Hitabylgjur munu taka sinn toll

Hitabylgja er á Ítalíu. Stórfljótið Pó, sem venjulega er beljandi ...
Hitabylgja er á Ítalíu. Stórfljótið Pó, sem venjulega er beljandi vatnsflaumur, er nú vatnslítið, m.a. hér við Piacenza á Norður-Ítalíu. AFP

Halldór Björnsson, sérfræðingur í loftslagsmálum á Veðurstofu Íslands, segir að ný spá vísindamanna um að öfgar í veðurfari, einkum miklar hitabylgjur, geti leitt til dauða allt að 150 þúsund Evrópubúa á ári um næstu aldamót, sé ekki galin sviðsmynd miðað við þær forsendur sem gefnar eru um þróun loftslagsbreytinga.

Veðurfarssveiflur, hitabylgjur, kuldaköst, flóð og stormar, hafa á undanförnum áratugum valdið fjölmörgum dauðsföllum í Evrópu.

Talið er að hitabylgjur einar hafi árlega valdið dauða nærri 3.000 manna í álfunni. Vísindamennirnir telja að hitabylgjur muni stóraukast og valda fimmtíufalt fleiri dauðsföllum um næstu aldamót en nú, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Tveir suðurkóreskir vísindamenn, Jae Young Lee og Ho Kim, segja í athugasemd við greinina í Lancet að áhrif veðurfarsöfganna á dauðsföll kunni að vera ofmetin. Benda þeir á að menn geti brugðist við hinum breyttu aðstæðum í veðurfari og nefna í því sambandi framfarir í læknisfræði og nýja tækni við loftkælingu íbúðarhúsa.

Fleiri hafa tekið í sama streng eftir að greinin birtist og bent á að til að fá raunsanna mynd sé ekki aðeins hægt að framreikna breytingar af þessu tagi án þess að huga að viðbrögðunum sem hljóti að verða.

Í síðustu viku birti tímaritið Science Advances grein þar sem því var spáð að vothiti gæti aukist svo í Suður-Asíu fyrir lok þessarar aldar að álfan yrði ekki byggileg. Enn önnur vond spá birtist í Environmental Research Letters þar sem sagði að aukinn styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu myndi á næstu áratugum valda gífurlegri skerðingu á magni próteins í ræktuðu korni eins og hrísgrjónum og hveiti. Þá var í gær sagt frá nýrri bandarískri skýrslu þar sem fram kom að loftslagsbreytingar væru þegar farnar að hafa mikil áhrif vestanhafs. Meðalhiti hefði hækkað óðfluga þar í landi frá árinu 1980 og undanfarnir áratugir hefðu verið þeir heitustu í landinu í 1.500 ár.

 Sveiflur magna ástandið

Halldór Björnsson sagði að um þessar mundir væru mestu hörmungar af völdum veðurs í Austur-Afríku þar sem þurrkar væru að fella þúsundir manna. Þurrkar gætu einnig aukið á vandamál sem fyrir væru í ýmsum löndum. Þótt þurrkar hefðu til að mynda ekki valdið borgarastyrjöldinni í Sýrlandi léki enginn vafi á því að þeir hefðu átt stóran þátt í að magna hið skelfilega ástand þar til hins verra. Veðurfarssveiflur gætu haft mikil áhrif á þjóðfélög sem væru í viðkvæmri stöðu.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Frumvarpið í raun dautt

11:56 Útlit er fyrir að kosningaaldur í komandi kosningum verði óbreyttur, 18 ár. Frumvarp um lækkun kosningaaldurs niður í 16 ár var tekið til þriðju umræðu á Alþingi í gær. Meirihluti virðist fyrir málinu meðal þingmanna en ekki tókst að greiða atkvæði um málið í gær. Meira »

Björt Ólafsdóttir má keyra trukka

11:51 Björt Ólafsdóttir formaður Bjartrar framtíðar og Jóhann K Jóhannsson fóru yfir það sem stóð upp úr í fréttum vikunnar í Magasíninu á K100. Margt bar á góma í spjallinu, meðal annars hundakaffihús, sjúkrabíla, Facebook gagnasöfnun o.fl. Meira »

Það var hvergi betra að vera

11:30 „Það sem var best við stúkuna var að kvöldsólin skein beint í andlitið á manni,“ segir skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm í samtali við mbl.is en í vikunni var hafist handa við að rífa áhorfendastúku og steypt áhorf­enda­stæði við Val­bjarn­ar­völl­inn í Laug­ar­dal. Meira »

Þjófurinn skilaði úrinu og baðst afsökunar

11:24 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst nýverið erfðagripur sem ónefndur maður kom með á lögreglustöðina í Kópavogi. Um vasaúr úr gulli var að ræða og sagði maðurinn að þetta væri gamalt þýfi. Í bréfinu sem fylgdi úrinu var beðist fyrirgefningar á hversu seint því væri skilað, en betra væri seint en aldrei. Meira »

Tveir menn féllu í sjóinn

10:13 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar auk björgunarskips frá Skagaströnd voru kallaðar út um hálfníuleytið í morgun vegna tveggja manna er féllu í sjóinn við Stóru-Ávík. Meira »

Þurfi að endurskoða sínar ávísanavenjur

10:03 Draga verður úr ávísunum tauga- og geðlyfja til að sporna við andlátum vegna ofskömmtunar lyfja á Íslandi. Margir læknar sem ávísa lyfjum eins og fentanyl, morfíni, metylfenidati, tramadóli, Parkódín forte og oxýkódoni þurfa að endurskoða sínar ávísanavenjur. Meira »

Ungt par tekið með kókaín í Leifsstöð

09:24 Lögreglan á Suðurnesjum hefur að undanförnu haft til rannsóknar mál sem upp kom þegar ungt íslenskt par kom til landsins með tvær ferðatöskur sem í voru falin á fjórða kíló af kókaíni. Parið var að koma frá Tenerife 10. mars síðastliðinn þegar lögregla handtók það í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira »

Steypir heilbrigðiskerfinu ef ekkert er gert

09:55 „Það slær mann hversu lítinn stuðning kerfið býður fólki, það er óhóflega löng bið í öll úrræði og margir aðstandendur eru búnir á sál og líkama,“ segir Steinunn Þórðardóttir, lyf- og öldrunarlæknir Meira »

Suðurpólför á sólarknúnum plastbíl

08:20 Hollenski ofurhuginn Edwin ter Velde ætlar er búinn að smíða sólarknúinn bíl úr endurunnu plasti sem hann hyggst keyra 2300 km leið á Suðurpólnum. Verkefnið er unnið í samvinnu við Arctic Trucks sem mun fylgja með eigin bíl og mann. Bíllinn hefur að undanförnu verið í prófunum hér á landi. Meira »

Margt borðar í opinberum mötuneytum

08:18 Ætla má að hátt í 150 þúsund manns eigi reglulega kost á að borða í mötuneytum á vegum hins opinbera. Ef miðað er við að tveir þriðju þeirra noti fríðindin borða um 100 þúsund manns í opinberum mötuneytum. Meira »

Leiguverð í Seljahlíð mun hækka mjög mikið

07:57 Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, hlutafélags um eignarhald og rekstur félagslegs leiguhúsnæðis á vegum Reykjavíkurborgar, segir að ekki liggi fyrir hvenær leiguverð þjónustuíbúða í Seljahlíð þar sem eru þjónustuíbúðir fyrir aldraða muni hækka. Meira »

Nokkur dægursveifla í hita

07:47 Veðurstofa Íslands segir að það verði vestlægar áttir á landinu í dag með éljum á stöku stað um landið vestanvert, einkum fyrripart dags. Þurrt og bjart veður fyrir austan. Sólin er að hækka á lofti og því orðin nokkur dægursveifla í hita. Meira »

Engan skúr að fá fyrir karla

07:37 „Það hefur reynst erfitt að finna húsnæði. Húsnæðismarkaðurinn er eins og allir vita og því höfum við reynt að þrýsta á bæjaryfirvöld um að útvega okkur húsnæði. Það hefur ekki gengið ennþá þótt þeim lítist vel á þetta verkefni.“ Meira »

Skattbyrði lægstu launa þyngdist

05:30 Nýir og uppfærðir útreikningar hagdeildar ASÍ á þróun skattbyrði einstaklinga eftir tekjuhópum milli áranna 2016 og 2017 leiðir í ljós að skattbyrði lægstu launa hélt áfram að aukast í fyrra en þessu var öfugt farið hjá tekjuhæsta hópnum. Meira »

Deiliskipulag Vesturlandsvegar tilbúið

05:30 Nýtt deiliskipulag fyrir Vesturlandsveg er tilbúið og á síðasta fundi borgarráðs var samþykkt að auglýsa það. Nýtt deiliskipulag er forsenda þess að hægt verði að breikka veginn, eins og hávær krafa hefur verið um. Meira »

Kosningalög óbreytt um sinn

05:30 Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur mikilvægt að þingið hlusti á viðvörunarorð sérfróðra aðila áður en lög um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórnarkosninga verði samþykkt. Meira »

Óánægjuframboð í Eyjum?

05:30 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og oddviti Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum í vor, segir að það sé erfitt fyrir sig að tjá sig um hvað hafi falist í fundi hóps óánægðra sjálfstæðismanna í Eyjum í fyrrakvöld. Meira »

Loksins var tekið tilboði í göngubrú

05:30 Vegagerðin hefur ákveðið að taka tilboði Skrauta ehf. í Hafnarfirði í gerð göngubrúar yfir Breiðholtsbraut við Norðurfell í Reykjavík. Meira »
Leiguíbúð/herbergi óskast Jarðhitaskóli
Leiguíbúð/herbergi óskast Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna leitar 3-4 he...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Stimplar
...
 
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...