„Þetta er leiðinlegt og grautfúlt“

Eyrin á Borgarfirði eystri.
Eyrin á Borgarfirði eystri. ljósmynd/Facebook-síða Eyrinnar

„Þetta er auðvitað hundfúlt,“ segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, einn rekstraraðila verslunarinnar Eyrarinnar á Borgarfirði eystra, sem tekin hefur verið ákvörðun um að loka 1. september. Um er að ræða einu matvöruverslunina í bænum.

Rekstraraðilar segjast ekki geta rekið verslunina áfram í taprekstri, en heimamenn segja lokunina vera mikinn missi fyrir samfélagið þar sem 70 kílómetrar eru í næstu verslun. Um áttatíu manns búa í fastri búsetu á Borgarfirði eystra, en fleiri dvelja þar á sumrin.

Misheppnuð tilraun

Tilkynnt var um lokunina á Facebook-síðu Eyrarinnar á föstudag. Þar þökkuðu rekstraraðilar fyrir ánægjulega samfylgd en sögðu að ekki yrði lengra haldið í taprekstri af sinni hálfu. Í samtali við mbl.is segir Arngrímur að ekki sé hægt að standa í taprekstri ár eftir ár, og forsendur hafi breyst til hins verra.

„Það er mjög góð þjónusta á Egilsstöðum og hörð samkeppni í verslunarrekstri þar sem Borgarfjörður er ekki undanskilinn. Það er eðlilegt að fólk leiti í þær verslanir sem bjóða upp á besta verðið og vöruframboðið,“ segir Arngrímur og bendir á að slíkt hið sama sé að eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu.

„Þetta er auðvitað leiðinlegt og grautfúlt, en við getum ekki haldið þessu áfram,“ segir Arngrímur og bendir á að staðan sem upp er komin sé afleiðing samfélagsþróunar. Annars vegar sé mikil fólksfækkun í byggðum sem þessari, og hins vegar sé bætt aðgengi að verslun.

Áður ráku Samkaup verslun í bænum, en fyrir tveimur árum tók hópur heimafólks við rekstrinum eftir að erfiðlega gekk að manna vaktir í versluninni. Arngrímur segir að því miður hafi tilraunin ekki heppnast sem skyldi. „Það má segja að þetta sé misheppnuð tilraun ef menn vilja orða það þannig,“ segir hann.

ljósmynd/Facebook-síða Eyrinnar

„Ekki það sem við óskuðum okkur“

Bergvin Snær Andrésson, íbúi á Borgarfirði eystra, segir lokunina munu hafa mikil áhrif á samfélagið. „Maður hleypur ekki út í búð og kaupir mjólk núna,“ segir hann og bendir á að 70 kílómetrar séu yfir á Egilsstaði þar sem næsta búð er. Segir hann leiðina oft vera illfæra, en íbúar hafa kvartað mikið und­an mal­ar­veg­inum sem ligg­ur yfir Vatns­skarð og að firðinum. Auk þess segir Bergvin leiðina oft vera þungfæra á veturna, og stundum sé jafnvel ekki hægt að komast á milli.

„Þetta er ekki alveg það sem við óskuðum okkur. Vegurinn er mjög slæmur svo maður getur ekki keyrt á almennilegum hraða auk þess sem það fer illa með bílana að keyra þennan veg,“ segir hann.

„Fólk hefur verið að fara í Bónus á Egilsstöðum og versla, en við erum mörg þeirrar skoðunar að við viljum versla í heimabyggð til að halda í þetta. Því miður þá er það ekki hægt lengur,“ segir Bergvin. Sjálfur er hann sjómaður og hefur keypt kost fyrir sjóferðir í Eyrinni. „Maður kaupir kost yfirleitt daginn áður eða samdægurs og það er mjög vont að þurfa að vera að fara alla leið á Egilsstaði til að gera það.“

Segir hann verslunina hafa verið mikið þarfaþing fyrir fólk í bænum. „Faðir minn er til dæmis bóndi og hann fer nú ekki neitt nema í verslunina einu sinni í viku. Ef hann þyrfti að fara til Egilsstaða fyrir brauð og mjólk í hverri viku væri það nú ansi dýrt,“ segir hann.

Auk þess leggi mikið af ferðamönnum leið sína til Borgarfjarðar eystra á sumrin, og slæmt verði fyrir þá að komast ekki í búð. „Það er hryllilegt fyrir þá að koma hingað og það er ekkert opið,“ segir hann.

Ekkert eftir í bænum nema banki

Arngrímur segir versluninni verða lokað 1. september að öllu óbreyttu. „Forsendur geta auðvitað breyst en ég veit ekki hvað það yrði sem þyrfti að gerast svo við myndum ekki loka,“ segir hann. „En ég er viss um að sveitungar mínir finna einhverja lausn á þessu máli og hvernig menn haga innkaupum.“

Bendir Arngrímur á að fólk þurfi að hugsa á hvaða forsendum verslanir sem þessi séu reknar, og hvort um nauðsynlega þjónustu sé að ræða. Til að mynda séu áætlunarferðir til Egilsstaða alla virka daga á milli 8 og 12, og margir versli alltaf á Egilsstöðum.

Bergvin segist vona að sveitarfélagið muni leita leiða til að bregðast við stöðunni sem nú er komin upp. „Við erum ekki með heilbrigðisþjónustu og þurfum að sækja hana til Egilsstaða líka. Svo þurfti að skerða þjónustu Póstsins svo það er ekki einu sinni pósthús hér. Það er í raun ekkert eftir hér nema banki,“ segir hann.

ljósmynd/Facebook-síða Eyrinnar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fundu kannabisplöntur, landa og amfetamín

10:52 Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í gærmorgun kannabisræktun í íbúðarhúsnæði, en þar var að finna rúmlega 150 kannabisplöntur. Í húsnæðinu fannst einnig töluvert magn af landa sem verið var að brugga. Meira »

Fara fram á frávísun

10:44 Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður núverandi og fyrrverandi liðsmanna Sigur Rósar og endurskoðanda hljómsveitarinnar, lagði í dag fram frávísunarkröfu á grundvelli mannréttindasjónarmiða, við fyrirtöku máls er varðar meint skattsvik sveitarinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meira »

Losun frá flugi og iðnaði eykst áfram

10:18 Raunlosun íslenskra flugrekenda og losun frá íslenskum iðnaði hélt áfram að aukast í fyrra. Þetta kemur fram í frétt á vef Umhverfisstofnunar sem segir fjóra af fimm íslenskum flugrekendum hafa gert upp heimildir sínar. WOW air, skilaði losunarskýrslu en gerði ekki upp losun sína í tæka tíð. Meira »

Pabbinn í vímu með börnin í bílnum

09:42 Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum tók úr umferð í gær vegna gruns um fíkniefnaakstur var með tvo unga syni sína í bifreiðinni og var annar þeirra án öryggis- og verndarbúnaðar. Meira »

Joly lögmaður í máli gegn Landsbanka

09:18 Eva Joly, fyrrverandi ráðgjafi sérstaks saksóknara, er einn þeirra lögmanna sem aðstoða hóp franskra innlánseigenda sem höfðuðu mál gegn stjórnendum Landsbankans í Lúxemborg. Fólkið segir að starfsmenn bankans hafi elt eftirlaunaþega uppi og lofað þeim gulli og grænum skógum. Raunin reyndist önnur. Meira »

Telur þátttökubann ólíkleg viðurlög

08:42 „Okkur hefur ekki borist neitt frá EBU og sjáum til hvort svo verður,“ sagði Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri á Rás 2 í morgun. Sjálfur telur hann ólíklegt að Íslandi verði meinuð þáttaka á næsta ári og telur formlega athugasemd líklegri. Meira »

Lundar sestir upp í Hrísey

08:18 Settir hafa verið upp um 150 plastlundar á þremur stöðum á Hrísey í þeirri von að félagar þeirra, hinir lifandi, sem fljúga orðið í miklum mæli inn í Eyjafjörð til að afla sér fæðu, setjist þar að. Meira »

Nýi bakkinn fær heitið Sundabakki

07:57 Stjórn Faxaflóahafna samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu um að nýr hafnarbakki utan Klepps fái heitið Sundabakki, en eldri bakki með því nafni verði kallaður Vatnagarðabakki. Meira »

Arfberar greiða fyrir þróun manna

07:37 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var einn af þeim sem héldu erindi á opnu húsi Brakkasamtakanna í gær.  Meira »

Ungt fólk sem styður EES

07:23 Alls eru andlit 272 ungmenna á auglýsingu í Fréttablaðinu í dag undir yfirskriftinni: „Ekki spila með framtíðina okkar. Við styðjum áframhaldandi aðild Íslands að EES-samningnum. Við viljum frjálst, opið og alþjóðlegt samfélag og stöndum saman gegn einangrunarhyggju.“ Meira »

Próflausir og dópaðir í umferðinni

06:57 Þrír ökumenn voru stöðvaðir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær og gærkvöldi sem allir voru undir áhrifum fíkniefna. Enginn þeirra er með bílpróf þar sem tveir höfðu áður verið sviptir ökuréttindum og einn hafði aldrei hlotið ökuréttindi. Sá fjórði var síðan stöðvaður eftir miðnætti. Meira »

Engin von um 20 stig

06:45 Engin von er um að það mælist 20 stiga hiti einhvers staðar á landinu í þessari viku, segir veðurfræðingur Veðurstofu Íslands. Umskipti hafa orðið og verður kaldast á norðaustanverðu landinu. Þrátt fyrir norðaustanátt kemur lægðardrag í veg fyrir sól á suðurhluta landsins. Meira »

Þingið árétti afstöðu Íslands

05:30 „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta alveg skýrt og ég fékk það staðfest á fundum mínum með bæði Juncker og Tusk að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki að Evrópusambandinu,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra. Meira »

Með 169 nefndir og ráð

05:30 Fjórir af ellefu ráðherrum í ríkisstjórn Íslands hafa svarað fyrirspurn Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, um hve margar nefndir, ráð, starfshópar og faghópar störfuðu á vegum hvers ráðuneytis og hver kostnaður hafi verið af þeim á síðasta ári. Meira »

Borgin endurnýjar gönguleiðir

05:30 Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun gönguleiða í eldri hverfum á árinu 2019. Meira »

Nýbyggingin kynnt þingmönnum

05:30 „Við ákváðum að gera eitthvað sameiginlega og það mæltist mjög vel fyrir,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, um Alþingisdaginn sem haldinn var sl. föstudag. Meira »

Fyrsti Þristur kom í gær og 11 koma í dag

05:30 Fyrsti Þristurinn, af gerðinni DC-3/C-47, í leiðangrinum D-Day Scuadron, kom til Reykjavíkur í gær á leið sinni frá Bandaríkjunum til Frakklands til að taka þátt í athöfn í Normandí 6. júní nk. Meira »

Vill umræðu um álit Trausta

05:30 „Þarna er óvissu eytt um að það er ekki hægt að afla fjárheimilda eftir á með að borgarfulltrúar skrifi upp á ársreikning borgarinnar, því ef sú væri raunin, þá þyrfti ekki að útvega heimildir eða hafa eftirlit, heldur væri hægt að skrifa upp á allt eftir á“. Meira »

Styðja Ara sem þjóðleikhússtjóra

05:30 Þjóðleikhúsráði og mennta- og menningarmálaráðuneytinu barst í byrjun mánaðarins yfirlýsing frá deildarstjórum allra deilda Þjóðleikhússins þar sem lýst var yfir stuðningi við Ara Matthíasson þjóðleikhússtjóra. Meira »
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Dunlop Enasave Ec300
4 ný og ónotuð Dunlop Enasave Ec300 sumardekk til sölu. 215/50R17 Passa undir t...
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...