Vonar að sóknirnar verði sameinaðar

Benedikta, formaður sóknarnefndar í Fella- og Hólakirkju, vonast til að ...
Benedikta, formaður sóknarnefndar í Fella- og Hólakirkju, vonast til að sóknirnar verði sameinaðar. mbl.is/Jakob Fannar Sigurðsson

„Ég vona að það verði hægt að sameina þessar sóknir, þó að ég hafi sjálf ekki vit á því hvernig það á að gerast. Þetta er svo víðtækt. Það er ekki bara kristnihlutinn, heldur allur reksturinn og það sem honum fylgir,“ segir Benedikta G. Waage, formaður sóknarnefndar Fella- og Hólakirkju, um hugsanlega sameiningu Fella- og Hólasóknar við Breiðholtssókn í Breiðholtskirkju.

Í Fréttablaðinu í dag kom fram að sóknarbörnum í Breiðholtskirkju hefði fækkað svo mikið að tekjur stæðu ekki lengur undir rekstri safnaðarins. Breiðholtssókn hefur því brugðið á það ráð að ræða við aðrar sóknir um sameiningu. Nú er komið að Fella- og Hólasókn, en Breiðholtssókn hafði áður rætt við Seljasókn án þess að nokkuð kæmi út úr því, að því er fram kemur í Fréttablaðinu.

Mikilvægt að heimafólki komi að máli

„Við erum bara að byrja. Þetta eru enn þá bara þreifingar og ekkert fast í hendi með það. Fyrsti formlegi fundurinn fer fram í kvöld. Við erum bara búin að hitta þau til að koma þessu á,“ segir Benedikta og bætir við: „Við erum að gera þetta að beiðni þeirra úr Breiðholtskirkju og við viljum ekki skorast undan, enda er þetta það sem koma skal víða.“

Hún bendir á að sameiningar af þessu tagi hafi verið að eiga sér stað í löndunum í kringum okkur. Þá séu nokkrar einingar reknar út frá einni miðjueiningu.

Þorvaldur Víðisson biskupsritari segir í samtali við mbl.is nokkur dæmi um að sóknir hafi sameinast á landsbyggðinni, en lagðar hafa verið fram tillögur á kirkjuþingi á síðustu árum um sameiningar sókna um land allt. „Þær tillögur hafa ekki fengið mikinn framgang, en prófastdæmi hafa verið sameinuð. Það er mikilvægt að svona sameining sé gerð af heimafólki en ekki kirkjuþingi eða einhverri yfirstjórn. Sóknin er þessi félagslega eining og því eðlilegt að fólkið sjálft segi til hvernig það vill hafa skipulagið.“ Aðspurður hvort slíkar sameiningar séu það sem koma skal segir Þorvaldur það alltaf viðleitni að halda vel utan um reksturinn og að reyna að þjónusta sem best.

Einn sóknarprestur í stað tveggja

Sameining sókna átti sér í raun stað í Fella- og Hólakirkju nýlega eftir að tvær sóknir höfðu verið þar um áratuga skeið. Þann 1. desember síðastliðinn voru Fellasókn og Hólasókn sameinaðar í Fella- og Hólasókn og á sama tíma var sóknarprestum fækkað úr tveimur í einn, lögum samkvæmt.

Benedikta segir það þó ekki hafa verið gert í hagræðingarskyni, enda standi söfnuðurinn vel og hafi alltaf gert. Þetta hafi verið gert til að minnka flækjustigið í rekstrinum. Það sé til að mynda mun einfaldara að hafa eina sóknarnefnd en ekki tvær.

„Það var mín heitasta ósk að sameina sóknirnar aftur. Þó að margir hafi haldið að það væri betra að reka hlutina eins og þeir voru gerðir þá var það alls ekki minni vinna. Þegar sóknarpresturinn í Fellasókn sagði starfi sínu lausu þá ákváðum við að sameina. Það hefur líka fækkað í sóknunum báðum.“ Annar prestur mun þó þjóna sóknarbörnum með sóknarprestinum, Guðmundi Karli Ágústssyni, líkt og tíðkast í mörgum kirkjum.

Sóknarbörnum hefur fækkað af ýmsum ástæðum, að sögn Benediktu, meðal annars vegna breyttrar samsetningar íbúa hverfanna. Innflytjendur fari til að mynda ekki endilega í Þjóðkirkjuna. Þá hafa þau ekki farið varhluta af almennri fækkun sóknarbarna Þjóðkirkjunnar vegna úrsagna.

mbl.is

Innlent »

Vann 52 milljónir í lottóinu

19:26 Einn var með allar tölur réttar í lottóinu í kvöld og fær hann 52,3 milljónir króna í sinn hlut.  Meira »

Ískaldir ferðamenn elska Ísland

18:33 Á meðan landinn þráir sól og hita er bærinn fullur af ferðamönnum sem virðast ekki láta kulda, snjókomu, rigningu og rok stöðva sig í því að skoða okkar ástkæra land. Blaðamaður fór á stúfana til að forvitnast um hvað fólk væri að sækja hingað á þessum árstíma þegar allra veðra er von. Meira »

4 fluttir á slysadeild

18:24 Fjórir voru fluttir á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir tvo þriggja bíla árekstra á höfuðborgarsvæðinu á sjötta tímanum.  Meira »

Harður árekstur í Kópavogi

17:28 Töluverðar tafir eru á umferð á Hafnarfjarðarveginum í suðurátt en harður árekstur varð undir Kópavogsbrúnni.   Meira »

Par í sjálfheldu á Esjunni

17:22 Björgunarsveitarmenn eru á leið upp Esjuna til þess að koma pari til aðstoðar sem er í sjálfheldu. Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru þau vel búin og væsir ekki um þau. Meira »

Hálkublettir á höfuðborgarsvæðinu

17:16 Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum.  Meira »

Fjórmenningunum sleppt úr haldi

16:10 Fjórmenningarnir sem eru til rannsóknar vegna líkamsárásar og frelsissviptingar á Akureyri hefur öllum verið sleppt úr haldi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum rann út klukkan þrjú í dag en þremur þeirra var sleppt í gærkvöldi og einum í dag, samkvæmt upplýsingum frá Bergi Jónssyni, lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Norðurlandi. Meira »

Aðstæður eins og þær verða bestar

16:44 „Þetta er búinn að vera frábær dagur,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Aðstæður til skíðaiðkunar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins hafa verið góðar í dag en það snjóaði töluvert í nótt. Meira »

Von á enn einum storminum

15:43 Von er á enn einum storminum á morgun þegar gengur í suðaustan hvassviðri eða storm seint á morgun á Suður- og Vesturlandi. Gul viðvörun er í gildi á öllu landinu. Meira »

Var með barnið á heilanum

15:10 Tæplega sextugur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarleg kynferðisbrot gagnvart ungum pilti og að hafa haldið honum nauðugum í fleiri daga í síðasta mánuði. Pilturinn er átján ára gamall í dag en brotin hófust þegar hann var 15 ára. Meira »

Vigdís vill verða borgarstjóri

14:42 Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segist stefna að því að flokkurinn nái 4-6 borgarfulltrúum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þá fari hún fram sem borgarstjóraefni flokksins og vilji verða borgarstjóri Reykjavíkur. Meira »

Kvennaathvarfið ætlar að reisa 16 íbúðir

14:12 „Þetta endurspeglar það sem ég hef haft áhuga á,“ segir Eygló Harðardóttir, fyrrverandi ráðherra. Hún hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri hjá Kvennaathvarfinu þar sem hún mun vera í forystu í húsnæðissjálfseignastofnun sem Kvennaathvarfið hefur stofnað vegna áætlana um að byggja 16 íbúðir. Meira »

Vilja kostnaðartölur upp á borðið

13:43 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og mennta- og menningarmálaráðherra, segja báðar að gögn um greiðslur til þingmanna og kostnað sem greiddur væri af ríkinu fyrir störf þeirra ættu að vera upp á borðinu. Meira »

Gáfu út ákæru sem þeir máttu ekki gera

12:08 Landsréttur vísaði í gær frá máli sem lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hafði ranglega ákært í fyrir tveimur árum. Hafði maður verið ákærður fyrir að aka án skráningarmerkja og á ótryggðri bifreið og í kjölfarið haft í hótunum við lögregluna. Meira »

Fundu ástina í Costco og barn á leiðinni

11:00 Einhverjir vilja meina að áhrif Costco á íslenska smásöluverslun séu veruleg. Aðrir telja áhrifin ofmetin. Á þessu eru skiptar skoðanir og eflaust túlkunaratriði hvort er rétt. Það er hins vegar óhætt að fullyrða að áhrif Costco á líf Þóreyjar og Ómars hafi verið ansi dramatísk. Meira »

„Þetta er góður og rólegur strákur“

12:42 „Mér skilst að bílstjórinn hafi verið miður sín og að þetta hafi komið á óvart. Þetta er góður og rólegur strákur,“ segir Guðmundur Heiðar Helguson, upplýsingafulltrúi Strætó. Strætóbílstjóri var handtekinn síðdegis í gær fyrir að hafa ráðist á pilt. Meira »

Bestu fréttirnar í langan tíma

11:38 Fjölskylda Sunnu Elviru Þorkelsdóttur á ekki von á neinum viðbrögðum frá Spáni um helgina en greint var frá því í Morgunblaðinu í dag að einungis ætti eftir að ganga frá formsatriðum varðandi það að íslenska lögreglan taki yfir mál Sunnu og hún verði laus úr farbanni. Meira »

Snjór og hálka á höfuðborgarsvæðinu

09:49 Veðurspár gera ráð fyrir áframhaldandi frosti í dag með lítilli úrkomu fram eftir degi. Víðast hvar verður vægt frost, nema á suðaustan- og austanlands en gert er ráð fyrir allt að tíu gráðu frosti í grennd við Kirkjubæjarklaustur síðdegis. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Svartur lazyboy leðurstóll 2 ára gamall
Virkilega nettur vel með farinn Lazyboy svartur leðurstóll . Verðhugmynd 80.000...
Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald
Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...
Útboð rangárþing
Tilkynningar
ÚTBOÐ Uppbygging og rekstur ljósleiða...