Síðsumarshressing eftir heyskapinn

Feðginin eru samrýnd. Hér bregða þau á leik eftir hlaup.
Feðginin eru samrýnd. Hér bregða þau á leik eftir hlaup.

Feðginin Eyþór Árnason og Sólveig Vaka Eyþórsdóttir leggja upp í tónleikaferð í dag. Ferðalagið nefnist Síðsumarsferð með fiðlu og ljóð og munu þau ferðast landshorna á milli. Sólveig Vaka leikur á fiðlu og Eyþór les inn á milli eigin ljóð.

Þetta er í fyrsta skipti sem þau feðgin fara saman í tónleikaferðalag og segist Eyþór vera farinn að hlakka mikið til.

„Sólveig Vaka dóttir mín sér alfarið um tónlistina, ég er bara baktjaldamaður í tónlist,“ segir ljóðskáldið Eyþór Árnason. Hann leggur, ásamt dóttur sinni Sólveigu Vöku, upp í hringferð um landið sem hefst í dag og ber heitið Síðsumarsferð með fiðlu og ljóð. Þar munu þau feðgin leiða saman hesta sína á nokkrum stöðum víðs vegar á næstu dögum. Sólveig Vaka leikur fyrir gesti verk eftir Johann Sebastian Bach, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og Friðrik Margrétar-Guðmundsson, en sá síðastnefndi samdi verkið fyrir Vöku.

Eyþór og Vaka saman á góðri stund í sumarfríi á ...
Eyþór og Vaka saman á góðri stund í sumarfríi á Ítalíu þegar Vaka var fimm ára. Þau hafa margt brallað saman í gegnum tíðina.


Eyþór les nokkur af ljóðum sínum en hann hefur gefið út fjórar ljóðabækur. Sú fyrsta, Hundgá úr annarri sveit, kom út árið 2009 og hlaut Eyþór Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir þá bók. Sú næsta kom út 2011 og nefndist Svo ég komi aftur að ágústmyrkrinu. Sú þriðja, Norður, kom út 2015 og fjórða og síðasta, Ég sef ekki í draumheldum náttfötum, kom út árið 2016 og var nýverið tilnefnd til Maístjörnunnar sem besta ljóðabók ársins.

Gott að prófa ný ljóð á saklausum áheyrendum

En hvernig skyldi þeim feðginum hafa dottið í hug að halda tónleika saman?

„Hugmyndin kom frá Sólveigu Vöku, henni datt þetta í hug. Ég samþykkti bara þegar hún bar þá hugmynd undir mig að við skelltum okkur í hringferð um landið,“ svarar Eyþór. Hann segist ekki hafa hugsað mikið út í umfang hugmyndarinnar þegar hana bar fyrst á góma.

Sólveig Vaka mundar hér fiðluna en hún leggur stund á ...
Sólveig Vaka mundar hér fiðluna en hún leggur stund á tónlistarnám í Þýskalandi. Ljósmynd/Antje Taiga Jandrig


„Ég sagði bara já og var ekkert að stressa mig á þessu. En svo þegar þetta fór að nálgast fór ég aðeins að leiða hugann að því. Þá tók alvaran við, sjáðu til.“

Að sögn Eyþórs er Sólveig Vaka í bachelor-námi í tónlistarháskólanum í Leipzig í Þýskalandi og gengur vel. Skólinn sem um ræðir heitir Hochschule für Musik und Theater – Felix Mendelssohn-Bartholdy og er elsti tónlistarskólinn í Þýskalandi, stofnaður 1843.

Eyþór segist spenntur fyrir komandi tónleikum og lofar góðri skemmtun.

„Ferðalagið okkar hefst í dag. Sólveig Vaka kom til landsins frá Þýskalandi núna á laugardaginn svo við náðum að æfa okkur svolítið í gær. Þetta verður virkilega fróðlegt og skemmtilegt.“

Eyþór Árnason
Eyþór Árnason Ljósmyndir/Hrefna Björg Gylfadóttir


Eins og áður hefur komið fram hefur Eyþór gefið út fjórar ljóðabækur og mun hann lesa upp úr þeim öllum. Spurður um frekara fyrirkomulag á tónleikunum segir Eyþór þetta vera mikla samvinnu þeirra feðgina.

„Hún spilar og ég les á milli, við höfum þetta svolítið á víxl. Þetta eru semsagt ljóð eftir mig sem ég mun lesa, ég mun grauta eitthvað í flestum bókunum sem ég hef gefið út. Þetta verður svolítið hingað og þangað, planið er að byrja á fyrstu bókinni og enda á þeirri síðustu, og svo verða einhverjir útúrdúrar inn á milli svo Vaka fái ekki leið á því að heyra alltaf sömu ljóðin á öllum stöðunum,“ segir Eyþór og hlær.

Spurður hvort áheyrendur megi eiga von á einhverju nýju stendur ekki á svarinu.

Sólveig Vaka Eyþórsdóttir
Sólveig Vaka Eyþórsdóttir


„Kannski verð ég með eitthvað nýtt inn á milli sem hefur ekki heyrst áður, það er aldrei að vita. Það er gott að prófa það á saklausum áheyrendum og sjá hvernig það virkar. Þetta er fínn vettvangur í það.“

Spurður hvar fólk geti nálgast miða á tónleikana segir Eyþór að slíkt þurfi ekki.

„Þetta er algjörlega ókeypis og verður vonandi nóg pláss fyrir alla. Við höfum nú svosem ekki miklar áhyggjur af plássleysi en það eru að sjálfsögðu allir velkomnir.“

Síðsumarshressing áður en göngur byrja

Eyþór ólst upp í hinu mikla sveitahéraði Skagafirði og þrátt fyrir að hafa verið búsettur í höfuðborginni um árabil er alltaf stutt í sveitamanninn í honum.

„Þetta er afar hentugur tími til að leggjast í svona tónleikaferðalag. Það má kannski líta á þetta sem síðsumarshressingu þegar menn klára að heyja og svona áður en göngur byrja. Þetta er fínn tími akkúrat þar á milli,“ segir Eyþór að lokum.

Dagskrá tónleikanna

» 28. ág. Strandarkirkja í Selvogi kl. 20.00

» 29. ág. Þingvallakirkja kl. 20.00

» 30. ág. Hafnarkirkja, Höfn í Hornafirði kl. 20.00

» 31. ág. Eskifjarðarkirkja kl. 20.00

» 1. sept. Einarsstaðakirkja, Reykjadal, S-Þing. kl. 20.00

» 2. sept. Lögmannshlíðarkirkja, Akureyri kl. 20.00

» 3. sept. Miklabæjarkirkja, Skagafirði kl. 16.00

» 4. sept. Hóladómkirkja í Hjaltadal kl. 20.00

» 5. sept. Þingeyrakirkja, Húnaþingi kl. 20.00

» 6. sept. Vatnasafnið, Stykkishólmi kl. 20.00

» 8. sept. Kirkja Óháða safnarins í Reykjavík kl. 20.00

Bloggað um fréttina

Innlent »

76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

19:18 76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. Meira »

Limlestar til að forðast útskúfun

19:15 Foreldar stúlkubarna víða í Afríku og Asíu líða oft vítiskvalir yfir því að þurfa að láta dætur sínar gangast undir limlestingar á kynfærum. Aðgerð sem er ekki bara sársaukafull og brot á mannréttindum, heldur getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel leitt til dauða. Meira »

Fimm efstu í forvali VG í Reykjavík

19:08 Rafrænt forval fór fram í dag hjá Vinstri grænum í Reykjavík og lauk því klukkan 17. Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí. Líf Magnudóttir skipar efsta sætið, Elín Oddný Sigurðardóttir annað og Þorsteinn V. Einarsson það þriðja. Meira »

Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn

18:59 Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Meira »

Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi

18:58 Bandaríski fréttamaðurinn Anderson Cooper er staddur á Íslandi ásamt fylgdarliði frá sjónvarpsstöðinni CBS. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Cooper, sem er fréttamaður CNN og 60 Minutes, hafi tekið viðtal á viðtal á Diamond Suites-hótelinu. Meira »

Ferjuðu kindurnar á gúmmíbát

17:38 Nóttin var stormasöm hjá Bergljótu Rist, eigandi hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborg á Hólmsheiði í útjaðri borgarinnar. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt björg­un­ar­sveit bjargaði tug­um dýra í hestaleigunnar í nótt eftir að flætt hafði inn í hest­hús og fjár­hús. Meira »

Tók u-beygju í lífinu

17:15 „Við erum miklir vinir og erum í reglulegu sambandi,“ segir Magnús G. Sigurðsson þroskaþjálfi um félaga sinn Kristján sem hann kynntist fyrir 13 árum þegar hann hóf störf í íbúðakjarnanum Skipholti. Hann tók u-beygju í lífinu eftir að hann kynntist starfi með fötluðum, hætti sem rafvirki og fór í þroskaþjálfanám. Meira »

Betra útlit til ferðalaga

17:21 Nokkur straumhvörf eru að verða með veðrinu í dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Upp frá þessu mun veðrið róast og í stað vetrarlægða í runum tekur við letilegt háþrýstisvæði. Engu að síður má til morguns búast við éljum á fjallvegum og eins frystir í bjartviðri ansi víða í nótt. Meira »

Hræðist pólitíska tengingu Eflingar

16:02 Ingvar Halldórsson, oddviti A-listans í kosningu til stjórnar Eflingar, segir mjög óeðlilegt hvernig formenn annarra stéttarfélaga og stjórnmálaöfl hafi beitt sér í kosningabaráttunni. Hann vill Eflingu áfram innan ASÍ og segist hafa áhyggjur ef félagið verði beintengt pólitík. Meira »

Rökkvi þefaði upp 100 gr. af kannabis

15:54 Síðdegis í gær var maður handtekinn þegar hann var að koma með Herjólfi til Vestmannaeyja en í fórum hans fundust um 100 gr. af kannabis. Þetta er annað málið á einni viku þar sem nokkuð magn fíkniefna finnst á farþega sem er að koma til Eyja. Meira »

Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavík kynntur

15:19 Stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur kynnti í dag 11 efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Vigdís Hauksdóttir skipar efsta sætið, Vilborg Hansen annað og Baldur Borgþórsson það þriðja. Meira »

Þrír fluttir á slysadeild eftir bílslys

15:15 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að bíll ók á ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi skammt frá Hamraborg í Kópavogi rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Tveir bílar úr gagnstæðri átt rákust saman með þeim afleiðingum að annar endaði á ljósastaurnum. Ekki er vitað um líðan þremenninganna. Meira »

Listi Samfylkingar og óháðra klár

14:35 Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur með lófataki á félagsfundi í dag. Meira »

Íslendingar uppræti úrelt viðhorf

14:11 Rektor Háskóla Íslands sagði við brautskráningu 437 kandídata í dag að Íslendingar þyrftu að uppræta úrelt viðhorf, mannskemmandi venjur og þá valdníðslu sem afhjúpuð hefði verið á undanförnum mánuðum í samskiptum kynjanna. Meira »

Rigndi fyrir hálfan mánuð í gær

12:48 Mest úrkoma á landinu í nótt var í Reykjavík. Á sólarhring, frá klukkan 9 í gærmorgun til 9 í morgun, mældist 33,3 millimetra úrkoma í borginni. Er það nær helmingur meðalúrkomu í febrúarmánuði, en hún er um 72 millimetrar í Reykjavík. Meira »

Snappari í aðalhlutverki

14:22 Einn vinsælasti snappari landsins, Hjálmar Örn Jóhannsson, er kominn á hvíta tjaldið. Grínmyndin Fullir vasar var frumsýnd á föstudag, og leikur Hjálmar aðalhlutverkið. Hann trúir að fólk geti látið drauma sína rætast ef það hefur jákvæðni að leiðarljósi. Meira »

Neyðarlúgur opnar vegna úrkomu

13:11 Neyðarlúgur skólphreinsistöðva borgarinnar hafa sumar hverjar verið opnar með hléum síðasta sólarhringinn. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, er ástæðan mikil úrkoma síðasta sólarhringinn og tilheyrandi álag á fráveitukerfinu. Meira »

Áslaug Arna gefur ekki kost á sér

12:20 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem hefur verið starfandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gefur ekki kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi flokksins í mars. Meira »
SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Rómversk messubók
Rómversk messubók, aðeins 50 eintök gefin út og þar af flest eintök í vörslu kaþ...
 
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...