Ýttu úr vör áætlun í loftslagsmálum

Frá fundinum í Ráðherrabústaðnum í morgun.
Frá fundinum í Ráðherrabústaðnum í morgun. mbl.is/Eggert

Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands skrifuðu í dag undir samstarfsyfirlýsingu um gerð aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum sem liggja skal fyrir í lok ársins. 

Markmið áætlunarinnar er að Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar skv. Parísarsamningnum í loftslagsmálum til 2030 með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka bindingu koldíoxíðs úr andrúmslofti. 

Sérstök verkefnastjórn og sex faghópar vinna áætlunina. Settur verður upp samráðsvettvangur þar sem fulltrúum haghafa og stjórnarandstöðu verður boðið að taka sæti. 

Áhersla verður lögð á samráð við haghafa og að sjónarmið og tillögur komi frá aðilum utan stjórnkerfisins. 

„Ég tel það mjög mikilvægt að þetta verkefni sé á Íslandi unnið þvert á þau svið sem geta lagt hönd á plóginn. Það er gríðarlega mikilvægt að þetta sé ekki unnið í einu ráðuneyti,“ sagði Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.

„Saman munum við geta breytt hlutunum,“ sagði hún og bætti við að Ísland hafi verið að losa of mikið af gróðurhúsalofttegundum.

„Það er mikilvægt að við fáum atvinnulífið og almenning til þess að vinna þetta með okkur, og stjórnarrandstöðuna líka. Loftslagsmálin eru ekki eitthvað sem við eigum að vera að kýtast um. Við verðum að sameinast í þetta stóra verkefni."

Frá undirritun samstarfsyfirlýsingarinnar.
Frá undirritun samstarfsyfirlýsingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skipta máli árhundruð fram í tímann

Hún sagði mikilvægt að hugsa loftslagsmálin langt fram í tímann. „Við erum að fara í aðgerðir sem skipta máli árhundruð fram í tímann. Ef við ætlum að stefna að því að Ísland verði lágkolvetninshagkerfi munu þær aðgerðir sem við erum að leggja af stað með hafa áhrif langt fram í tímann . Við munum sjá árangur þeirra mest eftir kannski 50 ár en það er brýnt að fara af stað ekki seinna en í dag.“

Brekka fyrir Íslendinga að ná markmiðum

Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, sagði að Íslendingar standi ágætlega í samanburði við aðrar þjóðir hvað loftslagsmál snertir.

Hann sagði að vel hafi tekist upp á sviði nýsköpunarrannsókna og að heimilin í landinu styðjist fyrst og fremst við sjálfbæra orkugjafa þegar kemur að rafmagni og húshitun.

Að sögn Bjarna eru sóknarfæri ekki síst á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs og sagði hann augljóst að aðgerðirnar sem verið er að fara í muni skila árangri.

Hann sagði að það gæti verið talsvert brekka fyrir Íslendinga að ná þeim markmiðum sem um er rætt. „Við ætlum að fara bjartsýn til þessa verkefnis.“

Í samstarfsyfirlýsingunni segir m.a.: „Til að Ísland nái að standast metnaðarfull markmið Parísarsamningsins er ljóst að samfélagið allt þarf að taka fullan þátt. Það þarf að tryggja langtímasýn og -árangur í minni auðlindasóun og uppbyggingu og þróun lágkolefnishagkerfis. Það kallar á samstillt átak innan stjórnkerfisins og samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs, félagsamtaka og síðast en ekki síst almennings. Því ætlar ríkisstjórnin að hrinda af stað gerð nýrrar aðgerðaráætlunar til að draga úr losun og auka kolefnisbindingu. Áætlunin á að miða að því að Íslandi standi við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum til 2030 og varða veginn að róttækri minnkun losunar til lengri tíma í samræmi við leiðsögn fræðasamfélagsins um hvernig er hægt að ná markmiðum um að halda hlýnun andrúmsloftsins vel innan við 2°C."

Einnig kemur fram í samstarfyfirlýsingunni að vegna stórfelldrar landeyðingar í gegnum aldirnar og framræslu votlendis síðustu áratugin hafi Ísland mikla möguleika á að draga úr losun frá landi og binda kolefni á ný í jarðvegi og gróðri.

mbl.is

Innlent »

Lífsgæðasetur á St. Jóefsspítala

07:57 St. Jósefsspítali mun hýsa lífsgæðasetur, gangi hugmyndir starfshóps á vegum Hafnarfjarðarbæjar eftir.   Meira »

Stærsti skjálftinn hingað til

07:50 Jarðskjálfti sem talið var að væri 4,6 stig reyndist vera 5,2 stig og er þetta stærsti skjálftinn sem hefur mælst við Grímsey síðan jarðskjálftahrinan hófst. Fólk fann skjálftann víða og allt vestur í Skagafjörð segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Íbúðum á landinu fjölgar of hægt

07:37 Íbúðum á Íslandi fjölgaði um 1.759 í fyrra en um 1.580 árið áður. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá sem Íbúðalánasjóður birti á heimasíðu sinni fyrir helgi. Meira »

Þrýsta á stjórnvöld varðandi sálfræðiþjónustu

07:06 Samband íslenskra framhaldsskólanema hóf í gær herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Meira »

Mjög hált á höfuðborgarsvæðinu

06:50 Mjög hált er á gangstéttum og stígum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ og borgar sig að fara varlega. Ekki hefur verið tilkynnt um neitt vatnstjón enn sem komið er, segir varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Skjálfti upp á 4,6 stig

06:11 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og hafa tveir stórir skjálftar, 4,4 stig og 4,6 stig, mælst á sjötta tímanum.  Meira »

Vonaði að kirkjan stæði með börnum

05:30 Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrsti flutningsmaður frumvarps á Alþingi um að gera umskurð á drengjum refsiverðan, segist hafa vonast til þess að þjóðkirkjan tæki afstöðu með börnum og frelsi þeirra og öryggi frekar en trúarbrögðum. Meira »

Verslun mætir mótbyr

05:30 Könnun sem rannsóknarfyrirtækið Zenter gerði fyrir Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) leiðir í ljós að tæpur þriðjungur landsmanna segist bera lítið eða ekkert traust til verslunar á Íslandi. Meira »

Jafnt hlutfall kynja í Viðskiptaráði

05:30 Á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku var samþykkt að leiða í lög ráðsins ákvæði um kynjakvóta í stjórn.  Meira »

Vilja þrýsta á um vegaúrbætur

05:30 „Það hefur færst aukinn kraftur í umræðuna um umferðaröryggi á Kjalarnesi undanfarnar vikur og Kjalnesingar ýta á úrbætur. Þess vegna legg ég fram á morgun tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úrbætur í vegamálum á Kjalarnesi.“ Meira »

Fjölgun um einn hóp kostar 180 milljónir

05:30 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í byrjun desember borist tæplega 50 tilkynningar um innbrot í heimahús.  Meira »

Aldrei fleiri skráðir í VG

05:30 Félagsmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs eru nú 6.010 og hafa aldrei verið fleiri.   Meira »

Daníel verðlaunaður

05:30 Tónskáldið Daníel Bjarnason hlaut í gær Norrænu tónskáldaverðlaunin fyrir tónlist sína við kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu. Verðlaunin voru afhent í Berlín við hátíðlega athöfn. Meira »

Tveir skjálftar 4 að stærð

05:29 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram en í nótt urðu tveir skjálftar 4 að stærð og fundust þeir á Akureyri og Húsavík.  Meira »

Kærður fyrir brot gegn stjúpdóttur

Í gær, 20:51 Sérfræðingur á einni undirstofnun velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi stjúpdóttur sinni, sem er á barnsaldri. Þetta staðfestir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs. Maðurinn hafði áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti. Meira »

Hrinan mjög óvenjuleg

05:30 Ekkert lát er á jarðhræringunum í grennd við Grímsey, á svonefndu Tjörnesbrotabelti. Í gær mældust þar sex skjálftar yfir þremur stigum. Meira »

Óvissustigi aflétt

Í gær, 20:58 Búið er að aflétta óvissustigi á Sandskeiði, Hellisheiði og Þrengslum en gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. Meira »

Galdrar, glæpir og glæfrakvendi

Í gær, 20:17 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti í dag gestum Þjóðminjasafnsins leiðsögn undir yfirskriftinni Galdrar, glæpir og glæfrakvendi. Nokkur fjöldi fólks var mættur til að hlýða á Katrínu, en tilefni viðburðarins er 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Meira »
215/75X16
Til sölu 2st Contenental dekk notuð 215/75x16 undan Ford Transit húsbíl sterk ...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...
Skipulagsbreytingar
Tilkynningar
Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéra...