Fjórtán fengu fálkaorðu

Forsetahjónin Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson ásamt handhöfum fálkaorðunnar …
Forsetahjónin Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson ásamt handhöfum fálkaorðunnar á Bessastöðum í dag, 17. júní. mbl.is/Kristinn Magnússon

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sæmdi í dag fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, venju samkvæmt á lýðveldisdaginn. Þeir Íslendingar sem í dag voru sæmdir riddarakrossi eru eftirfarandi:

1. Anna Agnarsdóttir prófessor, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir framlag til sagnfræðirannsókna.

2. Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi, Reykjavík, riddarakross fyrir frumkvæði á vettvangi geðheilbrigðismála.

3. Bára Magnúsdóttir skólastjóri, Kópavogi, riddarakross fyrir framlag á sviði danslistar og líkamsræktar.

4. Eyrún Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur, Garðabæ, riddarakross fyrir störf í þágu þolenda kynferðisofbeldis.

5. Jón Kristjánsson fyrrverandi ráðherra, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í opinbera þágu.

6. Jónatan Hermannsson jarðræktarfræðingur og fyrrverandi tilraunastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir framlag til kornræktar og íslensks landbúnaðar.

7. Róbert Guðfinnsson forstjóri, Siglufirði, riddarakross fyrir störf í þágu heimabyggðar.

8. Sigrún Stefánsdóttir dósent við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi fréttamaður, Akureyri, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskra fjölmiðla og fræðasamfélags.

9. Sigurbjörg Björgvinsdóttir fyrrverandi yfirmaður félagsstarfs aldraðra í Kópavogi, Kópavogi, riddarakross fyrir störf í þágu aldraðra.

10. Sigurgeir Guðmannsson fyrrverandi framkvæmdastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskrar íþróttahreyfingar.

11. Sigurjón Björnsson fyrrverandi prófessor og þýðandi, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til sálarfræði og fornfræða.

12. Tryggvi Ólafsson myndlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar myndlistar.

13. Unnur Þorsteinsdóttir framkvæmdastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag á vettvangi erfðarannsókna og vísinda.

14. Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar tónlistar.

mbl.is