Heyrði af þvingunaraðgerðum í fjölmiðlum

Hraunfossar í Borgarfirði.
Hraunfossar í Borgarfirði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Frétt mbl.is af því að Umhverfisstofnun ætlaði að beita þvingunaraðgerðum til þess að stöðva gjaldtöku á bílastæðinu við Hraunfossa var það fyrsta sem lögfræðingur H-foss, Eva B. Helgadóttir, heyrði af málinu.

„Umhverfisstofnun er greinilega að boða það í fjölmiðlum að þeir ætli að fara að taka einhverja stjórnsýsluákvörðun. Ég vona þá bara að hún verði í samræmi við meginreglur stjórnsýsluréttar. Þeir eiga þá að boða aðila á fund og gefa þeim kost á andmælum og fara eftir þeim reglum sem um stjórnsýsluákvarðanir gilda,“ segir Eva í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert