurnar hafa staðið þétt við bakið á okkur, leyft okkur að sinna þessu áhugamáli og lagt sitt af mörkum við opnunina á ölstofunni,“ segir Kjartan.

Ölstofan The Brothers Brewery er í húsinu Baldurshaga í miðbæ Vestmannaeyja. Þar er leyfi fyrir um 70 gesti og boðið verður upp á yfir 30 tegundir af bjór. „Um 70% af bjórnum hafa ekki fengist í Eyjum þannig að við komum með nýjar tegundir og aukum flóruna fyrir gesti,“ segir Kjartan.

Innlent »

Hélt bolta á lofti á miðri akrein

20:57 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um hálfþrjúleytið í dag um mann sem truflaði umferð á Sæbraut við Kringlumýrarbraut með því að sýna listir sínar með bolta á einni akreininni fyrir miðju. Meira »

Fjármálaáætlun ekki klár fyrir páska

20:55 Fjármálaáætlun verður ekki lögð fram á tilsettum tíma. Þetta kemur fram í bréfi frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu til forseta þingsins í morgun en til stóð að fjármálaáætlunin yrði á dagskrá þingfundar á morgun. Síðasti þingfundur fyrir páska verður föstudaginn 23. mars og kemur þingið ekki saman að nýju fyrr en mánudaginn 9. apríl eftir páska. Meira »

Alvarlegt umferðarslys í Hafnarfirði

20:32 Alvarlegt umferðarslys varð í Hafnarfirði um hálffimmleytið í dag. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru tveir bílar sendir á vettvang. Meira »

„Prýðileg reiðtygi“ til sýnis á Þjóðminjasafni Íslands

20:05 Áður fyrr lögðu knapar mikið upp úr því að reiðtygi væru skrautleg og til prýði, en nú stendur yfir sýningin „Prýðileg reiðtygi“ í Bogasal Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu. Meira »

Stal úr bílum ferðamanna

19:59 Ökumaður sem stöðvaður var á Suðurlandsvegi við Holtsós undir Eyjafjöllum 14. mars reyndist á stolnum bíl, með stolnar skráningarplötur og hann sjálfur undir áhrifum áfengis og vímuefna. Meira »

Viðbrögð Breta „ekki dramatísk“

19:45 „Það kæmi mér ekki á óvart að breskir diplómatar væru að vinna bak við tjöldin og færu þess á leit við aðildarríki NATO að þau sýndu Bretlandi samstöðu og mótmæltu framferði Rússa,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingur, um þann möguleika að ríkisstjórnin sniðgangi HM í Rússlandi í sum­ar. Meira »

Erfitt að reiða sig á hjálp og missa frelsi

19:00 Þorsteinn Árnason vélfræðingur hefur tvisvar lent í alvarlegu mótorhjólaslysi. Hann er nú í endurhæfingu eftir að hafa brotið alla hálsliði og nokkur rifbein. Meira »

Greiddu atkvæði gegn starfskjarastefnu

19:05 Fulltrúar Gildis-lífeyrissjóðs greiddu atkvæði gegn starfskjarastefnu N1 á aðalfundi félagsins sem haldinn var síðdegis í dag. Meira »

Engar óhefðbundnar lækningar

18:41 Ekki eru stundaðar óhefðbundnar lækningar á Landspítalanum. Sjúklingum á mörgum deildum er þó boðið upp á fjölbreytilega viðbótarmeðferð, sem nytsama og skaðlausa aukameðferð til hliðar við gagnreynda meðferð. Meira »

Stuðningsfulltrúi gengst undir sálfræðimat

18:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið dómkvaddan sálfræðing til að framkvæma sálfræðimat á þroska og heilbrigðisástandi stuðningsfulltrúa sem er grunaður um kynferðisbrot gegn börnum. Meira »

Haukur ekki í haldi Tyrkja

18:03 Varnarmálaráðherra Tyrklands hefur staðfest að Haukur Hilmarsson sé ekki í haldi tyrkneskra stjórnvalda.  Meira »

Neitað um gögn sem gætu leyst málið

17:54 „Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki viljað afhenda mér tiltekin gögn sem geta varpað ljósi á og skýrt aðstöðu Sunnu, og að ég tel leyst málið að mörgu leyti,“ segir Páll Kristjánsson, lögmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, sem liggur lömuð á sjúkrahúsi í Sevilla á Spáni eftir slys. Meira »

Einn í haldi lögreglu vegna innbrota

17:33 Einn karlmaður situr enn í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hrinu innbrota í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í byrjun þessa árs. Maðurinn er einn hinna handteknu í aðgerðum lögreglunar fyrr í þessum mánuði en alls hafa 23 verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Meira »

1.366 milljóna rekstrarafgangur

17:06 Rekstrarniðurstaða ársins 2017 hjá Íbúðalánasjóði var jákvæð sem nemur 1.366 milljónum króna.  Meira »

Deyja á biðlistum eftir meðferð

16:10 Inga Sæland formaður Flokks fólksins, gerði skort á aðstoð við áfengis- og vímuefnasjúklinga að umtalsefni í fyrirspurn sinni til heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Sjúkrarúmum fyrir þennan málaflokk hafi fækkað um 400-500% frá 1985. Meira »

„Pínu hneykslaður“ á ráðherra

17:12 Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata spurði Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra um smávægileg fíkniefnabrot á sakaskrá í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag og varð mjög undrandi á svari ráðherra, sem sagðist álíta sem svo að öll brot ættu heima á sakaskrá. Meira »

Viðkvæmir taki vasaklútana með

17:00 „Myndin er um vináttu og hvað það er að vera alvöru manneskja, það er það sem myndin er um í raun og veru, fótboltinn er bara bíllinn sem við notum á leiðinni.“ Meira »

Kasti ályktun landsfundar út á hafsauga

15:52 Verður ráðherra staðfasta foreldrið í samstarfi VG og Sjálfstæðisflokksins, spurði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartími á Alþingi í dag. Meira »
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
Hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í ...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Félagsstarf eldri borgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Félagsstarf eldir borgara
Staður og stund
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni k...