Ákærður fyrir að hafa banað Birnu

Skipverjinn á Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa ...
Skipverjinn á Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa valdið dauða Birnu Brjánsdóttur. mbl.is/Ófeigur

Thomas Møller Olsen, grænlenskur karlmaður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. Var hann jafnframt úrskurðaður í fjögurra vikna langt gæsluvarðahald fyrir Héraðsdómi Reykjaness upp úr klukkan þrjú í dag.

Þetta staðfestir Kolbrún Benedtiksdóttir, varahéraðssaksóknari, í samtali við mbl.is Maður­inn sem er grunaður um morðið hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi í 10 vik­ur.

Maðurinn er ákærður samkvæmt 211. og 173. grein almennra hegningarlaga. Er hann því ákærður fyrir að hafa myrt Birnu af ásetningi auk þess að hafa staðið í smygli á fíkniefnum.

211. gr. Hver, sem sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt.

173. gr. Hafi maður á boðstólum eða vinni að því að útbreiða sem læknislyf eða varnarmeðul við sjúkdómum muni, sem hann veit, að ekki eru til þess hæfir, og að notkun þeirra í þessu skyni er hættuleg lífi manna eða heilbrigði, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum …
Sé brot framið af gáleysi, varðar það sektum eða [fangelsi allt að 1 ári]. 

Birna hvarf 14. janú­ar. Hún sást síðast á eft­ir­lits­mynda­vél í miðborg Reykja­vík­ur. Sjón­ir lög­reglu beind­ust fljót­lega að skip­verj­um á græn­lenska tog­ar­an­um Pol­ar Nanoq og voru tveir þeirra hand­tekn­ir um borð í skip­inu 17. janú­ar. Birna fannst lát­in 21. janú­ar. Hún var tví­tug að aldri.

Öðrum manninum var sleppt úr haldi og hélt hann til Grænlands.

Kolbrún Benediktsdóttir aðstoðarhéraðssaksóknari er saksóknari í málinu.
Kolbrún Benediktsdóttir aðstoðarhéraðssaksóknari er saksóknari í málinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is