Drunur og brestir frá jöklinum þegar skalf

Horft úr hlíðum Skalla niður í Jökulgil þar sem upptök ...
Horft úr hlíðum Skalla niður í Jökulgil þar sem upptök skjálftans voru. Ljósmynd/Pétur Blöndal

Á fimmtudaginn reið yfir skjálftahrina við Torfajökul og mældist stærsti skjálftinn 2.8 stig. Pétur Blöndal framkvæmdastjóri var á þeim tíma í hjólaferð ásamt félögum sínum og staddur rétt fyrir ofan Jökulgil, þar sem upptök skjálftans voru. Hann segir að þeir hafi vel fundið fyrir skjálftanum og að brestirnir og drunurnar sem heyrðust frá jöklinum hafi magnað áhrifin mikið.

Torfajökull er virk eldstöð og er meðal annars Landmannalaugarsvæðið innan eldstöðvarinnar. Pétur segir að því hafi þeir haft varann á sér eftir að skjálftinn reið yfir. „Það þarf ekki að horfa mikið í kringum sig til að átta sig á því að þarna hafa verið eldgos í gegnum tíðina,“ segir hann.

Nokkrir úr hópnum, Vilhjálmur Alvar Halldórsson, Sigurður Hjalti Kristjánsson, Hjalti ...
Nokkrir úr hópnum, Vilhjálmur Alvar Halldórsson, Sigurður Hjalti Kristjánsson, Hjalti Atlason og Pétur Blöndal í hlíðum Skalla Ljósmynd/Pétur Blöndal
Hópurinn á Brennisteinsöldu: Vilhjálmur Alvar Halldórsson, Kolbeinn Árnason, Sigurður Kiernan, ...
Hópurinn á Brennisteinsöldu: Vilhjálmur Alvar Halldórsson, Kolbeinn Árnason, Sigurður Kiernan, Gísli Reynisson, Pétur Blöndal, Sigurður Hjalti Kristjánsson og Hjalti Atlason Ljósmynd/Pétur Blöndal

Hópurinn var á svokölluðum Skallahring og var kominn að Uppgönguhrygg þegar skjálftinn reið yfir. „Það heyrðust miklar drunur og skruðningar og jörðin skalf undir okkur,“ segir Pétur og bætir við að þeir hafi orðið smá ráðvilltir og velt fyrir sér hvaða eldfjall væri eiginlega farið að gjósa.

Með í för var meðal annars fjallahlauparinn Sigurður Kiernan og segir Pétur að ekki hafi lengi þurft að leita að sjálfboðalið til að senda upp fjallshlíðina á Skalla til að ná símasambandi og forvitnast um hvort nokkuð stórt væri byrjað eða hvort þeir gætu haldið för sinni áfram. Komst hann að því að ekki væri útlit fyrir að nein eldsumbrot væru að hefjast og því var áfram haldið niður Uppgönguhrygg og niður í Jökulgil.

Hjólað niður uppgönguhrygg í Jökulgil við Hattver
Hjólað niður uppgönguhrygg í Jökulgil við Hattver Ljósmynd/Pétur Blöndal

Það var svo ekki fyrr en um kvöldið þegar þeir voru komnir í náttstað og farnir að grilla sem Pétur segir að þeir hafi uppgötvað að upptök skjálftans hafi einmitt verið í Jökulgili. Hann segist áður hafa upplifað jarðskjálfa, en aldrei verið jafn nálægt upptökunum. Það sé allt önnur tilfinning.

Skjálftarnir riðu yfir á Torfajökulssvæðinu.
Skjálftarnir riðu yfir á Torfajökulssvæðinu. Mynd/Veðurstofa Íslands
mbl.is

Innlent »

Öll félög samþykktu nema eitt

14:45 Öll aðildarfélög Samiðnar hafa samþykkt nýgerða kjarasamninga nema Félag járniðnaðarmanna á Ísafirði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samiðn. Meira »

Tafir vegna fræsunar og malbikunar

14:30 Töluverðar umferðartafir hafa orðið vegna fræsunar og malbikunar fráreinar af Skeiðarvogi niður á Miklubraut til austurs.  Meira »

Mun fleiri orðið fyrir ofbeldi

14:30 „Hlutfall barna sem hefur orðið fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi [er] mun hærra en ég held að almenningur og samfélagið gera sér grein fyrir,“ segir Hjördís Þórðardóttir, hjá UNICEF um rannsókn á ofbeldi í lífi barna sem kynnt var í dag. Samtökin vilja sjá tölurnar nýttar í aðgerðir. Meira »

„Það þarf sterka vöðva til að stjórna þessu!“

14:25 Langar biðraðir mynduðust á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi þegar fimm DC-3 vélar voru sýndar almenningi.   Meira »

Ræddi um uppgang öfgaafla í Evrópu

13:58 Uppgangur öfgaafla í Evrópu og það pólitíska umhverfi sem slík öfl hafa sprottið úr var á meðal þess sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fjallaði um í ræðu sinni á opnun alþjóðlegrar ráðstefnu á sviði kynjafræða í dag. Meira »

Ástráður meðal umsækjenda um dómarastöðu

13:53 Ástráður Haraldsson héraðsdómari er einn þeirra sem sóttu um embætti landsréttardómara. Embættið var auglýst laust eftir að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sagði starfi sínu lausu í byrjun mánaðarins vegna aldurs. Ástráður staðfestir þetta við mbl.is. Meira »

Efling vill ábendingar um vanefndir

13:43 Efling – stéttarfélag hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmiss konar hlunnindi. Meira »

Féll sex metra í vinnuslysi

13:15 Karlmaður um tvítugt féll hátt í sex metra í vinnuslysi í Kópavogi um ellefuleytið í morgun.  Meira »

Sumarið er komið því malbikun er hafin

13:09 „Þegar sólin fer að skína og hlýnar í veðri þá fer þetta af stað. Allt mjög hefðbundið,“ segir Birkir Hrafn Jóakimsson, verkfræðingur og verkefnastjóri viðhalds hjá Vegagerðinni, spurður um malbikunarvinnu sumarsins. Meira »

Skuldir ekki flokkaðar eftir loftförum

12:03 Skuldir flugrekenda við Isavia eru ekki flokkaðar eftir loftförum. Það þýðir að Isavia getur ekki sagt nákvæmlega hver skuld hverrar og einnar flugvélar er við félagið, heldur þyrfti matsgerð til að finna út úr því. Þetta kom fram í máli Gríms Sigurðssonar, lögmanns Isavia, í héraðsdómi í dag. Meira »

„Sig­ur fyr­ir lífs­kjör allra Íslend­inga“

11:59 „Ég er mjög ánægður með það skref sem peningastefnunefnd stígur í dag. Það er mjög mikilvægt,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Gæti komið upp „réttarfarsklessa“

11:51 Grímur Sigurðsson, lögmaður Isavia, fer fram á að aðfararbeiðni flugvélaleigufyrirtækisins ALC gegn Isavia verði vísað frá dómi. Telur hann að sú staða geti komið upp að Landsréttur og héraðsdómur komist að mismunandi niðurstöðu í sama málinu. Væri þá komin upp eins konar „réttarfarsklessa“. Meira »

„Gríðarlega ánægjuleg tíðindi“

11:50 „Þetta eru bara gríðarlega ánægjuleg tíðindi og er það vægt til orða tekið,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við mbl.is vegna ákvörðunar peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að lækka vexti í 4% úr 4,5%. Meira »

Hæstiréttur hafnar beiðni Steinars Berg

11:43 Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Steinars Berg Ísleifssonar eftir leyfi dómstólsins til að áfrýja dómi Landsréttar sem í apríl sýknaði Ríkisútvarpið af kröf­um Stein­ars. Hann krafði RÚV um miska­bæt­ur og af­sök­un­ar­beiðni vegna end­ur­varps á um­mæl­um tón­list­ar­manns­ins Bubba Mort­hens í þætt­in­um Popp- og rokk­saga Íslands. Meira »

EasyJet fækkar Íslandsferðum

11:42 Flugfélagið EasyJet hefur fækkað ferðum sínum til Keflavíkur. Frá þessu er greint á ferðavefnum Túrista, sem segir stjórnendur félagsins skrifa ákvörðunina á dýrtíðina á Íslandi. British Airways og Wizz Air eru aftur á móti sögð fjölga ferðum frá London til Íslands í vetur. Meira »

„Ofboðslega sorglegar tölur“

11:34 Félags- og barnamálaráðherra hyggst bregðast hratt og örugglega við niðurstöðum skýrslu sem segir til um að fimmta hvert barn á Íslandi hafi orðið fyrir ofbeldi. Hann fundar með UNICEF, sem lét vinna skýrsluna, í hádeginu. Meira »

Ganga skrúðgöngu í tilefni Dýradagsins

11:32 Dýradagurinn er haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti á Íslandi í dag, 22. maí, á alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni. Þema göngunnar þetta árið er málefni hafsins, svo sem plastmengun í hafi, hnignun lífbreytileika, súrnun sjávar og dýr á válista. Meira »

„Órafmagnað stuð“

11:10 „Það er stuð í kirkjunni. Þetta er órafmagnað stuð,“ segir Gunnar Ben stjórnandi poppkórsins Vocal Project sem heldur vortónleika sína í Guðríðarkirkju annað kvöld kl. 20. Gefinn verður forsmekkur fyrir hausttónleika kórsins. Meira »

„Tími kominn til að höggva á hnútinn“

10:39 Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, gerði þá kröfu í dag fyrir Héraðsdómi Reykjaness að flugvélin TF-GPA, sem er af tegundinni Airbus A321 og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá falli WOW air, verði tekin með beinni aðfaragerð af sýslumanni frá Isavia og afhent flugvélaleigufyrirtækinu ALC Meira »
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...
Hellulagnir
Vertíðin hafin hafið samband í símum: 551 4000, 690 8000 á verktak@verktak.is...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 176.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoð...