Aukinn þrýstingur í Heklu

Hekla er sakleysisleg að sjá úr fjarska. Undir búa þó …
Hekla er sakleysisleg að sjá úr fjarska. Undir búa þó miklir kraftar og ýmsar mælingar á kvikusöfnun benda til að eldgos gæti verið í aðsigi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Flestar mælingar sem fyrir liggja í dag benda til þess að Hekla sé tilbúin í eldgos, en hins vegar er ekki vitað hvað kemur slíku af stað,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands.

Meiri þrýstingur er nú í kvikuhólfum undir fjallinu en var fyrir síðustu tvö eldgos þar, sem urðu árin 1991 og 2000. Ómögulegt er hins vegar að segja til um hvort búast megi við Heklugosi alveg á næstunni, enda er fyrirvarinn á þeim yfirleitt mjög skammur og í litlu samhengi við önnur eldsumbrot eða jarðskjálfta á Suðurlandi.

Í dag, 29. mars, eru liðin 70 ár frá upphafi Heklugossins mikla sem stóð í alls þrettán mánuði. Páll Einarsson segir að það sé eftir bókinni að stórgos breyti hegðun eldfjalla. Þannig hafði Hekla legið í dvala í 102 ár þegar gaus árið 1947. Það gos breytti taktinum í Heklu og frá 1970 eru gosin í fjallinu orðin alls fimm, að því er fram kemur í umfjöllun um eldfjallið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »