Tafir á afgreiðslu mála hjá Persónuvernd

mbl.is/Eggert

Fyrirsjáanlegt er að miklar tafir verði í afgreiðslu flestra mála að því er fram kemur í tilkynningu frá Persónuvernd. Í tilkynningunni segir að mörg erindanna séu brýn og þarfnist skjótra svara en reynt verði sem fyrr að forgangsraða málum eftir mikilvægi þeirra. Þó sé það fyrirsjáanlegt að miklar tafir verði á afgreiðslu flestra mála.

Stöðug aukning hefur verið í fjölda innkominna mála hjá stofnuninni en það sem af er ári hafa 1.226 ný mál verið skráð hjá stofnuninni. Til samanburðar bárust Persónuvernd alls 1865 mál allt árið 2016 og 1754 mál árið 2015.  Í ársskýrslu Persónuverndar fyrir árið 2016 segir að málafjöldi Persónuverndar hafi vaxið ár frá ári og rúmlega þrefaldast frá upphafi.

Þrátt fyrir þetta eru starfsmenn Persónuverndar aðeins sjö og hefur ekki fjölgað síðan stofnunin var stofnuð fyrir 17 árum síðan. Í ársskýrslunni segir jafnframt að mikil fjölgin starfsmanna eigi sér ný stað hjá flestum evrópskum persónuverndarstofnunum svo að unnt sé að undirbúa breytingar og aukin verkefni samkvæmt nýrri löggjöf. 

Mörg málanna varða einnig beiðnir um kynningar eða ráðgjöf á nýrri evrópskri persónuverndarlöggjöf sem fjallað var um í ViðskiptaMogganum í síðustu viku: Per­sónu­vernd mun fær­ast ofar á gátlista fyr­ir­tækja

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert