„Greiðum þegar í sköttum okkar fyrir RÚV“

Ekki er lengur hægt að móttaka sjónvarpsútsendingar um örbylgjuloftnet.
Ekki er lengur hægt að móttaka sjónvarpsútsendingar um örbylgjuloftnet. Ljósmynd/Wikipedia

„Hví er verið að innheimta fyrir að geta nálgast það efni sem við nú þegar greiðum fyrir?“ spyr Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni.

Í sumar lokaði Vodafone fyrir end­ur­varps­stöðvar sem hingað til höfðu dreift sjón­varps­út­send­ing­um yfir ör­bylgju á höfuðborg­ar­svæðinu í samræmi við stefnu og ákvarðanir Póst- og fjarskiptastofnunar. Við því voru ekki allri búnir, einkum margt eldra fólk, sem í gegnum árin hefur móttekið sjónvarpsútsendingar um örbylgjuloftnet.

Þrátt fyrir breytingarnar geta not­end­ur áfram tekið við út­send­ing­um um loft­net en til þess þarf UHF-loft­net í stað ör­bylgju­loft­nets. Þá fá margir sjónvarpsútsendingar í gegnum net- og sjónvarpsáskriftarleiðir hjá fjarskiptafyrirtækjum en slíka þjónustu hafa ekki allir not fyrir að sögn Gísla.

Hann segir það að greiða þurfi aukalega fyrir þjónustu til að hafa aðgang að útsendingum Ríkisútvarpsins sé eins og ef innheimtir væru vegatollar vegna umferðar á þjóðvegum landsins. Þá hafi því verið ábótavant að breytingarnar væru kynntar fyrir notendum og oftar en ekki hafi eldra fólki verið beint í áskriftarleiðir og borgi fólk því gjarnan fyrir þjónustu sem það þurfi ekki á að halda.

Ekki allir meðvitaðir um aðrar lausnir

„Mér finnst eins og það sé eiginlega verið að innheimta eins konar vegatolla af fólki,“ segir Gísli. „Við greiðum nú þegar í sköttum okkar fyrir Rúv, fyrir það að eiga möguleika á því að njóta sjónvarps- og útvarpssendinga, en eins og þetta er sett upp núna að þá þarf að greiða viðbótarkostnað sem er margfaldur kostnaðurinn við það raunverulega að ná eða njóta sjónvarpsefnisins,“ segir Gísli.

Áréttar hann að enn sé hægt að fá sjónvarpsútsendingar í gegnum annars konar loftnet en um það séu ekki allir meðvitaðir og greiði þess í stað há áskriftargjöld fyrir myndlykla og aðra þjónustu sem fylgi pakkanum, á sama tíma og það eina sem fólk leiti eftir sé að hafa aðgang að þjónustu sem það þegar greiði fyrir með útvarpsgjaldi.

„Með myndlyklunum er verið að setja ákveðið millistykki þarna á milli og það er verið að rugla þá raunverulega saman alls konar annarri þjónustu, allt öðrum pökkum, auðvitað er þetta þekkt í öllum bransa,“ segir Gísli.

Hefði mátt vera betur kynnt

„Ég held að þeir séu nú búnir að viðurkenna það eftir að ég hóf máls á þessu að það hefði átt að kynna þetta mikið betur,“ segir Gísli, en hann vakti athygli á málinu í samtali við Rúv fyrr í sumar. Í kjölfarið hafi Vodafone sagst hafa reynt eftir bestu getu að upplýsa notendur um breytingarnar en erfitt væri að tryggja að skilaboðin næðu til allra. Gísli gefur lítið fyrir þá útskýringu.

„Það er náttúrlega bara léleg afsökun, auðvitað veistu alveg hverjir eru áskrifendur þínir,“ segir Gísli. „Það hefði átt að kynna þetta miklu betur vegna þess að það var ekkert sem lá á að gera þetta og það eru til aðrar leiðir,“ bætir hann við.

Í frétt á vef Rúv í dag segir Gunnar Örn Guðmundsson, forstöðumaður tæknisviðs RÚV, að hægt sé að tryggja áframhaldandi aðgengi að útsendingum með lítilli fyrirhöfn. „Það þarf bara einfaldlega að skipta um loftnet, fá sér gamla góða UHF-greiðu,“ er haft eftir Gunnari Erni á vef Rúv. 

mbl.is

Innlent »

Mættu með píkuna

15:00 „Okkar slagorð er: Við tökum vel á móti þér,“ segir Steina Þórey Ragnarsdóttir, varaformaður Ljósmæðrafélagsins sem var meðal þátttakenda í samstöðufundi með kjarabaráttu ljósmæðra. Mikill hugur var í fundargestum og eru ljósmæður orðnar þreyttar á að lítill gangur sé í viðræðunum. Meira »

Telja Cairo sakhæfan

15:00 Tveir geðlæknar báru vitni fyrir dómi í dag og lýstu þeir því báðir að Khaled Cairo væri sakhæfur. Annar geðlæknirinn taldi líklegt að hlátur Cairo við skýrslutöku væri varnarviðbrögð frekar en geðrof eða eitthvað slíkt. Meira »

Listi sjálfstæðismanna í Garðabæ

14:45 Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ vegna sveitastjórnarkosningarnar í vor var samþykktur á fundi Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ sem fram fór 5. mars. Fyrir fundinum lá tillaga uppstillinganefndar að skipan framboðslistans. Meira »

„Konur eru í sókn innan flokksins“

14:35 Konur í Sjálfstæðisflokknum fengu mjög góða kosningu í málefnanefndir flokksins á landsfundi hans sem fram fór um síðustu helgi. Konur eru meirihluti þeirra sem náðu kjöri, eru meirihluti formanna nefndanna og eru í meirihluta í öllum nefndunum nema einni. Meira »

Dælt upp úr norskum dráttarbáti

14:31 Leki kom að norskum dráttarbáti við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn og var slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu kallað á staðinn upp úr klukkan hálftvö. Meira »

„Hann var alveg brjálaður“

14:26 „Hann var alveg brjálaður þegar ég opnaði dyrnar,“ sagði vitni sem kom að Hagamel kvöldið sem Sanita Braune lést síðasta haust. Maðurinn ætlaði að hitta Sanitu en þau höfðu átt í sambandi. Meira »

Varla hægt að finna lægri taxta

13:49 „Við erum að vona að þeir komi viljugir til leiks til að leysa deiluna,“ segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Boðað var til samstöðufundar með kjarabaráttu ljósmæðra fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara nú síðdegis, en fundur hófst þá í kjaradeilu félagsins. Meira »

Sendi heillaóskir til forseta Kína

14:21 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sendi í dag, heillaóskir til forseta Kína, Xi Jinping, sem fyrir fáeinum dögum var endurkjörinn sem forseti lands síns. Meira »

Túlkun norskra embættismanna

13:38 Fram kemur í svarbréfi sem Terje Søviknes, orkumálaráðherra Noregs, sendi til orku- og umhverfisnefndar norska Stórþingsins á mánudaginn að ályktun atvinnuveganefndar landsfundar Sjálfstæðisflokksins, sem fram fór um síðustu helgi, um orkumál tæki ekki til fyrirhugaðrar innleiðingar á þriðja orkumálapakka Evrópusambandsins. Meira »

Tvöföldun frá Kaldárselsvegi hefjist 2018

13:28 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skorar á þingmenn og samgönguráðherra að sjá til þess að framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum við Krýsuvíkurveg hefjist nú þegar á árinu 2018 og verði lokið á árinu 2019. Þetta kemur fram í ályktun bæjarstjórnar sem send var þingmönnum í morgun. Meira »

Sagði að hún hefði átt þetta skilið

13:01 Leifur Halldórsson rannsóknarlögreglumaður, sem fór með rannsókn málsins þegar Sanita Brauna var myrt á Hagamel síðasta haust, sagði að ákærði hefði verið óvenju glaðlegur við skýrslutökur vegna málsins. Meira »

Guðni sendi heillaóskir til Pútíns

12:39 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í dag heillaóskir til Valdimírs Pútíns sem var endurkjörinn forseti Rússlands um liðna helgi. Meira »

Ákærði hótaði vitni öllu illu

12:38 Karlmaður, sem bjó í sama húsi og Sanita Brauna sem var myrt á Hagamel síðasta haust, sagði við aðalmeðferð málsins í dag að hann hefði orðið vitni að manndrápi á ganginum heima hjá sér. Khaled Cario er ákærður fyrir að hafa banað Sanitu Brauna. Meira »

Föðmuðu Ráðhúsið á Akureyri

11:53 Nemendur Oddeyrarskóla á Akureyri tóku í morgun höndum saman og föðmuðu Ráðhús bæjarins í tilefni alþjóðadags gegn kynþáttamisrétti. Nemendur skólans eru um 200 og þar sem hópurinn nær ekki utan um skólabyggingarnar var ákveðið að finna hentugt stórhýsi í grenndinni og Ráðhúsið þótti tilvalið. Meira »

Freyja aðstoðar Loga

10:39 Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmála- og upplýsingaráðgjafi, hefur verið ráðin pólitískur ráðgjafi Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Meira »

Heilbrigt að vilja „me time“

12:00 Elínrós Líndal kom í morgunþáttinn Ísland vaknar í morgun og ræddi samskipti kynjanna og þörfina sem allir hafa fyrir gæðastund með sjálfum sér. Meira »

Aðalmeðferð í meiðyrðamáli fer fram í júní

11:42 Fyrirtöku í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar Hæstaréttardómara gegn Jóni Steinari Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómara, sem átti að fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur morgun var frestað til 12. apríl næstkomandi. Málið var þingfest í nóvember síðastliðnum, en aðalmeðferð mun fara fram í byrjun júní. Meira »

Tímabært að bjóða alvöru valkost

10:38 „Viðræðuferlið hefur gengið ótrúlega vel. Ég held að fólkið sem kom sér saman að um leita þessarar leiðar, að bjóða fram sameiginlegt framboð, sé meira og minna allt á sömu línunni hvað það er sem brennur á í Garðabæ,“ segir Sara Dögg Svanhildardóttir hjá Viðreisn. Meira »
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
Deildastjóri
Grunn-/framhaldsskóla
Sunnulækjarskóli Dei...
Félagsstarf eldirborgara
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...