Hreinsa lækinn með hvítum „pulsum“

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur að því að hreinsa olíu úr Grafarlæk …
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vinnur að því að hreinsa olíu úr Grafarlæk með svokallaðri pulsu. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu notar nú svokallaðar pulsur sem innihalda uppsogsefni til að hreinsa olíu úr Grafarlæk í Grafarvogi. Pulsurnar eru lagðar í lækinn en þær drekka aðeins í sig olíu en ekki vatn. Svo virðist sem notkun þeirra hafi borið nokkurn árangur við upphreinsun að sögn slökkviliðsins.  

Hafist var handa við hreinsunina í gærkvöldi þegar slökkviliðið var að störfum við lækinn í rúmar tvær klukkustundir. Í morgun fóru starfsmenn slökkviliðsins ásamt fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins og færðu pulsurnar neðar í lækinn til að hreinsa upp olíuna sem þar er. 

„Þetta er bara eins og bandormur sem þú bjóst til í grunnskóla þegar þú varst að hekla,“ segir Eyþór Leifsson hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. „Það er bara svona uppsogsefni í þessu og svona hálfgerður strigapoki utan um þetta,“ bætir Eyþór við. Pulsurnar eru einnota hreinsunartæki og er fargað að notkun lokinni.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins færði pulsurnar neðar í lækinn í morgun en …
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins færði pulsurnar neðar í lækinn í morgun en hafist var handa við hreinsunarstörf í gærkvöld. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Mik­il aukn­ing varð á sýni­legri meng­un í rigningunni í gær en fólki er ekki tal­in stafa hætta af ol­íu­meng­un­inni. Nokk­ur sjón- og lykt­armeng­un er þó á svæðinu. 

Full­trú­ar frá Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur og Veit­um fylgj­ast áfram með aðstæðum vegna meng­un­ar­inn­ar. Enn ligg­ur ekki fyr­ir hvaðan meng­un­in hef­ur borist í læk­inn en verið er að skoða brunna í ná­grenni við læk­inn í von um að hægt verði að kom­ast á sporið. Auk þess er til skoðunar að fara í fyrirtæki á svæðinu og kanna hvort olíumengunin kunni að berast frá starfsemi í nágrenninu.

Enn er talsverð olíumengun í læknum en hvaðan hún kemur …
Enn er talsverð olíumengun í læknum en hvaðan hún kemur er enn á huldu. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
Pulsunum er hent að notkun lokinni.
Pulsunum er hent að notkun lokinni. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert