„Skil ekki þessa leyndarhyggju“

Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri.
Bergur Þór Ingólfsson leikstjóri. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er gott að fá þessar upplýsingar. Okkur var sagt að þetta væru viðkvæmar upplýsingar. Ég skil ekki þessa leyndarhyggju,“ segir Bergur Þór Ingólfsson faðir einnar þeirra stúlkna sem Robert Downey, sem áður hét Ró­bert Árni Hreiðars­son, braut á og hlaut dóm fyrir árið 2008.

Gögn sem varða um­sókn Róberts um upp­reist æru voru birt í gær á vef dóms­málaráðuneyt­is­ins í kjöl­far niður­stöðu úr­sk­urðar­nefnd­ar upp­lýs­inga­mála. Í umsókninni lagði hann fram meðmæli frá þrem­ur vin­um til margra ára. 

„Að umsagnir æskuvina hans sé hluti af þessu ferli er stórundarlegt. Þessar lýsingar eru rosalegar líkt og um dýrling sé að ræða,“ segir Bergur Þór. Þeir sem skrifuðu meðmælin höfðu þekkt Róbert í marga áratugi og störfuðu sem kennari og fulltrúi sýslumanns í Reykjavík.

„Þetta eru líka menn sem gegna ábyrgðastöðu gagnvart börnum. Það er eins og þeir hafi ekki skoðað alvarleika málsins og skrifað upp á þetta í hugsunarleysi. Miðað við hvað brotaferilinn var langur og skipulagður og hann spilaði með börn,“ segir Bergur Þór. Þetta sýnir skýrt fram á hversu fáránlegt þetta ferli er og skýrt dæmi um að það er rangt, að sögn hans.  

Bergi Þór þykir ámælisvert að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hafi ekki viljað skoða málið og þessar upplýsingar og sagði að þær skiptu ekki máli. „Þau viðbrögð skerða traust mitt til hennar um hvernig talað hefur verið um málin fyrir okkur. Það eru þau sem eiga að komast að þessum brotalömum. Það eru brotalamir í þessu kerfi, það ríkir leyndarhyggja og rosaleg tregða. Við hefðum getað fengið að vita þetta fyrir þremur mánuðum síðan og enginn skaði af því hlotist. Fólk þarf að fá upplýsingar,“ segir Bergur Þór. 

Í lok ágúst sat Berg­ur Þór Ing­ólfs­son fund alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar þar sem rætt var um uppreist æru. Sig­ríður Á. And­er­sen dóms­málaráðherra segir að unnið sé að breyt­ingu á lög­um um uppreist æru. Stefn­t er á að leggja frum­varpið fram á haustþingi. 

„Frábær ræða hjá forsetanum“

Við þingsetningu í gær hvatti Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, þing­menn til að end­ur­skoða lög um upp­reist æru. Hann benti einnig á að skil­greina þurfi bet­ur í stjórn­ar­skrá völd og ábyrgð for­seta Íslands. Lögum samkvæmt þarf hann að skrifaði undir uppreist æru einstaklinga.  

„Mér fannst þetta frábær ræða hjá forsetanum. Ég tek hatt minn ofan fyrir honum að hafa hlustað og tekið mið af því sem við og fólkið í landinu hefur sagt um þetta mál,“ segir Bergur Þór. Hann bendir á að það sé „fáránlegt“ að forseti Íslands þurfi að veita uppreist æru án þess að hafa eitthvað um málið að segja og án þess að fá tækifæri til að kynna sér málið. 

Þau tvö bréf sem Róbert skrifaði þar sem hann sótti um uppreist æru voru bæði stíluð á forseta Íslands og innanríkisráðuneytið. „Hann fær ekki þessi bréf til yfirlestrar. Þetta er markleysa. Þetta er í stjórnarskránni og þessu þarf að breyta,“ segir Bergur Þór og bætir við: „Það þarf líka að breyta því að dæmdir barnaníðingar fái ekki að starfa sem lögmenn.“

Vongóður um breytingar

Bergur Þór er vongóður um að Alþingi eigi eftir að breyta þessu til batnaðar sérstaklega eftir gærdaginn þegar Alþingi var sett og upplýsingarnar bárust. Hann segir upplýsingarnar hafi varpað ljósi á málið og núna séu fleiri púsl komin inn í myndina. Hins vegar er málið sérstakt að því leyti að það tók langan tíma að afgreiða það. Af hverju fékk hann ekki neitun eins og aðrir? spyr Bergur Þór. Þrátt fyrir þessi gögn sem voru birt í gær vantar enn upplýsingar um hvers vegna málið lá svona lengi inni í ráðuneytinu og svo líka rökstuðninginn fyrir því að honum var veitt uppreist æra.  

„Ég vil fá einhver gögn um það því svo margt hefur verið sagt. Það er eins og fólk geti bara sagt: „Svona er þetta“. Einhverju er varpað fram og það reynist ekki rétt. Maður spyr sig hvort þetta sé svona í stjórnsýslunni því það eitthvað skrýtið við þetta og hún er ekki eins og hún á að vera,“ segir Bergur.

Hann tekur fram að fjölmiðlar hafi staðið sig vel í þessu máli og þrýst á að fá upplýsingar. 

Ég bað þingið um að taka við málinu og þrátt fyrir allt treysti ég því að það breyti lögum um uppreist æru, kom í veg fyrir að dæmdir níðingar geti starfað sem lögmenn og skoði stjórnarskrána,“ segir Bergur Þór og bætir við: „Ef þessi mótstaða við upplýsingu heldur áfram og leyndarhyggja ríkir þá erum við er hvergi hætt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hönnunarverkfræðingur gerðist jógakennari

19:19 Sæunn Rut Sævarsdóttir býr ásamt breskum kærasta sínum í litlum bæ rétt utan við Oxford í Bretlandi. Þar kennir hún jóga en hún á að baki jógakennaranám í Vinyasa Flow frá Yoga London. Að kenna jóga var þó ekki alltaf ætlunin en ýmislegt æxlaðist öðruvísi en til stóð í upphafi. Meira »

Segir þjónustu við vogunarsjóði í 1. sæti

19:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að þjónusta við vogunarsjóði sé sett í 1. sæti hjá íslenskum stjórnvöldum. Meira »

Þungar og óviðunandi vikur

18:49 „Síðustu vikur hafa verið þungar undir fæti hjá okkur og óviðunandi á stundum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í vikulegum forstjórapistli sínum. Meira »

Sjúkratryggingar segja ekki upp samningum

18:24 Sjúkratryggingar Íslands ætla ekki að segja upp rammasamningum við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara þar til velferðarráðuneytið hefur tekið afstöðu til tillagna um nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir. Þetta er gert að beiðni Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Meira »

Fann 400 kannabisplöntur í Kópavogi

18:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu stöðvað kannabisræktun á nokkrum stöðum í umdæminu, en í þeirri stærstu var lagt hald á nærri 400 kannabisplöntur. Meira »

Svandís tekur við málum af Guðmundi

18:13 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að bera það upp við forseta Íslands að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra taki við fjórum málum af Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfisráðherra. Meira »

Tekur yfir eignir United Silicon

17:29 Samkomulag hefur náðst á milli skiptastjóra þrotabús United Silicon og Arion banka um að bankinn fái að ganga að sínum veðum og taka yfir allar helstu eignir félagsins. Meira »

Gylfi áfram í peningastefnunefnd

17:57 Forsætisráðherra hefur endurskipað Dr. Gylfa Zoega, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fulltrúa í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands samkvæmt ákvæði í lögum nr. 36/2001, um Seðlabanka Íslands. Meira »

Sendibíll valt á Breiðholtsbraut

17:19 Sendibíll valt á Breiðholtsbraut fyrir skömmu. Ljósmyndari mbl.is var á ferðinni en ekki var lokað fyrir umferð vegna óhappsins. Bifreiðin liggur á hliðinni á umferðareyju. Meira »

Vindorkuver rísi ekki á verndarsvæðum

16:40 Ekki á að reisa vindorkuvirkjanir á verndarsvæðum eða öðrum sambærilegum svæðum, jafnvel þó að þau njóti ekki verndar samkvæmt lögum. Þetta er mat Landverndar sem telur raunar þörfina fyrir vindorkuvirkjanir ekki vera jafnaðkallandi á Íslandi og víða annars staðar. Meira »

Andlát: Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari

16:32 Ólöf Pálsdóttir myndhöggvari, heiðursfélagi í Konunglega breska myndhöggvarafélaginu, lést síðastliðinn miðvikudag, 21. febrúar, 97 ára að aldri. Meira »

Bálhvasst við Höfða

16:16 Það er farið að blása hressilega á höfuðborgarsvæðinu en enn ein lægðin í febrúar gengur yfir landið síðdegis og í kvöld. Vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa við Höfðatorg þegar ljósmyndara bar þar að garði nú fyrir stundu. Meira »

Hætta á skriðuföllum

15:58 Veðurstofan varar við því að aukin hætta er á skriðuföllum vestan frá Eyjafjöllum og austur á Austfirði vegna mikillar úrkomu. Vonskuveður gengur yfir allt landið í dag og kvöld en spár gera ráð fyrir roki og rigningu um nánast allt land. Meira »

Sunna Elvira komin til Sevilla

15:31 Sunna El­vira Þor­kels­dótt­ir, sem hef­ur legið lömuð á sjúkra­húsi í Malaga á Spáni und­an­far­inn mánuð í kjöl­far falls, er komin á bæklunarspítala í Sevilla. Hún var flutt þangað frá Malaga í morgun og gekk flutningurinn vel. Meira »

Vildi skipa 2. sæti listans

15:18 „Mér líst vel á nýju konurnar á framboðslistanum og hef reyndar heyrt að þær séu skoðanasystur mínar í mörgum málum. Vonandi munu þær fylgja skoðunum sínum eftir og kanna öll mál með opnum huga. Flokkurinn þarf ekki á því að halda að allir séu steyptir í sama mót.“ Meira »

Skiptu um sæti eftir fíkniefnaakstur

15:34 Landsréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms um að svipta karlmann á fertugsaldri ökurétti ævilangt og að hann skuli sæta fangelsi í 15 mánuði. Stöðvaði lögreglan manninn á Reykjavíkurvegi í apríl 2016, en þá höfðu lögreglumenn mætt bílnum og strax þekkt ökumanninn. Meira »

Ríkissjóður selur 13% hlut í Arion

15:28 Fjármálaráðherra hefur, að undangengnu samráði við ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins og ríkisstjórn, fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu á 13% hlut ríkissjóðs í Arion banka til Kaupskila ehf. (dótturfélags Kaupþings ehf.) fyrir 23,4 milljarða króna. Meira »

Orsakir slyssins enn óljósar

15:09 Rannsókn lögreglunnar á banaslysinu við höfnina á Árskógssandi í fyrra er á lokastigi. Rannsóknin hefur ekki leitt í ljós afgerandi niðurstöðu um orsakir slyssins. Svo virðist sem bifreiðinni hafi ekki verið hemlað áður en hún lenti út af bryggjunni og í sjóinn. Ekkert bendir til bilunar í bifreiðinni. Meira »
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
 
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...