Facebook hefði logað vegna Neskirkju

Sr. Skúli Sigurður Ólafsson sóknarprestur og Grétar Reynisson listamaður við ...
Sr. Skúli Sigurður Ólafsson sóknarprestur og Grétar Reynisson listamaður við verkið 500 fingraför í safnaðarheimili Neskirkju.

Allir sem mættu í messu í Neskirkju síðasta sunnudag settu hendur sínar í mold og fingraför sín á vegg. Þessi gjörningur listamannsins Grétars Reynissonar er hluti af afmælisdagskrá Neskirkju en á morgun, sunnudag, verða sextíu ár liðin frá því hún var vígð.

Haldið verður upp á afmælið með margvíslegri dagskrá mestallt árið, m.a. með myndlistarsýningum, tónleikum, almenningshlaupum og göngu og svo mætti lengi telja.

„Þetta er auðvitað stórmerkileg kirkja, fyrsta móderníska kirkjan sem byggð var hér á landi og fyrsta safnaðarheimilið sem er líka gallerí,“ segir sr. Skúli Sigurður Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju. Um Neskirkju hefur ekki alltaf ríkt sátt en í dag er hún friðuð og einn af miðpunktum mannlífsins í Vesturbæ Reykjavíkur.

Tvær myndir með fjörutíu ára millibili

Í safnaðarheimilinu eru nú til sýnis verk Grétars. Verkin heita 20 40 60 og 500 fingraför. Skúli segir sýninguna ríma vel við starf kirkjunnar og afmælið. Grétar er fæddur árið 1957, sama ár og Neskirkja var vígð. Er hann var tvítugur tók hann mynd af hendinni á sér eftir að hafa þrýst henni í mold. Hann tók svo aðra eins mynd í vetur þegar hann var orðinn sextugur. Myndirnar tvær eru því teknar með fjörutíu ára millibili. „Verkið 20 40 60 vísar til þess hvernig tíminn fléttast saman í fortíð og nútíð listamannsins, hvernig lífið lætur smátt og smátt undan dauðanum, líkaminn undan náttúrulegum breytingum sem honum eru áskapaðar,“ segir í lýsingu á verkinu í fréttatilkynningu.

Sr. Skúli Sigurður Ólafsson setur molduga höndina á vegg í ...
Sr. Skúli Sigurður Ólafsson setur molduga höndina á vegg í Neskirkju. Gjörningurinn sem kirkjugestir tóku þátt í á sunnudag varð að listaverkinu 500 fingraför.

Allir sem mættu í messu í Neskirkju síðasta sunnudag settu svo hendur sínar í mold og fingraför sín svo á vegg. Á öðrum hluta veggjarins eru svo klútarnir sem kirkjugestir notuðu til að þurrka moldina af höndum sínum. Með þessum gjörningi Grétars varð til verkið 500 fingraför.

Skúli segir að í báðum þessum verkum Grétars sé unnið með tímann og moldina, hluti sem passi vel að kirkjunnar starfi. „Moldin er svona eins og tíminn, bæði líf og dauði,“ bendir Skúli á.

Á sjálfan afmælisdaginn verður vígslumessa í kirkjunni og kaffi að henni lokinni. En hvernig kirkja er Neskirkja?

„Lengi býr að fyrstu gerð,“ segir Skúli um andrúmsloftið í kirkjunni. „Hún var fyrsta kirkjan á Íslandi sem var hönnuð fyrir fólk, ef svo má segja.“

Árið 1940 þegar Reykjavík var orðin of fjölmenn fyrir eina sókn var henni skipt upp í fjórar sóknir. Húsameistari ríkisins, Guðjón Samúelsson, fékk það verkefni að teikna kirkjur fyrir Hallgrímssókn og Lauganessókn. Önnur leið var valin fyrir Neskirkju og efnt til samkeppni um hönnunina. Ágúst Pálsson var valinn til að teikna húsið og gerði hann það í anda módernismans sem þá var að ryðja sér til rúms. En hönnunin olli miklum og hörðum deilum. Að lokum var ákveðið að senda teikningarnar til sérfræðings í Ameríku, finnska arkitektsins Eliel Saarinen, til að votta að kirkjan væri í lagi. Eftir að hann lagði blessun sína yfir hönnunina var hafist handa við byggingu kirkjunnar.

Neskirkja árið 1990.
Neskirkja árið 1990. mbl.is/Árni Sæberg

Torgstemning í kirkjunni

„Við erum enn þá að vinna með þessa hugmyndafræði um kirkju fólksins,“ segir Skúli og bendir á að fjölmargt sé í gangi í kirkjunni, s.s. fyrirlestrar og jóga, og hún því vel nýtt af söfnuðinum. Hönnun hennar henti til slíks. „Það er því svolítil torgstemning ríkjandi í Neskirkju og þannig viljum við hafa það.“

- Svo að friður hefur skapast um Neskirkju?

„Það er alveg óhætt að segja það, því hún er friðuð,“ segir Skúli og hlær. „Það sem var nýstárlegt og frumlegt er nú orðið friðað. Svona verða byltingarnar allt í einu settar í formalín.“

- Lærðum við eitthvað sem þjóð á þessum miklu deilum um kirkjuna á sínum tíma?

„Það væri óskandi,“ svarar Skúli. „En mér sýnist nú hávaðinn sem einkenndi þessar umræður margsinnis hafa endurtekið sig, þar er svolítil dómharka og mikill ótti við það sem er nýstárlegt.“

- Facebook hefði logað ef hún hefði verið til á þessum tíma?

„Netheimar hefðu logað,“ tekur Skúli hlæjandi undir. „Og það er enn verkefni okkar að beina umræðunni á vitrænar og kærleiksríkar brautir. Það er ekki alltaf hægt að leggja málin í hendur gúrúa í útlöndum eins og gerðist í tilviki Neskirkju.“

mbl.is

Innlent »

Blær les Ísfólkið sem verða nú hljóðbækur

19:46 Leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir byrjaði í vikunni að lesa upp bækurnar um Ísfólkið en þær verða nú að hljóðbókum. „Ég er svo spennt. Þetta eru 47 bækur, þetta er rosa mikið og mikilvægt hlutverk." Meira »

Mikið framboð af lækna­dópi „sláandi“

19:45 „Mér fannst slá­andi hversu mikið fram­boð er af fíkni­efn­um, sérstaklega af am­feta­mín, kókaín og lækna­dópi og hversu auðvelt það er að kom­ast í þessa hópa ef maður hef­ur áhuga á því,” seg­ir Inga Rut Helgadóttir sem skoðaði sölu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum. Meira »

Landspítalann aldrei jafn öflugur og nú

19:38 Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, segir að spítalinn hafi aldrei verið öflugri en nú og rangt sé að hann ætli að draga úr starfsemi líkt og fram hafi komið í fréttum. Meira »

Tvöfaldur pottur næst

19:27 Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni og verður lottópotturinn tvöfaldur í næstu viku. Einn miðaeigandi var með bónusvinninginn og hlýtur hann 656.100 kr., en miðinn var keyptur í N1, Hafnargötu 86 í Reykjanesbæ. Meira »

Beinbrunasótt greind á Íslandi

18:54 Ungur maður kom í nóvember heim til Íslands eftir að hafa dvalist á Filippseyjum. Hann veiktist á heimleiðinni með hita, skjálfta, niðurgangi og almennum slappleika. Staðfest var með blóðprófi að um beinbrunasótt (Dengue) var að ræða en aðeins einu sinni áður hefur hún greinst hér á landi. Meira »

27 greindust með HIV í fyrra

18:44 Samtals greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017. Meðalaldur hinna sýktu er 35 ár (aldursbil 16‒59 ára). Af þeim sem greindust á árinu voru þrjár konur og 18 voru af erlendu bergi brotnir (67%). Meira »

Peningar eru ekki vandamálið

17:44 „Það er mjög óheppilegt að þetta skuli koma upp og hefði verið gott ef menn hefðu hugsað þetta áður en lagt var af stað,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra um stöðuna í millilandaflugi á Akureyri. Meira »

Konu bjargað upp úr gjá

18:06 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og björgunarsveitarfólk komu göngukonu til bjargar í Heiðmörk á sjötta tímanum en konan hafði fallið niður í gjá á gönguleið. Meira »

Ábyrgð samfélagsmiðla nú til umræðu

17:39 Lærdómurinn fyrir íslenska unglinga, sem eru endalaust að senda nektarmyndir af sér í gegnum Snapchat, er sá að þegar fólk áframsendir nektarmyndir af fólki sem er börn í lagalegum skilningi, þá er það að deila barnaklámi,“ segir María Rún Bjarnadóttir, doktorsnemi í lögfræði. Meira »

Sýning fellur niður

17:33 Leiksýningin Himnaríki og helvíti fellur niður á morgun, sunnudaginn 21. janúar, vegna veikinda.  Meira »

Óvissustig í Ólafsfjarðarmúla

16:20 Siglufjarðarvegur er enn lokaður vegna snjóflóðahættu og óvissustig gildir í Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Veðurspáin hefur hins vegar skánað fyrir morgundaginn. Meira »

Gera kröfu í dánarbú meints geranda

15:32 Óskað verður eftir opinberri rannsókn á meintum fjárdrætti fyrrverandi starfsmanns Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. á árunum 2010-2015. Lögmanni Höfða hefur verið falið að gera kröfu í dánarbú meints geranda. Meira »

Látinn laus í Malaga

14:50 Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni, grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Meira »

Pólitískt val að halda fólki í fátækt

13:43 Málefni öryrkja eru sífellt í brennidepli. Enginn óskar sér að lenda í þeirri stöðu, eins og formaður Öryrkjabandalagsins orðar það, og algjörlega óviðunandi að ákveðinn hópur Íslendinga hafi ekki efni á að lifa mannsæmandi lífi. Meira »

Þarf að greiða alla skuldina

12:46 Hæstiréttur sneri í vikunni við úrskurði héraðsdóms um að lækka skuld fyrrverandi starfsmanns eiginfjárfestinga Landsbankans sem hlaut níu mánaða dóm í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans í febrúar árið 2016. Var manninum gert að greiða 22,6 milljónir í málsvarnarlaun og málskostnað. Meira »

Allt uppselt á innan við klukkustund

14:26 Bræðurnir Daníel Ólafur og Róbert Frímann voru fyrir jól í gönguferð um Gróttu ásamt föður sínum þegar Róbert stakk upp á því að hefja sölu á kakói í Gróttu. Svo bættust kleinur við og í dag mættu þeir í annað skiptið að selja til gesta og gangandi. Þeir hafa vart undan og uppselt var strax. Meira »

Leitar sátta í stjórnarskrármálum

13:18 Fjármálastefna ríkisins verður fyrsta málið sem lagt verður fram á þingi eftir jólafrí. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra en hún var gestur Víglínunnar á Stöð 2 í dag. Þing kemur saman á ný eftir jólafrí á mánudaginn og mun veturinn, að sögn Katrínar, einkennast af því að lagt verði af stað í ýmis stór verkefni til framtíðar, auk þess sem fjármál ríkisins verða fyrirferðarmikil á fyrstu vikum ársins. Meira »

Borgarlínan „skynsamlegasta lausnin“

12:18 Bryndís Haraldsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ, segir að þó að borgarlínan sé ekki lausn við öllu í tengslum við samgöngur á höfuðborgarsvæðinu sé hún „algjörlega hluti af lausninni“. Segir hún að sjálfkeyrandi bílar breyti þar engu um, enda þurfi þeir líka rými á vegunum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Flutnings, heimilis og Airbnb þrif
Vantar þig þrif ? Sendu okkur skilaboð og fáðu tilboð strax í dag! Systur ehf ...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
SAMUK lyftarar (uk) rafmagns og diesel
Kynnum á frábæru verði SAMUK lyftara bæði rafmagns og Diesel , gas . Stærðir 1,...
 
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...