„Ætlum að sækja fram og um leið búa í haginn“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína í kvöld.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína í kvöld. mbl.is/Eggert

„Í augum umheimsins er Ísland fyrirmyndarsamfélag þar sem efnahagsleg velferð er mikil, gæðunum jafnar skipt en annars staðar og jafnrétti og umbyrðarlyndi ríkir,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra undir lok stefnuræðu sinnar sem hann flutti á alþingi nú í kvöld.

Bjarni fór víða í ræðu sinni og vék máli sínu meðal annars að heilbrigðismálum, kjaramálum og málefnum aldraðra. Þá boðið Bjarni breytingar á menntakerfinu á komandi árum auk þess sem hann vakti máls á veikleikum á vinnumarkaði, efnahagsmálum og hugsanlegum sóknarfærum til framtíðar.

Flestir þættir leggist með Íslandi

„Engin leið er að koma í veg fyrir sveiflur í náttúrunni, óstöðugleika í alþjóðamálum, versnandi viðskiptakjör eða aðrar utanaðkomandi aðstæður.  Við getum einungis þakkað fyrir að eins og sakir standa leggjast flestir þættir með okkur,“ sagði Bjarni um leið og hann vakti máls á þeim árangri sem náðst hafi á undanförnum árum að eigin sögn.

Svigrúm í ríkisfjármálum síðustu ár hafa meðal annars verið nýtt til að greiða upp skuldir ríkissjóðs að því er fram kom í máli Bjarna auk þess sem útgjöld til velferðarmála hafi verið aukin.

„Skuldir ríkissjóðs hafa lækkað um 400 milljarða á síðustu þremur árum auk þess sem greitt hefur verið inn á lífeyrisskuldbindingar,“ sagði Bjarni og bætti við að á næstu árum verði útgjöld til verðferðamála aukin enn frekar. „Það verður hins vegar að hafa þolinmæði til að byggja innviðina upp í samræmi við efni og aðstæður hverju sinni,“ sagði Bjarni.

„Ágæt samstaða“ um kjarabaráttu aldraðra

Fagnaði Bjarni því sérstaklega að fyrsta skóflustungan að nýjum meðferðarkjarna nýs Landspítala verði tekin í vor en sagði hann þó ljóst að meira þurfi til. „Góð heilbrigðisþjónusta og jafnt aðgengi allra landsmanna er leiðarljós þessarar ríkisstjórnar,“ sagði Bjarni.

„Við þurfum að huga að uppbyggingu á þjónustu við aldraða sem hafa lagt mikið til þess góða árangurs sem íslenskt samfélag hefur náð á liðnum áratugum,“ sagði Bjarni og nefndi hann einkum uppbyggingu  hjúkrunarheimila í því samhengi.

Þá hafi á síðasta ári náðst „ágæt samstaða“ á þingi um kjarabætur aldraðra og um næstu áramót muni greiðslur ellilífeyrisþega frá Tryggingastofnun nema 300 þúsund krónum á mánuði. „En við vitum þó að enn er þó verk að vinna. Ríkisstjórnin hefur sett í forgang að lyfta skerðingarþakinu vegna atvinnutekna á kjörtímabilinu,“ sagði Bjarni.

Gamalgróið sundurlyndi á vinnumarkaði

„Þótt okkur Íslendingum hafi um margt gengið vel að stjórna málum okkar á undanförnum áratugum og árangur náðst á mikilvægum sviðum, er gamalgróið sundurlyndi á vinnumarkaði okkur fjötur um fót. Við stöndum þar nálægum þjóðum langt að baki,“ sagði Bjarni er hann vék máli sínu að vinnumarkaðsmálum og þeim áskorunum sem framundan eru í kjaraviðræðum.

„Á síðustu árum hafa launahækkanir náð nýjum hæðum en samspil ýmissa þátta hefur enn sem komið er komið í veg fyrir að sá árangur tapaðist á verðbólgubáli,“ sagði Bjarni.

„Vinnumarkaðslíkanið er í raun ónýtt“

Í nágrannalöndunum sé það grundvallaratriði í kjaraviðræðum að sammælast um hve mikið laun geti hækkað án þess að ógna efnahagslegum stöðugleika að sögn Bjarna. Önnur sé staðan aftur á móti hér á landi.

„Enginn vísir er að slíku samkomulagi hér á landi eftir að það er orðin sérstök íþrótt að tala niður SALEK samkomulagið og lýsa yfir andláti þess,“ sagði Bjarni.

„Vinnumarkaðslíkanið á Íslandi er í raun ónýtt. Þetta eru stór orð. En hver getur mótmælt þessu þegar hver höndin er uppi á móti annarri, jafnvel í upphafi samningalotu. Það er engin samvinna til staðar og skipulagið tilviljanakennt og breytilegt frá einum kjaraviðræðum til þeirra næstu,“ sagði Bjarni og bætti við að leit að sökudólgum væri ekki vænleg til árangurs.

Nær að líta til kaupmáttar en skattbyrði

Þá vakti Bjarni máls á nýlegri skýrslu um skattbyrði launafólks en niðurstað skýrslunnar var sú að skattbyrði hafi aukist, einkum hjá þeim tekjulægstu. „Þetta kann að vera rétt en breytir ekki því að annað sjónarhorn segir miklu meiri sögu.  Við mælum framfarir og lífskjarasókn mun betur með því að horfa á þróun ráðstöfunartekna en skattbyrði,“ sagði Bjarni.

„Klisjan um vaxandi ójöfnuð lifir góðu lífi í umræðunni. Staðreyndin er þó sú að engin þjóð mælist með meiri launajöfnuð en Ísland samkvæmt árlegri úttekt OECD á jöfnuði meðal þjóða,“ bætti hann við. Sú „klisja“ standist ekki skoðun að sögn Bjarna.

Framþróun og breytingar í menntamálum

„Sökum örrar þróunar á rannsóknum og tækni er nú stundum talað um fjórðu iðnbyltinguna,“ sagði Bjarni. Segir hann mikilvægt að Íslendingar fylgist grannt með þeirri þróun svo samfélagið geti aðlagast fyrirsjáanlegum breytinum, einkum á vinnumarkaði.

„Framþróun og breytingar í menntamálum verða miklar á komandi árum. Hér skiptir öllu að Alþingi og stjórnvöld varði leiðina, sýni raunverulegt þor við að endurskoða menntakerfið og skapa með því nauðsynleg tækifæri fyrir þessar komandi kynslóðir í nýjum veruleika,“ sagði Bjarni.

Þær breytingar sem væntanlegar séu muni ekki síður varða starfsfólk á vinnumarkaði en á komandi árum muni  starfsfólk á ýmsum sviðum þurfa að bæta við þekkingu sína í takt við breytta tíma. „Hér reynir mikið á stjórnvöld, á atvinnulífið, verkalýðshreyfinguna og menntakerfið. Þessi þróun er og verður mikil áskorun sem við verðum að rísa undir og leggja til tíma, kraft og fjármuni,“ sagði Bjarni.

Þá sló Bjarni botninn í ræðuna með því að minnast á 100 ára fullveldisafmæli Íslands á næsta ári. „Við ætlum að sækja fram og um leið búa í haginn fyrir framtíðina - grípa tækifærin sem hún ber í skauti sér, með viðlíka hætti og þeir sem í upphafi lögðu grunninn að fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar,“ sagði Bjarni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skoða að jafna fargjöld Herjólfs

16:55 „Þegar ekki er siglt í Landeyjahöfn er ekki nóg með það að siglingatíminn sexfaldist í vetrarbrælunum sem ríkja, heldur þrefaldast fargjaldið líka,“ sagði Páll Magnússon á Alþingi í dag. Samgönguráðherra tók jákvætt í fyrirspurn hans um efnið og sagði málið til skoðunar í ráðuneytinu. Meira »

Ekið á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut

16:20 Ekið var á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut á Akureyri um fjögurleytið í dag. Sjúkrabíll flutti vegfarandan til aðhlynningar og skoðunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Meira »

Arnaldur skipaður héraðsdómari

16:10 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur skipað Arnald Hjartarson, aðstoðarmann dómara við EFTA dómstólinn, í embætti héraðsdómara sem hafa mun fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur. Meira »

Tekinn á 151 km/klst

15:47 Lögreglan á Norðurlandi vestra kærði um helgina 101 ökumann fyrir of hraðan akstri. Sá sem ók hraðast var mældur á 151 km hraða á klukkustund í Blönduhlíð í Skagafirði, þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Alls hafa verið kærð það sem af er þessu ári 466 umferðalagabrot í umdæminu, þar af 392 mál vegna hraðaksturs. Meira »

Lögreglan vill fá Sunnu heim

15:44 „Réttarbeiðnin gengur út á það að við tökum yfir rannsókn þessa máls, vegna þess að það er ekki í samræmi við mannréttindasáttmála að sömu atvik séu rannsökuð á tveimur stöðum í einu,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn um rannsókn fíkniefnamáls sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Meira »

Taka ekki til kynjasjónarmiða

15:20 Í gildandi íþróttalögum frá 1998 er ekkert fjallað um kynjasjónarmið þó svo að legið hafi fyrir bæði þingsályktun frá 1992 og tillögur sérstakrar nefndar sem skipuð var 1996 til þess að auka hlut kvenna í íþróttum. Meira »

„Ekki merki um kvikuhreyfingar“

14:54 Jarðskjálftahrinan við Grímsey hefur staðið yfir frá því í lok janúar er staðsett sunnarlega í eldstöðvakerfinu Nafir og því hefur verið fylgst vel með kvikuhreyfingum í tengslum við jarðskjálftanna. Engin merki eru þó um slíkar hreyfingar að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur jarðeðlisfræðings. Meira »

Má heita Sólúlfur en ekki Theo

15:15 Nöfnin Zion, Theo og Zelda eru á meðal þeirra sem ekki er leyfilegt að gefa börnum. Sólúllfur, Maríon og Bárðdal sem millinafn eru hinsvegar í lagi. Mannanafnanefnd kvað upp 10 úrskurði í janúar. Meira »

Tengist frekar flekahreyfingum en kvikuhreyfingum

14:05 Upptök stóru jarðskjálftanna sem urðu við Grímsey í morgun voru á svonefndu Grímseyjarbelti, norðarlega í Skjálfandadjúpi, og á 10 km dýpi. Þar eru skjálftahrinur algengar. Hrinur af svipaðri stærð og þessi urðu til dæmis í maí og september 1969, um jólaleytið 1980, í september 1988 og í apríl 2013. Meira »

Ökumaður á hraðferð sviptur á staðnum

13:47 Lögreglan á Suðurlandi svipti um helgina erlendan ferðamann ökurétti á staðnum, en maðurinn mældist aka á 155 km hraða á þjóðvegi 1 við Hóla í Hornafirði þar sem hámarkshraði er 90 km. Meira »

Mikilvægt að tryggja svefnstaði

13:31 Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar, segir í samtali við mbl.is að íbúum í Grímsey verði síðar í dag sent dreifibréf um það hvernig fyrirbyggja megi eignatjón vegna jarðskjálfta og hvernig bregðast eigi við ef eignatjón verður. Meira »

Hjónum verði heimilt að eiga sitt hvort lögheimilið

12:38 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hyggst leggja fram frumvarp í mars um breytingar á lögum um lögheimili og aðsetur, en í því verður gert ráð fyrir að hjónum verði heimilt að eiga sitt hvort lögheimilið. Meira »

Ákærðir vegna skattaskulda

11:41 Tveir menn á fertugs- og fimmtugsaldri hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum, vegna starfsemi tveggja einkahlutafélaga sem voru undir þeirra stjórn, Austurstræti 7 ehf. og X 1050 ehf. Meira »

Ekki hægt að sanda húsagötur

10:35 Sökum mikils vatnsrennslis þýðir ekki að bera sand á göturnar enn sem komið er segir rekstrarstjóri vetrarþjónustu gatna í Reykjavík. Unnið er að því að bera á gangstéttir. Mjög hált er á gangstéttum og í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu og er fólk hvatt til þess að fara varlega. Meira »

„Búinn að sofa sáralítið í nótt“

09:53 „Við héldum í gær að þetta væri að minnka, en svo byrjaði það aftur um kvöldmatarleytið í gærkvöldið og er búið að vera í alla nótt,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, sem líkt og aðrir Grímseyingar varð vel var við jarðskjálfta upp á 5,2 í morgun. Meira »

Lýsa yfir óvissustigi vegna skjálfta

11:28 Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Jarðskjálftahrina austan við Grímsey heldur áfram en undir morgun mældist skjálfti upp á 5,2. Meira »

Gæti komið annar af svipaðri stærð

10:23 „Okkur þykir líklegast að skjálftavirknin muni deyja út og þetta hafi verið stærsti skjálftinn, en þó gæti komið annar af svipaðri stærð. Við getum ekki útilokað það,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

„Eins og maður sé frægur“

08:47 „Það er eins og maður sé frægur,“ segir Karel Gunnarsson um áhrifin er hann verður fyrir af notkun samfélagsmiðla á borð við Instagram og Snapchat. Ungt fólk í dag er fyrsta kynslóðin sem hefur alist upp með snjallsíma í höndunum en langtímaáhrif af notkun þeirra eru óþekkt og tilefni til rannsókna. Meira »
Stálvaskur - lítur vel út
Til sölu: Sterklegur stálvaskur. . verð 2000kr Upplýsingar í síma 564-1787 og ...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
 
Framhald suðurland
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...