„Allir voðalega þolinmóðir“

Framkvæmdir hófust við Kringlumýrarbraut á þriðjudaginn. Hér setja verkamenn upp …
Framkvæmdir hófust við Kringlumýrarbraut á þriðjudaginn. Hér setja verkamenn upp skilti sem kveður á um lokun akreina. mbl.is/Golli

Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að umferðin hafi gengið mjög vel þrátt fyrir tafir vegna yfirstandandi framkvæmda á Kringlumýrarbraut í Reykjavík.

„Þetta gengur betur en við þorðum að vona,” segir Ómar Smári og bætir við umferðin hafi jafnast út hingað og þangað.

„Það hafa myndast smá tafir en það gengur allt vel.”

Stofnlögn kalds vatns verður endurnýjuð og því verður Kringlumýrarbraut þveruð á meðan framkvæmdum stendur.

Ómar Smári kveðst ekki hafa orðið var við kvartanir almennings vegna umferðarinnar. „Það eru allir voðalega þolinmóðir og hafa sýnt langlundargeð.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert