Feðginunum vísað úr landi á fimmtudag

Abrahim og Hanyie Maleki í afmælisveislu Hanyie á Klambratúni í …
Abrahim og Hanyie Maleki í afmælisveislu Hanyie á Klambratúni í ágúst. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Afgönsku  feðginunum Abrahim og Hanyie Maleki verður vísað úr landi næstkomandi fimmtudag, þann 14. september. Þetta staðfestir Guðmundur Karl Karlsson, vinur feðginanna, sem fór á fund með Abrahim í morgun þar seim þeir fengu tíðindin.

„Abrahim var beðinn um að hvetja Hanyie til þess að kveðja vini sína á miðvikudaginn og vera heima á miðvikudag og fimmtudag. Þau yrðu síðan sótt þangað og flutt í lögreglufylgd til Þýskalands.“

Guðmundi þykir undarlegt hve skömmu eftir ákvörðunina brottvísunin verður framkvæmd. „Ákvörðunin var tekin 4. september. Það er grunsamlega skammur tími og tímasetningin mjög furðuleg miðað við umræðuna og það sem er að gerast á þingi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina