Fjölbreytt dagskrá Menningarnætur

Menningarnótt er fjölmennasta hátíð ársins. Í ár verður hún sannkölluð ...
Menningarnótt er fjölmennasta hátíð ársins. Í ár verður hún sannkölluð tónlistar- og menningarveisla með yfir 300 viðburðum og hundrað tónleikum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Yfir 300 viðburðir verða í boði á Menningarnótt og verður yfir hundrað tónleikum slegið upp um miðborgina og þremur stórtónleikum. Tónlistar- og menningarveislan verður haldin í 22. skipti næstu helgi í Reykjavík á laugardaginn. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setur hátíðina við Veröld-hús Vigdísar en þá mun rektor Háskóla Íslands vígja torg byggingarinnar og Vigdís Finnbogadóttir gróðursetur tré.

Gestabær hátíðarinnar í ár verður Akranes sem mun bjóða upp á fjölbreytta dagskrá á veitingarhúsinu Messanum í Sjóminjasafninu. Dagskráin mun vekja athygli á fjölmörgum bæjarlistamönnum Akraness en einnig á matarmenningu bæjarfélagsins.

Frítt verður inná öll söfn miðborgarinnar og ýmsar sýningar og auk þess verður frítt í strætó. 

Nán­ari upp­lýs­ing­ar er að finna á www.menn­ing­ar­nott.is

Hér að neðan má sjá brot af því helsta sem verður í boði á Menningarnótt:

Frítt verður inná öll söfn í miðborgarinnar og sýningar og ...
Frítt verður inná öll söfn í miðborgarinnar og sýningar og auk þess verður frítt í strætó. mbl.is/Rósa Braga

Vöfflukaffi

Ýmsir íbúar Þingholtanna halda vöfflukaffi fyrir hátíðargesti að vana og heimilin sem bjóða til veislu í ár eru Óðinsgata 8b, Þingholtsstræti 27, Ingólfsstræti 19, Hellusund 3, Grettisgata, 26 og Mímisgata 2. Einn gestgjafanna er borgarstjóri Dagur B. Eggertsson. „Við erum byrjuð að leggja drög heima,“ segir Dagur. „Það verða allir velkomnir á Óðinsgötuna á meðan húsum leyfir!“ bætir hann við.

Gamla höfnin

Boðið verður uppá salsakennslu og salsadans á Lækjartorgi og gönguferðir um Reykjavíkurhöfn. Boðið verður uppá íkonasýning í rússnesku Réttrúnaðarkirkjunni. Í Hörpu verður meðal annars hægt að njóta Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Súkkulaðikökuóperu, Blúshátíðar í Reykjavík og sönghópsins Spectrum. Þá verður nóg um tónlistaratriði á svæðinu.

Kvosin

Í Tjarnarbíói verður sýningin Koddahjal þar sem gestum er boðið að koma sér vel fyrir í rúmum frá Rauða krossinum og hlusta á frásagnir af reynslu flóttafólks og hælisleitenda. Hitt húsið verður með fjöl­breytta dag­skrá með tón­leik­um og gjörn­ing­um. Í Iðnó verður meðal annars svokallað heimspekikaffihús og síðar ætla níu bílskúrhljómsveitir að troða upp. Hip hop hátíð Menningarnætur verður um kvöldið.

Dagur B. Eggertsson og Arna Dögg Einarsdóttir hafa árum saman ...
Dagur B. Eggertsson og Arna Dögg Einarsdóttir hafa árum saman boðið Reykvíkingum í vöfflukaffi á menningarnótt mbl.is/Rósa Braga

Vatnsmýrin

Íslensk erfðagreining býður uppá 100 ára afmælissýningu á verkum Kristjáns Davíðssonar þar sem hægt verður að sjá verk sem hafa aldrei verið sýnd áður á opinberum vettvangi. Á Þjóðminjasafninu verður afar fjölbreytt dagskrá frá morgni til kvölds þar sem hægt verður að fræðast um sýningarnar á safninu og taka þátt í alls kyns viðburðum. Þá verður Bylgjan með tónlistarveislu í Hljómskálagarðinum um kvöldið.

Þingholtin og Austurbærinn

Fjölmargt verður boði í Þingholtunum fyrir utan vöfflukaffið. Flóamarkaður verður haldinn í JCI húsinu í Hellusundi og ótal tónleikar verða haldnir í Hannesarholti. Listamaðurinn Snorri Ásmundsson mun einnig opna sýningu sína þar. Einnig verður pop up-markaður í Listasafni Íslands. 

Haldinn verður ratleikur fyrir börn og fullorðna í Gallerý Fold og þar ætlar listakonurnar Katrín Matthíasdóttir, Þórunn Bára Björnsdóttir, Abba og Soffía Sæmundsdóttir að vinna að verkum sínum og spjalla við gesti.

Skuggahverfið

Karnivali verður slegið upp á horni Klappastígs og Hverfisgötu þar sem hægt verður að skemmta sér við tónlist fjölmargra skemmtikrafta. Í Safnahúsinu verður meðal annars leiklestur sem nefnist Spegill samfélagsins 1770 þar sem hægt verður að skyggnast inní líf landans fyrir tæpum tveimur öldum. Í Þjóðleikhúsinu verður fimm klukkutíma spunamaraþon frá Improv Íslands.

Menningarnótt lýkur með flugeldasýningu klukkan ellefu að loknu Tónaflóði Rásar ...
Menningarnótt lýkur með flugeldasýningu klukkan ellefu að loknu Tónaflóði Rásar 2 á Arnarhóli.„Þetta verður sjónarspil,“ segir Áshildur Bragadóttir, forstöðukona Höfuðborgarstofu. mbl.is/Árni Sæberg

Norðurmýrin

Á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsinu verða ýmsar sýningar. Til að mynda verður hægt að taka þátt í gerð langrar landslagsmyndar á Kjarvalsstöðum og taka þátt í ratleik um útilistaverkin við húsið. Gjörningur Ragnars Kjartanssonar Kona í e-moll verður fluttur á sýningu hans í Hafnarhúsinu. 

Tónaflóð Rásar 2

Útitónleikarnir Tónaflóð Rásar 2 verða að vana á Arnarhóli með yfirskriftinni Eitthvað fyrir alla. Þau sem fram koma eru Reykjavíkurdætur, Friðrik Dór, Svala Björgvins og Síðan skein sól. Tónleikarnir hefjast klukkan átta og standa til klukkan ellefu, fram að flugeldasýningu Menningarnætur.

Flugeldasýning

Menningarnótt lýkur með flugeldasýningu klukkan ellefu að loknu Tónaflóði Rásar 2 á Arnarhóli. Hjálparsveit skáta í Reykjavík sér um skipulag og framkvæmd hennar að þessu sinni ásamt Höfuðborgarstofu. „Þetta verður sjónarspil,“ segir Áshildur Bragadóttir, forstöðukona Höfuðborgarstofu.

mbl.is

Innlent »

Jafnt hlutfall kynja í Viðskiptaráði

05:30 Á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku var samþykkt að leiða í lög ráðsins ákvæði um kynjakvóta í stjórn.  Meira »

Vilja þrýsta á um vegaúrbætur

05:30 „Það hefur færst aukinn kraftur í umræðuna um umferðaröryggi á Kjalarnesi undanfarnar vikur og Kjalnesingar ýta á úrbætur. Þess vegna legg ég fram á morgun tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úrbætur í vegamálum á Kjalarnesi.“ Meira »

Fjölgun um einn hóp kostar 180 milljónir

05:30 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa frá því í byrjun desember borist tæplega 50 tilkynningar um innbrot í heimahús.  Meira »

Aldrei fleiri skráðir í VG

05:30 Félagsmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs eru nú 6.010 og hafa aldrei verið fleiri.   Meira »

Daníel verðlaunaður

05:30 Tónskáldið Daníel Bjarnason hlaut í gær Norrænu tónskáldaverðlaunin fyrir tónlist sína við kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Undir trénu. Verðlaunin voru afhent í Berlín við hátíðlega athöfn. Meira »

Hrinan mjög óvenjuleg

05:30 Ekkert lát er á jarðhræringunum í grennd við Grímsey, á svonefndu Tjörnesbrotabelti. Í gær mældust þar sex skjálftar yfir þremur stigum. Meira »

Óvissustigi aflétt

Í gær, 20:58 Búið er að aflétta óvissustigi á Sandskeiði, Hellisheiði og Þrengslum en gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. Meira »

Tveir skjálftar 4 að stærð

05:29 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram en í nótt urðu tveir skjálftar 4 að stærð og fundust þeir á Akureyri og Húsavík.  Meira »

Kærður fyrir brot gegn stjúpdóttur

Í gær, 20:51 Sérfræðingur á einni undirstofnun velferðarsviðs Reykjavíkurborgar hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi stjúpdóttur sinni, sem er á barnsaldri. Þetta staðfestir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs. Maðurinn hafði áður verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti. Meira »

Galdrar, glæpir og glæfrakvendi

Í gær, 20:17 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitti í dag gestum Þjóðminjasafnsins leiðsögn undir yfirskriftinni Galdrar, glæpir og glæfrakvendi. Nokkur fjöldi fólks var mættur til að hlýða á Katrínu, en tilefni viðburðarins er 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Meira »

„Við erum í kapphlaupi við tímann“

Í gær, 20:00 Sonur þeirra er að verða átján ára eftir nokkra mánuði. Það eina sem þau gera er að vona að hann nái því að verða átján ára. Síðasta afmælisdegi eyddi hann á bráðamóttökunni eftir að hafa tekið of stóran skammt. Það tókst að bjarga honum þá og síðan hefur honum ítrekað verið bjargað naumlega. Meira »

Eiginmaður Sunnu hlaut uppreist æru

Í gær, 19:57 Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem hefur legið lömuð á sjúkrahúsi í Malaga undanfarin mánuð, hlaut uppreist æru fyrir fimm árum. Meira »

Fjórir yfir þremur að stærð við Grímsey

Í gær, 18:50 Fjórir jarðskjálftar á bilinu 3,3 og 3,8 af stærð riðu yfir nálægt Grímsey nú á sjöunda tímanum í kvöld. Voru þeir allir á svipuðum slóðum og skjálftar síðustu daga. Aðeins hafði dregið úr skjálftavirkni í dag, en enn er þó mikill fjöldi skjálfta á hverri klukkustund á svæðinu. Meira »

Íbúar ætla sjálfir að hefja vegagerð

Í gær, 18:11 „Við ætlum að hittast á morgun og ætlum að vekja athygli á því að það er búið að ýta þessum vegi af samgönguáætlun það lengi að við þurfum að sýna stjórnvöldum hvernig á að byrja á þessu verki.“ Meira »

Dóra formaður Femínistafélags Pírata

Í gær, 15:33 Stofnfundur Femínistafélags Pírata var haldinn í gærkvöldi en fyrsti formaður félagsins er Dóra Björt Guðjónsdóttir. Ritari er Helena Magneu Stefánsdóttir og Valgerður Árnadóttir er gjaldkeri. Varamenn eru Helgi Hrafn Gunnarsson og Elín Eddudóttir. Meira »

Björgunarsveitir í startholunum

Í gær, 18:30 Aðgerðastjórnun hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu ef lögregla og björgunarsveitir þurfa að grípa til aðgerða í óveðrinu í kvöld. Björgunarsveitir hafa þegar þurft að sinna einu útkalli í höfuðborginni í dag. Meira »

Sósíalistar stefna á framboð í borginni

Í gær, 17:23 Sósíalistaflokkur Íslands ákvað á félagsfundi sínum í Rúg­brauðsgerðinni í dag að stefna á framboð í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Meira »

Óvissustigi lýst yfir suðvestanlands

Í gær, 15:28 Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en gul viðvör­un gild­ir fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið, Suður­land og Faxa­flóa í dag. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Dekk til sölu
2 stk 195x55x15 lítið slitin snjó eða heilsársdekk til sölu ...
www.apartment-eyjasol.is - Reykjavik-
1 and 2 bedroom apartments in Reykjavik. Beds for 4-6 pers. Be welcome eyjasol@...
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Útboð rangárþing
Tilkynningar
ÚTBOÐ Uppbygging og rekstur ljósleiða...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna, Langholti ...
Skipulagsbreytingar
Tilkynningar
Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéra...