„Þetta er íslenska blóðið“

Mali er efnileg bæði í frjálsum íþróttum og í handbolta.
Mali er efnileg bæði í frjálsum íþróttum og í handbolta.

Keppt var í snjókasti á Bisletter-leikunum í Osló, höfuðborg Noregs, nýverið og það um mitt sumar. Íslendingar áttu að sjálfsögðu sinn fulltrúa í snjókastinu, hana Mali Halldorsson, sem er 11 ára gömul bráðefnileg frjálsíþróttakona. Hún gerði sér lítið fyrir og kastaði næst lengst keppenda eða 41,36 metra. Hún varð í öðru sæti af níu keppendum og er mjög ánægð með árangurinn.

Mali á íslenskan föður Hrafnkel Krummy Halldorsson og norska móður og hefuralla tíð búið í Noregi. 

Mali hefur æft frjálsar íþróttir síðastliðin þrjú ár og er mjög góð í kastgreinum, spjótkasti og kúluvarpi. Hún hefur kastað 150 gr. bolta í 9,34 metra og stokkið yfir 140 sentimetra í hástökki. Það er býsna góður árangur miðað við aldur enda hefur það skilað henni verðlaunasæti á sterkum frjálsíþróttamótum í Noregi.  

Mali kastar lengst af öllum jafnöldrum í sínum flokki í kasti á 150 gramma þungum bolta. Ætla má að hún búi vel af kunnáttu sinni í handbolta í kastgreinunum en hún hefur æft handbolta um nokkurt skeið undir dyggri stjórn föður síns, Hrafnkels.  

Bislett-leikarnir eru hluti af Demantaleikunum sem fara fram í Osló um helgina.

„Þetta er íslenska blóðið,“ segir faðir hennar stoltur. Hann spjallaði við mbl.is fyrir hönd dóttur sinnar enda hin 11 ára gamla íþróttastelpa ekki alveg reiðubúin að tala um sjálfan sig á íslensku því norskan er henni tamari.  

Mali segir að helsta kúnstin til að ná góðum árangri í kastgreinum er að kasta nógu hátt og langt af miklum krafti. Á mótinu kvaðst hún þó spenntust fyrir að sjá allar stóru íþróttastjörnurnar á Demanta-leikunum.

Þess má geta að faðir hennar, Hrafnkell Krummy Halldorssonm, þekkja margir handboltaáhugamenn enda hefur hann þjálfað handboltalið um áratuga skeið meðal annars Íslendinga í norskum félagsliðum. 

Hrafnkell, Mali, Nina Halldórsson og Ari Halldórsson. Þegar Hrafnkell og …
Hrafnkell, Mali, Nina Halldórsson og Ari Halldórsson. Þegar Hrafnkell og Nina giftu sig fyrir 12 árum ákváðu þau að taka upp ættarnafnið Halldórsson því Norðmenn eiga erfitt með að bera nafnið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert