Brugghús bætir við ölstofu

Ölstofa The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum. Eigendurnir og starfsmennirnir frá ...
Ölstofa The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum. Eigendurnir og starfsmennirnir frá vinstri: Hlynur Vídó Ólafsson, Hannes Kristinn Eiríksson, Kjartan Vídó Ólafsson og Jóhann Ólafur Guðmundsson. Ljósmynd/Ólafur Einar Lárusso

Örbrugghúsið The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum opnar nýja ölstofu í Eyjum á morgun í tengslum við aukna framleiðslugetu fyrirtækisins. „Nú getum við tekið á móti hópum, sem vilja kynna sér framleiðsluna, og selt Eyjamönnum góðan bjór,“ segir Kjartan Vídó Ólafsson, einn eigenda.

Upphafið má rekja til þess að Kjartan Vídó og Jóhann Ólafur Guðmundsson byrjuðu að brugga bjór 2012. Fengu þeir bræður sína, Hlyn Vídó og Davíð, inn í hópinn og nafnið The Brothers Brewery varð til. „Nafnið vísaði til okkar bræðranna en Davíð er hættur og Hannes Kristinn Eiríksson, mágur Jóa, kom í staðinn,“ segir Kjartan. „Þetta er því áfram mjög fjölskylduvænt fyrirtæki.“

Kjartan segir að til að byrja með hafi hugmyndin verið sú að brugga bjór og selja hann á veitingastaðnum Einsa kalda í Vestmannaeyjum og fengu þeir framleiðsluleyfi í byrjun árs 2016. „Síðan vatt þetta upp á sig og eftir að við fengum fyrstu verðlaun fyrir bjór ársins á Bjórhátíð Íslands á Hólum í júní í fyrra fóru hjólin að snúast enn hraðar. Síðan höfum við selt bjór á fjórum til sex veitingastöðum í Reykjavík.“

Flöskulína bætist við

Brugghúsið keypti nýverið 500 lítra bruggeiningu og gerjunartanka frá Kína auk flöskulínu. Þar með eru sex 500 lítra tankar til staðar og með flöskulínunni aukast möguleikar á að selja bjórinn á fleiri veitingastöðum og í Vínbúðunum. „Þegar tækin verða komin í notkun getum við bruggað 500 lítra í einu í staðinn fyrir 150 lítra,“ segir Kjartan. „Afköstin aukast því mikið og það verður auðveldara fyrir okkur að fara inn á nýja staði.“ Hann bætir við að þegar þeir hafi lært vel á nýju tækin, eftir um mánuð eða tvo, sé ætlunin að setja bjór á markað í Vínbúðunum.

Búið er að setja upp nýju tækin og nýr kafli ...
Búið er að setja upp nýju tækin og nýr kafli að hefjast.


Kjartan segir að þeir hafi bruggað 12 til 15 mismunandi tegundir og þar af nokkrar prufuuppskriftir sem ekki hafi verið bruggaðar aftur. „Við bjóðum upp á sex tegundir í ölstofunni okkar,“ segir hann og leggur áherslu á að ekki sé alltaf um sömu tegundirnar að ræða því tegundirnar séu misjafnar eftir árstíðum.

Félagarnir hafa staðið í rekstrinum sjálfir án utanaðkomandi vinnuafls. „Við höfum þjarkast áfram í þessu og eiginkonurnar hafa staðið þétt við bakið á okkur, leyft okkur að sinna þessu áhugamáli og lagt sitt af mörkum við opnunina á ölstofunni,“ segir Kjartan.

Ölstofan The Brothers Brewery er í húsinu Baldurshaga í miðbæ Vestmannaeyja. Þar er leyfi fyrir um 70 gesti og boðið verður upp á yfir 30 tegundir af bjór. „Um 70% af bjórnum hafa ekki fengist í Eyjum þannig að við komum með nýjar tegundir og aukum flóruna fyrir gesti,“ segir Kjartan.

Innlent »

Veggjöld samþykkt eftir áramót

14:01 Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi samgönguráðherra, segir að samgönguáætlun verði afgreidd snemma á nýju ári. Full samstaða er meðal ríkisstjórnarflokkanna um afgreiðslu samgönguáætlunar en samkomulag var gert milli ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar um að samgönguáætlun verði í forgangi þegar þing kemur saman að nýju eftir jólafrí. Meira »

„Þarna er mikilvægum áfanga náð“

13:23 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir niðurstöðuna á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Katowice í Póllandi í gær vera mikilvægan áfanga þó að enn standi ákveðin atriði út af sem þurfi að klára á ráðstefnunni að ári. Meira »

Brýnt að allir njóti ávaxta uppsveiflu

12:31 Sjálfstæðisflokkurinn leggur mikið upp úr efnahagslegum umsvifum, hagvexti og drift í atvinnulífinu þannig að leggja megi meira til þeirra sem á aðstoð þurfa að halda. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsþættinum Þingvöllum. Meira »

Skaðabótaskylda vegna falls í stiga

10:45 Veitingastaður hefur verið dæmdur skaðabótaskyldur vegna slyss sem kona varð fyrir í stiga þar árið 2015. Féll konan í stiganum, en í málinu var meðal annars tekist á um hvort öryggi hefði verið nægt í stiganum, en þar voru engin handrið þegar slysið átti sér stað. Meira »

Með lag í Netflix-kvikmynd

10:09 „Þetta var allt mjög mikil tilviljun,“ segir Unnur Eggertsdóttir, leik- og söngkona, en nýlega keypti leikstjórinn Dan Gilroy af henni lag fyrir senu í Netflix-kvikmyndinni Velvet Buzzsaw, sem skartar leikaranum Jake Gyllenhaal í aðalhlutverki. Meira »

Mátti gera fjárnám vegna skattbrots

09:40 Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í vikunni beiðni karlmanns um að ógilda fjárnám sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði gert. Fjárnámið var gert vegna skuldar mannsins við sýslumann í kjölfar dóms sem hann hlaut árið 2013 í skattamáli. Hafði hann verið dæmdur til að greiða 64 milljónir vegna vangoldins virðisaukaskatts. Meira »

Bjarni Benediktsson mætir á Þingvelli

08:30 Störfum Alþingis var frestað nú á föstudaginn eftir að hafa lokið afgreiðslu fjölmargra mála nú í desember, meðal annars fjárlaga. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mætir í þjóðmálaþáttinn Þingvelli í dag. Meira »

Enn ein lægðin gengur yfir á morgun

08:22 Á morgun kemur enn ein lægðin upp að landinu með vaxandi vindi þar sem búast má við 15-23 m/s víða um land og allt að 28 m/s um tíma syðst á landinu auk hvassari hviða. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni. Meira »

Greiðfært en hálka víða

07:43 Víðast er vel greiðfært á landinu, en hálku og hálkubletti má finna víða. Hellisheiði er til að mynda orðin auð, en hálka er á Mosfellsheiði, Kjósarskarði og hálkublettir í Þrengslum. Þá er hálka á Holtavörðuheiði og hálkublettir á Snæfellsnesi og Bröttubrekku. Meira »

Eldur í jólaskreytingu í Borgartúni

07:12 Eldur kom upp í jólaskreytingu í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni í Reykjavík rétt fyrir miðnætti. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang, en eldurinn var minniháttar og hafði verið slökktur þegar slökkviliðið kom á staðinn. Meira »

Róa áfram inn í nóttina

Í gær, 22:15 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamennirnir sjö sem hófu síðdegis í gær vikulangan róður í verslun Under Armour í Kringlunni til styrktar Frú Ragnheiði láta engan bilbug á sér finna og voru á fleygiferð þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði fyrr í kvöld. Söfnunin gengur vonum framar miðað við fyrstu væntingar. Meira »

Stekkjastaur laumufarþegi í flugvélinni

Í gær, 22:02 Grunnskólabörn í Kulusuk létu sig ekki vanta á flugvöllinn í dag, þegar liðsmenn Hróksins og Kalak mættu með jólagjafir handa öllum börnum í bænum. Stekkjarstaur var laumufarþegi og sá um að útdeila gjöfunum með aðstoð starfsmanna Air Iceland Connect. Meira »

Galdurinn að komast á trúnó

Í gær, 20:05 „Það tók langan tíma að fá Ragga til að samþykkja að koma í viðtal. Hann sagðist vera búinn að vera í svo mörgum viðtölum um ævina og að hann væri hættur að fara í fjölmiðla,“ segir Anna Hildur Hildibrandsdóttir sem á hugmyndina að sjónvarpsþáttunum Trúnó, en myndavélin hefur fylgt henni frá æsku. Meira »

Situr einn að 40 milljónunum

Í gær, 19:42 Einn spil­ari var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Lottó í kvöld og fær hann rúma 41 milljón króna, en vinningsmiðinn var keyptur í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. Meira »

Á sama vegheflinum í nær 26 ár

Í gær, 19:20 Vegagerðin heldur úti víðtæku eftirlitskerfi og þar gegna hefilstjórar á 22 vegheflum mikilvægu hlutverki. Einn þeirra er Gunnlaugur Einarsson, flokkstjóri og vélamaður á Vopnafirði. Hann hefur staðið vaktina og heflað vegi í tæplega þrjá áratugi og man tímana tvenna. Meira »

Gluggi inn í störf lögreglu

Í gær, 18:45 „Við höfum náð á síðustu árum og áratugum að einfalda þau verkefni sem við sinnum, en þó eru þau verkefni sem við sinnum gríðarlega fjölþætt og ég held að það sé áhugavert fyrir fólk að sjá hvað starf lögreglunnar er fjölþætt,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Vandamálið skortur á viðurlögum

Í gær, 18:43 Lyfjastofnun hafa borist 15 tilkynningar vegna lækningatækja frá árinu 2011 vegna atvika þar sem grunur leikur á um að tækin uppfylli ekki öryggiskröfur. Ekkert atvik hefur þó leitt til heilsutjóns eða dauða að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. Meira »

Snýst allt um þessa hvítu húfu

Í gær, 18:30 Breyta þarf viðhorfi samfélagsins gagnvart annarri menntun en þeirri sem felst í bóknámi, segir Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri G.RUN í Grundarfirði. „Við erum ekki öll gerð til að fara í sama farveginn í lífinu og þannig á það ekki að vera,“ útskýrir hún. Meira »

Kitluðu bragðlaukana í Hörpu

Í gær, 18:01 Fjöldi manns tók sér hlé frá jólastressinu í dag og kom við á matarhátíð Búrsins sem haldin er í Hörpu þessa helgina.  Meira »