Árekstrarvörn kranans var breytt

Alvarlegt vinnuslys sem varð í kerskála Norðuráls 22. mars er …
Alvarlegt vinnuslys sem varð í kerskála Norðuráls 22. mars er til rannsóknar. mbl.is/Árni Sæberg

Vinnuslys sem varð í kerskála Norðuráls að kvöldi 22. mars, þar sem starfsmaður slasaðist alvarlega við árekstur tveggja brúkrana, er í rannsókn. Annar brúkraninn var kyrrstæður og var hinum brúkrananum ekið á hann. Verka­lýðsfé­lag Akra­ness hefur gagn­rýn­t Norðurál fyrir að fría sig ábyrgð og varpa henni á yfir á annan starfsmann sem stýrði öðrum brúkrananum með þeim afleiðingum að annar starfsmaður slasaðist alvarlega.

„Vinnueftirlitið hefur prófað umræddan brúkrana árlega, og ekki gert athugasemdir við virkni eða búnað hans. Brúkraninn var síðast yfirfarinn af Vinnueftirlitinu í ágúst 2016. Í kjölfar slyssins var brúkraninn tekinn úr notkun og hefur árekstrarvörn hans verið breytt samkvæmt nýjum tilmælum Vinnueftirlitsins, sem fram komu eftir að slysið átti sér stað. Þá hefur verið farið yfir búnað og virkni annarra krana á vinnusvæði Norðuráls.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Norðuráli. 

Í tilkynningunni segir jafnframt að „málið sé litið alvarlegum augum og verður allt gert til að koma í veg fyrir að atburður sem þessi endurtaki sig.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert