Ökumaður slapp ómeiddur úr bílveltu

Hrútafjörður.
Hrútafjörður. Ljósmynd/map.is

Bíll valt í Hrútafirði í dag. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur og komst út úr bílnum af sjálfsdáðum en bíllinn er gjörónýtur. Ökumaðurinn, sem er Íslendingur, missti stjórn á bílnum á beygju á malarvegi í vestanverðum firðinum. 

Á fimmta tímanum varð umferðaróhapp í Blönduhlíðinni í Skagafirði. Ekki er vitað að svo stöddu um alvarleika þess. 

Þung umferð á Norðurlandi og Norðurlandi vestra 

Mikil og þung umferð er á Norðurlandi og Norðurlandi vestra. Bíladögum lauk í gær, 17. júní, á Akureyri. Að sögn lögreglunnar á Akureyri hefur umferðin bæði til og frá Akureyri verið talsvert þung en hefur gengið stóráfallalaust fyrir sig. Lögreglan hvetur jafnframt ökumenn til að keyra með gát.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert