„Ómöguleg staða“ hjá embættunum

Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkssaksóknari.
Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkssaksóknari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þótt sú skýring sé þreytt þá er skýringin á þessum drætti skortur á mannafla og fjöldi verkefna.“ Þetta segir Helgi Magnús Gunnarsson um þá niðurstöðu héraðsdóms að skilorðsbinda stóran hluta dóma í stóra skattsvikamálinu svokallaða. Dæmt var í málinu í gær og hlaut Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður Ríkisskattstjóra, þyngsta dóminn, eða fjögurra ára fangelsi vegna aðildar sinnar að málinu.

Málið tók alls sjö ár 

Dóm­ur­inn er skil­orðsbund­inn til þriggja ára frá upp­kvaðningu og fell­ur niður haldi hann al­mennt skil­orð. Komi til fulln­ustu dóms­ins kem­ur gæslu­v­arðhald sem hann sætti til frá­drátt­ar. Tók málið alls sjö ár frá því að það kom upp og þangað til dómur féll í gær og var þessi langi tími meðal ástæðna fyrir skilorðsbindingu dómsins. Hall­dór var ann­ar af tveim­ur sak­born­ing­um sem voru viðstadd­ir dóms­upp­kvaðning­una.

Stein­grím­ur Þór Ólafs­son var dæmd­ur í tveggja ára og sex mánaða fang­elsi en dóm­ur­inn fell­ur niður haldi hann al­mennt skil­orð í þrjú ár. Guðrún Halla Sig­urðardótt­ir var dæmd í 18 mánaða fang­elsi en dóm­ur­inn fell­ur að sama skapi niður haldi hún skil­orð í þrjú ár. Thom­as Za­hniser var dæmd­ur í tólf mánaða fang­elsi sem einnig fell­ur niður haldi hann skil­orð í þrjú ár. Aðrir fengu fang­els­is­dóma 3-6 mánaða dóma sem einnig falla niður verði skil­orð haldið.

Helgi Magnús segist ekki ætla að mæla þessari löngu málsmeðferð við rannsókn og hjá saksóknara bót, enda sé þetta „ómöguleg staða.“ Skortur á mannafla og fjöldi verkefna undanfarin ár samhliða niðurskurði skýri þetta að stórum hluta.

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær átta manns í fangelsi í ...
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær átta manns í fangelsi í stóra skattsvikamálinu svonefndu. Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður Ríkisskattstjóra, hlaut þyngsta dóminn og var dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Dómurinn er skilorðsbundinn til þriggja ára frá uppkvaðningu og fellur niður haldi hann almennt skilorð. Kristinn Magnússon

Staðan betri í dag

Sem betur fer segir Helgi Magnús að mörg stór mál séu nú í fortíðinni og það líti út fyrir að álagið sé aðeins að minnka. Þá hafi staðan hjá saksóknara batnað eftir að embætti héraðssaksóknara var hleypt af stokkunum samhliða fækkun svokallaðra hrunmála.

Í síðustu viku var Gunn­ar Jak­obs­son dæmdur í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna vörslu á um 50.000 barnaníðsmyndum. Kom þá einnig fram í dóminum vegna verulegs dráttar á rannsókn málsins þyki rétt að fresta fullnustu refsingarinnar og þar með skilorðsbinda dóminn.

Ekki hægt að útiloka áhrifin í fleiri dómum

Aðspurður hvort búast megi við fleiri málum á næstunni þar sem löng málsmeðferð valdi því að dómar séu skilorðsbundnir meðal annars vegna skorts á fjármagni hjá lögreglu og saksóknaraembættum segist Helgi Magnús ekki treysta sér til að svara því. „Við getum þó ekkert útilokað í því.“ Hann tekur þó fram að hann telji þessi tvö mál frekar vera undantekningu en reglu.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort skattsvikamálinu verði áfrýjað og segir Helgi Magnús að sakfellt hafi verið að öllu leyti samkvæmt ákæru. „Málatilbúnaður ákæruvaldsins fékk hljómgrunn hjá héraðsdómi,“ segir hann. Það sé aftur á móti spurning með tafirnar og áhrifin á skilorðsbindinguna. Segir Helgi Magnús að almennt leiði tafir til skilorðsbindingar og því eigi hann ekki endilega von á því fyrirfram að saksóknaraembættið muni reyna að fá dóminum breytt fyrir Hæstarétti með áfrýjun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Norðmaður vann tvo milljarða

20:25 Stálheppinn Norðmaður var með allar tölurnar réttar í EuroJackpot í kvöld og fær hann í sinn hlut rúma tvo milljarða króna.  Meira »

Sigurður í gullliði Dana

19:50 Sigurður Elvar Baldvinsson, bakara- og konditor-meistari, var í danska landsliðinu sem sigraði á Norðurlandamóti bakara, Nordic Bakery Cup, sem fram fór í Herning í Danmörku um liðna helgi. Meira »

Innheimtu veggjalds hætt í september

19:40 Innheimtu veggjalds í Hvalfjarðargöngum verður hætt í september, að líkindum síðari hluta mánaðarins. Þetta kom fram í dag á aðalfundi Spalar sem á og rekur göngin. Meira »

Umræðu frestað um kosningaaldur

19:32 Umræðu á Alþingi um hvort lækka eigi kosningaaldur til sveitarstjórnarkosninga niður í 16 ár hefur verið frestað til 9. apríl. Meira »

Læknafélagið telur þróunina varasama

19:26 Læknafélag Íslands (LÍ) hefur lýst yfir miklum áhyggjum yfir stöðu heilsugæslunnar á landsbyggðinni.  Meira »

„Katastrófa“ ef verktakalæknar hætta

19:18 Svokallaðir verktakalæknar frá greitt á bilinu 150 til 175 þúsund krónur á dag fyrir störf sín hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Fer það eftir menntun læknisins hversu há laun hann fær. Meira »

Björt óhress með heilbrigðisnefndir

18:58 Björt Ólafsdóttir segir það vera mikil vonbrigði að heilbrigðiseftirlitið geri það ómögulegt fyrir veitingahúsarekendur að leyfa hunda eða ketti inni á sínum stöðum, en reglugerð sem hún innleiddi í fyrra átti að gera þeim það kleift. Meira »

Sakar bílstjóra um ofbeldi

19:09 Farþegi ferðaþjónustu fatlaðra, Lilja Ragnhildur Oddsdóttir, segir bílstjóra ferðaþjónustu fatlaðra hafa beitt hana ofbeldi er hún var farþegi í bifreið hans. Meira »

Fjölbreytnin gerir hvern dag spennandi

18:37 Steinunn Eik Egilsdóttir er Skagastelpa í húð og hár, sem hefur ferðast vítt og breitt um heiminn. Eftir að hafa lokið grunnnámi í arkitektúr við LHÍ, uppgerð gamalla húsa í Reykjavík og skrásetningu eyðibýla í íslenskum sveitum, lá leið hennar í framhaldsnám í arkitektúr í Oxford í Englandi. Meira »

Þrennt í varðhaldi vegna kókaíns

18:20 Tveir karlar og ein kona voru í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á innflutningi á um 600 grömmum af kókaíni. Meira »

Þarf að hækka laun til að auka nýliðun

18:00 „Laun leikskólakennara þurfa og eiga að vera hærri ef takast á að auka nýliðun. Það er því miður svo að menntun á Íslandi er almennt ekki metin nægilega vel til launa,“ segir Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, í skriflegu svari til mbl.is, spurður um laun starfsstéttarinnar. Meira »

Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun

17:50 Héraðsdóm­ur Reykjavíkur hef­ur dæmt karl­mann á fer­tugs­aldri, Þórð Juhasz, í fjögurra ára fang­elsi fyr­ir að hafa nauðgað stúlku árið 2016. Hann hef­ur einnig verið dæmd­ur til að greiða henni 1,6 milljónir króna í bætur. Komst hann í samband við stúlkuna í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat. Meira »

Icelandair sýknað í héraðsdómi

17:34 Icelandair hefur verið sýknað af kröfu konu um bætur og vangoldin laun upp á rúmar tvær milljónir króna vegna þess að hún fékk ekki starf hjá flugfélaginu sem flugliði vegna þess að hún er flogaveik. Meira »

17 mánuðir fyrir ítrekuð brot

17:02 Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms um að svipta karlmann á fertugsaldri ökurétti ævilangt og að hann skuli sæta fangelsi í 17 mánuði. Maðurinn var sakfelldur fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreið sviptur ökurétti og undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Meira »

Svæði á Skógaheiði lokað

16:54 Umhverfisstofnun hefur gripið til skyndilokunar svæðis á Skógaheiði vegna aurbleytu frá og með morgundeginum, 24. mars.  Meira »

HÚ-inu hefur ekki verið hafnað

17:05 Samkvæmt upplýsingum frá Einkaleyfastofunni hefur ekki enn verið sótt um skráningu á vörumerkinu HÚ! Skráningu þess hefur því ekki verið hafnað. Orðið er hluti af samnefndri teikningu Hugleiks Dagssonar sem prentuð hefur verið á boli frá árinu 2016 og þeir seldir í vefversluninni Dagsson.com. Meira »

Vélinni snúið við eftir flugtak

16:57 Flugvél WOW air á leið frá París til Keflavíkur þurfti að snúa aftur til lendingar eftir að hafa tekið á loft vegna viðvörunar um opinn hlera eða hurð. Meira »

Tekist á um kosningaaldur á þingi

16:45 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, lét að því liggja í ræðu sinni áðan að þeir sem berðust fyrir því að frumvarp um lækkun kosningaaldurs færi óbreytt í gegn væru helst þeir sem teldu sig geta grætt pólitískt á því. Meira »
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og f...
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...