Rafrettufrumvarp sagt byggjast á úreltum forsendum

Rafrettur hafa dregið úr tóbaksnotkun.
Rafrettur hafa dregið úr tóbaksnotkun.

„Þær forsendur sem gefnar eru í frumvarpi ráðherra eru úreltar og byggja á hræðsluáróðri en ekki vísindum,“ segir Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir um frumvarp heilbrigðisráðherra um að fella veipur (rafrettur) undir sömu reglur og tóbak.

Guðmundur bendir á að ekkert bendi til þess að veipunotkun auki notkun á tóbaki, sé hættuleg eða skaðleg heilsu fólks. Þvert á móti benti allt til þess að veipurnar hafi dregið stórlega úr hefðbundnum reykingum og bæti þannig heilsu fólks.

Fjöldi þeirra sem veipa hér á landi og hafa hætt að reykja er til dæmis 63% þeirra sem veipa, samkvæmt óbirtri rannsókn landlæknis, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »