„Þetta er leiðinlegt og grautfúlt“

Eyrin á Borgarfirði eystri.
Eyrin á Borgarfirði eystri. ljósmynd/Facebook-síða Eyrinnar

„Þetta er auðvitað hundfúlt,“ segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, einn rekstraraðila verslunarinnar Eyrarinnar á Borgarfirði eystra, sem tekin hefur verið ákvörðun um að loka 1. september. Um er að ræða einu matvöruverslunina í bænum.

Rekstraraðilar segjast ekki geta rekið verslunina áfram í taprekstri, en heimamenn segja lokunina vera mikinn missi fyrir samfélagið þar sem 70 kílómetrar eru í næstu verslun. Um áttatíu manns búa í fastri búsetu á Borgarfirði eystra, en fleiri dvelja þar á sumrin.

Misheppnuð tilraun

Tilkynnt var um lokunina á Facebook-síðu Eyrarinnar á föstudag. Þar þökkuðu rekstraraðilar fyrir ánægjulega samfylgd en sögðu að ekki yrði lengra haldið í taprekstri af sinni hálfu. Í samtali við mbl.is segir Arngrímur að ekki sé hægt að standa í taprekstri ár eftir ár, og forsendur hafi breyst til hins verra.

„Það er mjög góð þjónusta á Egilsstöðum og hörð samkeppni í verslunarrekstri þar sem Borgarfjörður er ekki undanskilinn. Það er eðlilegt að fólk leiti í þær verslanir sem bjóða upp á besta verðið og vöruframboðið,“ segir Arngrímur og bendir á að slíkt hið sama sé að eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu.

„Þetta er auðvitað leiðinlegt og grautfúlt, en við getum ekki haldið þessu áfram,“ segir Arngrímur og bendir á að staðan sem upp er komin sé afleiðing samfélagsþróunar. Annars vegar sé mikil fólksfækkun í byggðum sem þessari, og hins vegar sé bætt aðgengi að verslun.

Áður ráku Samkaup verslun í bænum, en fyrir tveimur árum tók hópur heimafólks við rekstrinum eftir að erfiðlega gekk að manna vaktir í versluninni. Arngrímur segir að því miður hafi tilraunin ekki heppnast sem skyldi. „Það má segja að þetta sé misheppnuð tilraun ef menn vilja orða það þannig,“ segir hann.

ljósmynd/Facebook-síða Eyrinnar

„Ekki það sem við óskuðum okkur“

Bergvin Snær Andrésson, íbúi á Borgarfirði eystra, segir lokunina munu hafa mikil áhrif á samfélagið. „Maður hleypur ekki út í búð og kaupir mjólk núna,“ segir hann og bendir á að 70 kílómetrar séu yfir á Egilsstaði þar sem næsta búð er. Segir hann leiðina oft vera illfæra, en íbúar hafa kvartað mikið und­an mal­ar­veg­inum sem ligg­ur yfir Vatns­skarð og að firðinum. Auk þess segir Bergvin leiðina oft vera þungfæra á veturna, og stundum sé jafnvel ekki hægt að komast á milli.

„Þetta er ekki alveg það sem við óskuðum okkur. Vegurinn er mjög slæmur svo maður getur ekki keyrt á almennilegum hraða auk þess sem það fer illa með bílana að keyra þennan veg,“ segir hann.

„Fólk hefur verið að fara í Bónus á Egilsstöðum og versla, en við erum mörg þeirrar skoðunar að við viljum versla í heimabyggð til að halda í þetta. Því miður þá er það ekki hægt lengur,“ segir Bergvin. Sjálfur er hann sjómaður og hefur keypt kost fyrir sjóferðir í Eyrinni. „Maður kaupir kost yfirleitt daginn áður eða samdægurs og það er mjög vont að þurfa að vera að fara alla leið á Egilsstaði til að gera það.“

Segir hann verslunina hafa verið mikið þarfaþing fyrir fólk í bænum. „Faðir minn er til dæmis bóndi og hann fer nú ekki neitt nema í verslunina einu sinni í viku. Ef hann þyrfti að fara til Egilsstaða fyrir brauð og mjólk í hverri viku væri það nú ansi dýrt,“ segir hann.

Auk þess leggi mikið af ferðamönnum leið sína til Borgarfjarðar eystra á sumrin, og slæmt verði fyrir þá að komast ekki í búð. „Það er hryllilegt fyrir þá að koma hingað og það er ekkert opið,“ segir hann.

Ekkert eftir í bænum nema banki

Arngrímur segir versluninni verða lokað 1. september að öllu óbreyttu. „Forsendur geta auðvitað breyst en ég veit ekki hvað það yrði sem þyrfti að gerast svo við myndum ekki loka,“ segir hann. „En ég er viss um að sveitungar mínir finna einhverja lausn á þessu máli og hvernig menn haga innkaupum.“

Bendir Arngrímur á að fólk þurfi að hugsa á hvaða forsendum verslanir sem þessi séu reknar, og hvort um nauðsynlega þjónustu sé að ræða. Til að mynda séu áætlunarferðir til Egilsstaða alla virka daga á milli 8 og 12, og margir versli alltaf á Egilsstöðum.

Bergvin segist vona að sveitarfélagið muni leita leiða til að bregðast við stöðunni sem nú er komin upp. „Við erum ekki með heilbrigðisþjónustu og þurfum að sækja hana til Egilsstaða líka. Svo þurfti að skerða þjónustu Póstsins svo það er ekki einu sinni pósthús hér. Það er í raun ekkert eftir hér nema banki,“ segir hann.

ljósmynd/Facebook-síða Eyrinnar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Konur meirihluti aðstoðarmanna

10:01 Konur eru í meirihluta þeirra aðstoðarmanna sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa ráðið. Samtals eru aðstoðarmennirnir nítján þegar þetta er skrifað, þar af tíu konur og níu karlar. Til samanburðar voru sjö konur og níu karlar aðstoðarmenn ráðherra í síðustu ríkisstjórn. Meira »

Þæfingur í Kjósarskarði

08:38 Á Suður- og Suðvesturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum en þæfingsfærð í Grafningi og Kjósarskarðsvegi. Hálkublettir og hvassviðri er undir Eyjafjöllum. Meira »

Fundað um metoo í beinni

08:30 Sameiginlegur morgunverðarfundur stjórnmálaflokka á Ísland vegna #metoo-byltingarinnar fer fram á Grand hóteli. Fundurinn hefst klukkan 8.30 og er hægt að fylgjast með streymi af fundinum hér. Meira »

Vilja fá greiddan uppsagnarfrest

08:18 „Við höfum verið að senda honum innheimtubréf sem hann hefur ekki svarað,“ segir Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður VR, sem fer með mál fyrrverandi starfsmanna verslunarinnar Kosts gegn Jóni Geraldi Sullenberger, eiganda Kosts. Meira »

92 framvísuðu fölsuðum skilríkjum

08:14 Metfjöldi skilríkjamála kom til kasta flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum á síðasta ári. Þá komu upp samtals 92 mál þar sem framvísað var fölsuðum skilríkjum eða skilríkjum annarra. Meira »

Leita samstarfs um nýtingu úrgangs

07:57 Landbúnaðarháskóli Íslands (LBHÍ) leitar að sveitarfélagi á landsbyggðinni sem vill taka þátt í tilraunaverkefni um nýtingu lífræns úrgangs til orku- og næringarefnavinnslu. Hugmyndin er að vinna metangas og áburð. Meira »

Austanhvassviðri og úrkoma

06:48 Spáð er austan hvassviðri eða stormi með úrkomu á suðurhelmingi landsins í dag og eins hvessir með ofankomu á Norðurlandi í kvöld. Meira »

Sósíalistaflokkurinn íhugar framboð

07:37 Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokks Íslands, segir að ákvörðun um hvort Sósíalistaflokkurinn bjóði sig fram í komandi sveitarstjórnarkosningum muni liggja fyrir á næstu vikum. Meira »

Slys á Reykjanesbraut

06:40 Ökumaður bifreiðar var fluttur talsvert slasaður á Landspítalann um hálftólfleytið í gærkvöldi eftir að hafa ekið á ljósastaur á Reykjanesbraut á móts við Rauðhellu. Meira »

Nafn Rúriks misnotað

05:36 Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í knattspyrnu, sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem fram kemur að stofnaðir hafi verið falskir samfélagsmiðlareikningar í hans nafni. Um er að ræða reikninga á Snapchat og Tinder. Meira »

Þingið kemur saman

05:30 Alþingi kemur saman í dag í fyrsta skipti á nýju ári. Stjórnmálaflokkarnir sammæltust um helgina um að hefja þingstörf á almennum leiðtogaumræðum um stöðu stjórnmálanna. Meira »

Vilja reisa verksmiðju

05:30 Áform eru uppi um að reisa steinullarveksmiðju vestan við Eyrarbakka, sem gæti skapað allt að 50 ný tæknistörf. Sveitarfélagið Árborg hefur veitt vilyrði fyrir lóð undir verksmiðjuna. Meira »

Óvenjumörg banaslys í upphafi árs

05:30 Það sem af er ári hafa þrír látist í banaslysum í umferðinni, en það eru jafnmargir og samanlagður fjöldi banaslysa í janúar síðustu fimm ár. Í öllum tilvikum á þessu ári hafa ökumennirnir verið ungir karlmenn. Meira »

Úrslit í formannskjöri í dag

05:30 Úrslit í formannskjöri Félags grunnskólakennara verða kunngerð í dag klukkan 14, en rafræn kosning hefur staðið yfir á vef félagsins síðan 18 janúar sl. Meira »

 Notendagjöld besti kosturinn

05:30 Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri telur ýmsar leiðir færar ef ferðamenn eiga að leggja meira til samneyslunnar á Íslandi. „Ef svo er, þá eru ýmsar leiðir færar, svo sem hækkun á virðisaukaskatti, komugjöld eða þjónustu- og notendagjöld ýmiskonar. Sjálfur tel ég það síðastnefnda besta kostinn í stöðunni.“ Meira »

Dregur til tíðinda hjá flugfreyjum

05:30 Flugfreyjufélag Íslands mun boða stjórn og trúnaðarráð félagsins til fundar í vikunni.   Meira »

Landsfundur haldinn í mars

05:30 Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að landsfundur flokksins verði helgina 16.-18. mars nk. í Laugardalshöll.  Meira »

Verði búin blindflugsbúnaði í október

05:30 Vonir standa til að svokallaður blindflugsbúnaður (ILS) verði til taks á Akureyrarflugvelli í byrjun október, en búnaðurinn er liður í því að skipa flugvellinum stærri sess í millilandaflugi á Íslandi. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Bækur til sölu
Um Urnot, bókin hennar Bjarkar, Færeyingasaga 1832, Njála 1772, Það blæðir úr mo...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6 - (HOLIDAY/FRÍ: 18/7-21/8) 3...
Ford Escape til sölu
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn 193.000km. Ekkert ryð, ve...
 
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...