Makaði blóði á veggi

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Hjörtur

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í 18 mánaða fangelsi fyrir húsbrot, þjófnaði, tilraun til ráns, hylmingu og fíkniefnalagabrot.

Maðurinn, Baldur Kolbeinsson, framdi brotin í Reykjavík á þessu ári. Hann var sakaður um fjölmörg brot, m.a. fyrir tilraun til þjófnaðar í janúar með því að hafa brotist inn í íbúð og stolið þaðan fartölvu og skartgripum. Hann var hins vegar handtekinn á leið út úr íbúðinni. 

Þá var Baldur „sakaður um að hafa framið húsbrot í febrúar með því að hafa í félagi við annan mann brotið rúðu í svalahurð íbúðar og farið heimildalaust inn í mannlausa íbúðina og valdið skemmdum með því að maka blóði á veggi hennar. 

Hann var einnig sakaður um tilraun til ráns í febrúar á bifreiðastæði við Bifreiðastöð Íslands. Þar tók hann heimildarlaust tösku annars manns og fór síðan inn í Bifreiðastöðina. Þegar eigandinn hugðist fá töskuna til baka krafist Baldur gjalds af manninum fyrir að skila töskunni. Hann réðst með ofbeldi að manninum, ýtt honum frá hraðbanka hvar hann var að taka út fjármuni, og gerði tilraun til þess að taka með ofbeldi 5.000 kr. sem voru að koma úr hraðbankanum. 

Fram kemur í dómi héraðsdóms, að Baldur hafi játað brot sín skýlaust. Hann er fæddur árið 1990 og á að baki sakaferil. Frá árinu 2007 hefur hann tólf sinnum verið dæmdur fyrir brot gegn hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni.

Þá segir, að hann hafi með dómi Héraðsdóms Suðurlands 27. september 2013, sem staðfestur var í Hæstarétti 30. janúar 2014, verið dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni. Þá var hann með dómi héraðsdóms 6. nóvember 2011 dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir brot gegn hegningarlögum. Hann var 17. desember 2015 dæmdur í 2ja mánaða fangelsi fyrir þjófnað. Loks var hann 11. janúar sl. dæmdur í 5 mánaða fangelsi fyrir hegningarlagabrot. Brot ákærða nú eru öll ítrekun við fyrri brot Baldurs. 

Hann er enn fremur dæmdur til að greiða 505.000 kr. í málsvarnarþóknun skipaðs verjanda síns og þá eru tæp fimm grömm af amfetamíni, sem lögregla lagði hald á við rannsókn, gerð upptæk. 

mbl.is

Innlent »

Tæplega 440 útskrifast í dag

10:42 Tæplega 440 kandídatar úr grunn- og framhaldsnámi brautskrást frá Háskóla Íslands við hátíðlega athöfn í Háskólabíói klukkan 13 í dag. Meira »

Ekkert tjón hjá N1

10:29 Bensínafgreiðsla gekk hnökralaust í N1 Skógarseli í gær, þrátt fyrir að vatn flæddi um götuna. mbl.is birti í gær myndband þar sem sést hvernig vatn flæddi inn á svæði bensínstöðvarinnar og allt að bensíndælunum. Meira »

Keppa um titilinn Kokkur ársins 2018

10:23 Fimm manna úrslitakeppni í keppninni Kokkur ársins fer fram í Hörpu í dag. Húsið er opið fyrir alla gesti frá klukkan 13 til 18. Meira »

Björgunarsveitarmenn festu skiltið

09:45 Skiltið sem hékk á bláþræði framan á hótelinu Hlemmur Square í gærkvöldi var fest kirfilega af björgunarsveitarmönnum áður en þeir héldu heim á leið. Meira »

Hálkublettir á Holtavörðuheiði

09:42 Helstu vegir á Suðurlandi eru greiðfærir en þó er krapi á Hellisheiði sem verið er að hreinsa. Sömu sögu er að segja af Norðurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Fróðárheiði er lokuð vegna ófærðar, sem og Þingskálavegur (nr. 268) sem er ófær vegna vatnsskemmda. Meira »

Vatni dælt úr raðhúsum í Frostaskjóli

09:27 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í fjögur útköll það sem af er morgni vegna vatnsveðursins í nótt, þar á meðal í kjallara tveggja raðhúsa í Frostaskjóli í Vesturbænum. Meira »

Fastir veturgestir við Ísland

08:18 Óvenju margir haftyrðlar fundust á götum Vestmannaeyjabæjar í desember og janúar, að því er segir á heimasíðu náttúrugripasafnsins Sæheima. Haftyrðill er minnstur svartfugla og hánorræn tegund. Meira »

Út af veginum við Höfðabakka

08:33 Tilkynnt var um umferðaróhapp á Höfðabakka laust fyrir miðnætti. Þar hafði bifreið verið ekið út af veginum.  Meira »

„Kallast á við umhverfið“

07:57 Landsbankinn hefur ákveðið að semja við Arkþing ehf. og C.F. Møller um hönnun og þróun á nýbyggingu bankans við Austurhöfn í Reykjavík. Sex af sjö arkitektateymum sem völdust til að gera frumtillögur skiluðu tillögum. Meira »

Tveir fangelsaðir í Eyjum

07:53 Tveir karlmenn voru látnir gista fangageymslur lögreglunnar í Vestmannaeyjum í nótt.  Meira »

Suðaustanstormur á leið austur

07:39 Suðaustanstormur er á leið austur yfir landið og rignir talsvert samfara skilunum. Mikil úrkoma verður suðaustanlands fram undir hádegi. Meira »

Ný Hótel Örk opnuð í maí

07:37 Áformað er að taka nýja álmu á Hótel Örk í notkun 15. maí næstkomandi. Með henni tvöfaldast fjöldi herbergja á hótelinu. Verkið hefur unnist hratt en framkvæmdir hófust á síðari hluta árs í fyrra. Meira »

Tugum dýra bjargað - metfjöldi útkalla

07:18 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu ásamt björgunarsveit björguðu tugum dýra í Fjárborgum við Suðurlandsveg í nótt en flætt hafði inn í hesthús og fjárhús. Alls sinnti slökkviliðið um 100 útköllum frá því um miðjan dag í gær, sem er met. Meira »

Gefur kost á sér sem varaformaður

05:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur ákveðið að gefa kost á sér sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Vel veiðist af kolmunna við Írland

05:30 Uppsjávarskipin Guðrún Þorkelsdóttir SU og Beitir NK fengu góðan kolmunnaafla suðvestan við Írland í vikunni.  Meira »

Andlát: Jóhannes Sigmundsson í Syðra-Langholti

05:30 Jóhannes Sigmundsson, fyrrverandi bóndi og kennari í Syðra-Langholti 3 í Hrunamannahreppi, er látinn, 86 ára að aldri.  Meira »

Bíður eftir svörum

05:30 Umboðsmaður borgarbúa þarf að jafnaði að bíða í 80 daga eftir svörum frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.  Meira »

Þrýsta á byggingu nýrra hverfa

05:30 Tafir á „losun byggingarlands“ í Vatnsmýri hafa aukið þrýsting á flutning landfrekrar og grófrar iðnaðarstarfsemi úr Ártúnshöfða. Meira »
Er kominn tími á framkvæmdir?
Múrari: Lögg. múraramei... og málari geta bætt við sig verkefnum, múrverk, flísa...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6, 3/9, 1/10, 29/10, 26/11: 4 weeks...
 
Aðalfundur ramma hf. aðalfundur ra
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Ramma hf. ...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...