Skoða bæði framtíð og fortíð

Verksmiðja United Silicon.
Verksmiðja United Silicon. mbl.is/RAX

Eftir að heimild til greiðslustöðvunar fyrir United Silicon var samþykkt af kröfuhöfum og síðar héraðsdómi hafa núverandi stjórnendur úr hópi kröfuhafa látið hefja skoðun á samningum sem gerðir hafa verið samhliða því að huga að framtíðarrekstri fyrirtækisins.

Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður fyrirtækisins á greiðslustöðvunartímanum segir í samtali við mbl.is að KPMG hafi verið ráðið til að fara yfir fjárhagslega þætti fyrirtækisins í framtíð og fortíð, LEX lögmannsstofa yfirfari samninga og norskt fyrirtæki hafi verið ráðið til að sjá um tæknilegar hliðar.

Spurður hvort skoðunin hafi leitt eitthvað í ljós segir Helgi að það sé alltaf ýmislegt sem komi í ljós þegar farið sé í heildarskoðun á rekstri fyrirtækja, en að hann geti ekkert tjáð sig um málið að svo stöddu.

mbl.is