„Hún gæti ekki verið skýrari“

Hér má sjá umrædda kynningarmynd. Hóp­ferðabíl­um er óheim­ilt að aka …
Hér má sjá umrædda kynningarmynd. Hóp­ferðabíl­um er óheim­ilt að aka inn­an skyggða reits­ins og svo má sjá örvar sem gefa til kynna ráðlagðar aksturstefnur borgarinnar. Mynd/Reykjavíkurborg

Stefán Agnar Finnsson, yfirverkfræðingur hjá samgönguskrifstofu Reykjavíkurborgar, segir í samtali við mbl.is að borgin geti lítið gert ef bílstjórar hópferðabifreiða fylgja ekki tilmælum hennar um aksturstefnur í miðbænum. Tilmælin hafi þó verið vel kynnt. „Nú er þessi mynd alveg skýr,“ segir Stefán, „hún getur ekki verið skýrari.“

Geta lítið gert ef tilmælum ekki fylgt

Akst­urs­bann hóp­ferðabif­reiða í miðborg Reykja­vík­ur tók gildi um helgina en í kjölfarið sagðist Kristján Daní­els­son, fram­kvæmda­stjóri Kynn­is­ferða þurfa meiri tíma til að aðlagast banninu, þá sérstaklega tilmælunum um akstursstefnu, sem hafi verið illa kynnt af Reykjavíkurborg.

Stefán Agnar segir borgina lítið geta gert ef tilmælunum er ekki fylgt. „Þessar aksturleiðir sem koma fram, þar sem menn keyra upp Hverfisgötuna og niður Njarðargötu, það eru tilmæli. Það er ekki merkt sem slíkt og við getum lítið gert í því ef menn aka ekki þær leiðir sem koma fram,“ segir Stefán.

Kristján Daní­els­son, fram­kvæmda­stjóri Kynn­is­ferða, segist þurfa meiri tíma til að …
Kristján Daní­els­son, fram­kvæmda­stjóri Kynn­is­ferða, segist þurfa meiri tíma til að aðlagast banninu, þá sérstaklega tilmælunum um akstursstefnu, sem hafi verið illa kynnt af Reykjavíkurborg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gæti ekki verið skýrari

Tilmælin hafi verið þó verið vel kynnt. Fundir hafi verið haldnir með hagsmunasamtökum og kynningarferlið hafi gengið í talsverðan tíma, þar sem skýr mynd með banninu og aksturleiðunum var meðal annars gefin út.  „Nú er þessi mynd alveg skýr,“ segir Stefán, „hún getur ekki verið skýrari.“

Stefán segir fyrstu daga bannsins hafa gengið vel. Búið sé að ganga frá merkingum og allt sé eins og eigi að vera. Að hans vitund hafi hópferðabifreiðar ekki ekið á bannsvæðinu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert