Þrjú heimilisofbeldismál í nótt

mbl.is/G.Rúnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að grípa inn í á þremur heimilum í nótt vegna heimilisofbeldis. Barnavernd var kölluð til í einu tilviki og félagsþjónustan í öllum tilvikum.

Fyrsta málið kom upp um þrjú leytið í nótt og var í Mosfellsbæ. Einn gistir fangageymslur vegna þess ofbeldismáls.

Tæplega fjögur í nótt var einn handtekinn í austurbænum grunaður um að hafa beitt ofbeldi á heimilinu og að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Málið er til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar.

Þriðja málið var tilkynnt tæplega fimm í nótt en það ofbeldismál kom upp á heimili í Kópavogi. Bæði félagsþjónustan og barnavernd fóru með lögreglu á það heimili og er málið í rannsókn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert