John Snorri kominn heim

John Snorri í faðmi fjölskyldunnar við komuna heim.
John Snorri í faðmi fjölskyldunnar við komuna heim. mbl.is/Ófeigur

Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson er kominn heim til Íslands eftir að hafa dvalið í um fjóra mánuði í Himalayafjöllunum þar sem hann kleif K2, Broad Peak og Lhotse, en tindarnir eru allir yfir 8.000 metra háir.

Fjölskylda og vinir John Snorra tóku á móti honum í flugstöð Leifs Eiríkssonar á fjórða tímanum í dag.

Eng­inn ann­ar í heim­in­um nema John Snorri og sherp­inn Tser­ing hafa farið á topp K2 og topp­inn á Broad Peak á sjö dög­um. Eng­inn hef­ur held­ur áður farið frá grunn­búðum upp á Broad Peak og aft­ur niður á tveim­ur dög­um.

mbl.is/Ófeigur
John Snorri í flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag.
John Snorri í flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag. mbl.is/Ófeigur
mbl.is/Ófeigur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert