Skiptar skoðanir innan Viðreisnar

Nokkrir þingmanna Sjálfstæðisflokksins hafa undanfarna daga stigið fram og gagnrýnt …
Nokkrir þingmanna Sjálfstæðisflokksins hafa undanfarna daga stigið fram og gagnrýnt fyrirhugaða hækkun. mbl.is/Eggert

Ekki stendur til að seinka gildistöku fyrirhugaðrar virðisaukaskattshækkunar á ferðaþjónustuna. Þetta segir Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra í skriflegu svari til Morgunblaðsins.

Áformin voru kynnt í greinargerð ríkisfjármálaáætlunar fyrir árin 2018 til 2022 og á hækkunin að taka gildi næsta sumar. Ferðaþjónustufyrirtæki lýstu strax yfir harðri andstöðu við hækkunina, m.a. vegna mikillar styrkingar krónunnar undanfarin misseri.

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, telur aftur á móti eðlilegt að það verði skoðað að fresta gildistökunni, t.d. um hálft ár. „Ég hef alveg samúð með því sjónarmiði ferðaþjónustufólks sem þykir tímasetningin svolítið brött í ljósi þess að þetta er þjónusta sem er seld með fyrirvara,“ segir Hanna Katrín. Hún kveðst þó hlynnt breytingunni, sem er í anda þess að einfalda skattkerfið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »