Markaðssetning leikkvenna í karlaveldinu Hollywood

Guðrún Elsa Bragadóttir og Björn Þór Vilhjálmsson.
Guðrún Elsa Bragadóttir og Björn Þór Vilhjálmsson. mbl.is/Árni Sæberg

Hún er veikust fyrir Hollywood-melódrömum frá fjórða áratugnum. Hann er meira fyrir forboðnar myndir og siðferðisfárið sem hneppti kvikmyndaverin í fjötra ritskoðunar um svipað leyti. Saman veltast þau um af hlátri yfir gömlum ærslagamanmyndum.

Guðrún Elsa Bragadóttir og Björn Þór Vilhjálmsson fjalla um birtingarmyndir kvenna í ólíkum gerðum Hollywood-kvikmynda; ritskoðuðum myndum, ærslagamanmyndum og melódrömum, á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ.

Um Guðrúnu Elsu Bragadóttur, bókmenntafræðing, má með sanni segja að hún sé dama sem gefin er fyrir drama. Kvikmyndir frá gullöld Hollywood eru henni afar hugleiknar og hún viðurkennir kinnroðalaust að hafa fellt margt tárið yfir melódrömunum úr draumasmiðjunni. Kvikmyndaáhugi hennar einskorðast þó ekki við vasaklútamyndir eða kvennamyndir eins og þær eru oft kallaðar. Hún veltist bókstaflega um af hlátri yfir klassískum ærslagamanmyndum úr sömu smiðju frá fjórða áratugnum. Kærastinn, Björn Þór Vilhjálmsson, bókmennta- og kvikmyndafræðingur og greinarformaður kvikmyndafræðideildar Háskóla Íslands, er alveg á sömu línu hvað þær síðarnefndu áhrærir. Áhugi hans beinist jafnframt að stjörnukerfi Hollywood og ritskoðun, sem áratugum saman var við lýði í kvikmyndaborginni og rekja mátti til hræringa í bandarískum stjórnmálum.

Guðrún Elsa og Björn Þór. Hún er veikust fyrir Hollywood-melódrömum ...
Guðrún Elsa og Björn Þór. Hún er veikust fyrir Hollywood-melódrömum frá fjórða áratugnum. Hann er meira fyrir forboðnar myndir og siðferðisfárið sem hneppti kvikmyndaverin í fjötra ritskoðunar um svipað leyti. mbl.is/Árni Sæberg


Bæði hafa sérstaklega mikinn áhuga á hlut kvenna í kvikmyndagerð á gullaldarskeiði Hollywood árin 1930 til 1950 og hafa í sameiningu búið til námskeið sem um það hverfist með áherslu á fjórða áratuginn, fyrsta áratug talmyndanna. Konur, kynferði og kynímyndir klassísku Hollywood er yfirskrift námskeiðsins, sem hefst hjá Endurmenntun Háskóla Íslands í lok mánaðarins.

Melódrömu meistarans

„Fyrst og fremst ætlum við að byggja námskeiðið á styrkleikum og sérþekkingu hvors okkar um sig. Við höfum ekki áður haldið saman námskeið og erum að vonum afkaplega spennt. Við Björn Þór kennum alla tímana saman og höfum skipulagt námskeiðið í náinni samvinnu,“ segir Guðrún Elsa og heldur áfram: „Samhliða námi í bókmenntafræði í HÍ sótti ég mörg námskeið í kvikmyndafræði og hefði raunar frekar viljað taka mastersprófið í kvikmyndafræði en bókmenntum, en það var ekki í boði í HÍ. BA-ritgerðin mín fjallar um melódrömu í bandarískum kvikmyndum og MA-ritgerðin um þýska kvikmyndaleikstjórann Fassbinder og melódrömu hans. Björn Þór er hins vegar menntaður kvikmyndafræðingur frá Madison-háskólanum í Wisconsin í Bandaríkjunum,“ upplýsir Guðrún Elsa.

Katharine Hepburn
Katharine Hepburn


Samhliða meistaranáminu, og nokkrum árum áður en þau Björn Þór fóru að draga sig saman, var hún aðstoðarkennari hans á námskeiðum um bandarískar kvikmyndir. En nú eru þau par og Björn Þór hefur síðastliðin ár farið nokkrar ferðirnar til Buffaló í norðurhluta New York, nú síðast í sumar, þar sem unnustan vann að doktorsritgerð um bandarískar samtímabókmenntir eftir konur við SUNY-háskólann þar í borg.

„Við vorum í allt sumar að undirbúa og skipuleggja námskeiðið. Meðal annars horfðum við á ótal kvikmyndir, grúskuðum í heimildum og lásum okkur til. Einnig ræddum við fyrirkomulag námskeiðsins fram og til baka, en markmiðið er að höfða til kvikmyndaunnenda og áhugafólks um birtingarmyndir kvenna innan stjörnukerfisins svokallaða í Hollywood og fjalla um andófið sem þar fór leynt og ljóst fram,“ segir Guðrún Elsa.

Stjörnukerfi og birtingarmyndir

Joan Crawford
Joan Crawford


Með stjörnukerfinu á hún við markvissa markaðssetningu kvikmyndaveranna á tilteknum leikkonum sem stjörnum. „Markaðssetningin var samtvinnuð kynferði þeirra með nær órjúfanlegum hætti. Við ætlum að grafast fyrir um stöðu leikkvennanna sem kyntákna og leiksoppa karla, og einnig mótstöðuafl þeirra, réttindabaráttu og útgönguleiðir til sjálfstæðis og listræns frama.“

Guðrún Elsa segir að farið verði ofan í saumana á ferli og frama frægra leikkvenna á borð við Bette Davis, Joan Crawford, Katharine Hepurn, Barbara Stanwyck, Marilyn Monroe og Marlene Dietrich, en allar höfðu þær áhrif, ólík og hver með sínum hætti. „Þótt Bette Davis og Joan Crawford hafi verið undantekningar, var starfsaldur leikkvenna í Hollywood yfirleitt ekki lengri en tíu til fimmtán ár, mun styttri en karlleikaranna. Þær Davis og Crawford voru ákaflega hæfileikaríkar, en líka harðir naglar sem létu hvorki kerfið né karlana valta yfir sig, heldur börðust áfram með kjafti og klóm.“

Andstæður þessara hörkutóla voru að mati Guðrúnar Elsu til að mynda Marilyn Monroe og Judy Garland. Báðar hlutu dapurleg örlög, misnotuðu vímuefni, urðu leiksoppar karla og fyrirfóru sér.

Bette Davis
Bette Davis


„Aðstæður leikkvenna voru ekki auðveldar í því karlaveldi sem framleiðsluumhverfi kvikmyndanna var – og er enn,“ segir hún og vísar í nýjasta Hollywood-skandalinn; kynferðislegt áreiti kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein í garð kvenna áratugum saman. Þótt athæfið rataði ekki fjölmiðla fyrr en nýverið, er haft eftir þeim sem til þekkja að það hafi verið verst geymda leyndarmál Hollywood.

Erkitýpurnar fjórar

Tálkvendið, kyntáknið, skassið og góða konan voru helstu birtingarmyndir kvenna í kvikmyndum gullaldarinnar. Guðrún Elsa er ekki frá því að erkitýpurnar fjórar séu í einhverjum mæli enn á kreiki, en þó kannski ekki alveg eins einsleitar og áður. „Tálkvendið og skassið fengu alla jafna makleg málagjöld, en kyntákninu og góðu konunni var umbunað, jafnvel með draumaprinsinum í myndinni. Auðvitað hafa undanfarna áratugi verið meiri frávik og konur ekki látnar gjalda fyrir kynferði sitt, hegðun og þrár á sama hátt,“ útskýrir hún og víkur talinu að „nýju konunni“ sem kom fram á sjónarsviðið í ærslagamanmyndunum á árunum 1937-1942.

Marilyn Monroe
Marilyn Monroe


„Á námskeiðinu skoðum við tvær klassískar, Bringing Up Baby og The Women, sem er sannkölluð kvennamynd, byggð á leikriti eftir konu, með handriti eftir tvær konur, kvenleikstjóra og eingöngu konum í hlutverkum – sem raunar tala bara um karla myndina út í gegn. Ærslagamanmyndir fjalla um frakkar og sjálfstæðar konur, sem líta á sig sem jafningja karlanna, og spegla að því leytinu tíðarandann á þessum árum í kjölfar mikilla umbrotatíma í kvenréttindum. Katharine Hepurn var aðalstjarna slíkra mynda ásamt Cary Grant og oft alveg óborganleg.“

Fjallað verður um ærslagamanmyndir á öðru af þremur kvöldum námskeiðsins og vasaklútamyndir á því síðasta.

Siðferðisfár og forboðnar myndir

Fyrsta kvöldið snýst hins vegar um alræmt frávik í bandarískri kvikmyndasögu. Gera má því skóna að þá verði Björn Þór hvað mest í essinu sínu. Siðferðisfár og forboðnar myndir eru enda býsna forvitnilegt fyrirbæri. Forboðnu myndirnar, Red Dust frá 1932 og Baby Face frá 1933, verða sýndar óklipptar eins og þær voru áður en yfirvöld „dauðhreinsuðu“ þær af öllu sem þeim þótti vafasamt. Guðrún Elsa útskýrir nánar:

Marlene Dietrich
Marlene Dietrich


„Hollywood lá undir mikilli gagnrýni í upphafi fjórða áratugarins, bæði af hálfu yfirvalda og kaþólsku kirkjunnar. Alls konar skandalar rötuðu í pressuna og siðgæðið þótti á stundum ekki upp á marga fiska. Oft er talað um alræmt frávik í bandarískri kvikmyndasögu, en árið 1934 samþykktu kvikmyndaverin að lúta reglum framleiðslusáttmálans, sem fólu í sér óbilgjarna ritskoðun næstu áratugina. Í fjögur ár þar á undan, eða frá komu hljóðmyndanna, hafði Hollywood aftur á móti haft lausan tauminn. Þá voru framleiddar fjölmargar myndir sem síðar voru bannaðar og eru allsendis ólíkar myndunum sem á eftir komu í frjálslegri og framsýnni framsetningu á konum og kynferðismálum.“

Konur eiga enn undir högg að sækja

Guðrún Elsa lætur þess til gamans getið að í þessum frjálslegu kvikmyndum sé konu sem sængar hjá fullt af körlum ekki endilega refsað eins og í mörgum myndum sem á eftir komu.

Þótt starfsumhverfi leikkvenna í Hollywood kunni að hafa breyst til hins betra, rennur henni til rifja að í fyrra voru konur aðeins í 32% hlutverka, af handritshöfundum voru 11% konur og kvenleikstjórar voru 4%. Á sama tíma eru konur 52% allra bíógesta í Bandaríkjunum. Guðrún Elsa vonast til að þátttakendur á námskeiðinu verði bæði ungir og aldnir, karlar og konur. „Gömlu Hollywood-myndirnar eru falinn fjársjóður,“ segir hún.

Stella Dallas í uppáhaldi

Stella Dallas
Stella Dallas


„Ég horfði á um þrjátíu bandarísk melódrömu, svokallaðar vasaklútamyndir, yfir jólin þegar ég var að skrifa BA-ritgerðina mína og grét meira og minna yfir hverri mynd, það bara brast einhver flóðgátt,“ segir Guðrún Elsa.

Melódrömu eru ein af lykilundirgreinum klassíska Hollywood. Á námskeiðinu verður skoðað hverng ávarp Hollywood breytist þegar konur eru ætlaðir áhorfendur tiltekinna kvikmynda og hvernig greinin skiptist í forvitnilegar og tregafullar undirgreinar eins og „móðurmelódrömu“ eða „dræsumelódrömu“. Sjónum verður beint að móðurinni í melódrömum fjórða áratugarins og þátttakendur fá að sjá tvær af eftirlætismyndum Guðrúnar Elsu, Blonde Venus frá 1932 og Stella Dallas frá 1937.

„Stella Dallas flokkast sem „móðurmelódrama“ en í henni segir frá almúgastúlku (Barbara Stanwyck) sem giftist upp fyrir sig. Hún kann sér ekki hóf, hleður á sig skartgripum, talar of hátt og skemmtir sér of mikið, jafnvel líka eftir að þeim hjónum fæðist dóttir. Myndin felur í sér boðskap, söguhetjan lærir á lífsins leið, því hún áttar sig á að hún er að skemma fyrir dóttur sinni með háttalagi sínu,“ segir Guðrún Elsa.

Námskeiðið Konur, kynferði og kynímyndir klassísku Hollywood verður haldið kl. 20.15 - 22.15, þriðjudagana 31. október, 7. og 14. nóvember. Nánari upplýsingar og skráning: www.endurmenntun.is.

Innlent »

Vildi fá ennþá hærra lán

13:25 Enginn vafi er í huga Jóhannesar Baldurssonar, eins ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, um að lán til hans sjálfs og þrettán annarra starfsmanna hefðu verið liður í nýrri starfskjarastefnu stjórnar. Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður, hafði verið gagnrýninn á kaupréttarsamninga. Meira »

Aftur snúið frá Akureyri til Keflavíkur

13:23 Boeing 737 vél Enter Air sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli núna um klukkan 13 í dag hefur verið snúið til Keflavíkur, en þetta er annað flugið af þremur hjá flugfélaginu á síðustu viku sem endar í Keflavík í stað Akureyrar. Meira »

Viðamiklar breytingar á umferðarlögum

12:44 Heildarendurskoðun umferðarlaga felur í sér viðamiklar og margar breytingar. Á meðal nýjunga í áformuðu lagafrumvarpi eru ákvæði um lækkun leyfislegs magns áfengis í blóði ökumanna, ákvæði um snjalltæki verði skýrt og endurbætt og að hámarkssektarfjárhæð verði hækkuð í 500 þúsund krónur. Meira »

Trúi ekki að neinn langi að rífa sundhöllina

12:42 „Ég geri varla annað en að samþykkja beiðnir um inngöngu,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra, sem stofnaði í gær Facebook-hópinn Björgum sundhöll Kelfavíkur og í dag eru félagarnir orðnir tæplega 900. Hún segist trúa því að innst inni langi engan að rífa húsið. Meira »

Nóg að gera hjá Guðna í Svíþjóð - myndir

12:03 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú höfðu í nógu að snúast í opinberri heimsókn sinni í Svíþjóð í gær. Eliza flutti ávarp á morgunfundi og heimsótti Barnahús og Guðni fyrirlestur við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla. Meira »

Vilja auka umferðaröryggi við Vík

11:44 „Við ætlum að berjast fyrir bættu um umferðaröryggi. Umferðin hefur fimmfaldast á síðustu árum á svæðinu og litlar sem engar úrbætur hafa verið gerðar,“ segir Bryndís Harðardóttir sem situr í stjórn samtakanna Vinir vegfarandans, um bætt umferðaröryggi í Mýrdalnum. Meira »

Blindaðist af sólinni og klessti á

10:59 Harður árekstur varð í vikunni í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum þegar bifreið var ekið aftan á aðra sem var að nálgast gatnamót á hægri ferð. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar hafði blindast af sólinni sem var lágt á lofti og því fór sem fór. Meira »

Starfsmenn „suðuðu“ um hlutabréf

11:05 „Ég var með allar mínar eignir undir í þessum hlutabréfum í bankanum, sem mér fannst vera mjög góð ráðstöfun á þessum tíma, enda hafði ég trú á því sem var að gerast í þessu fyrirtæki,“ sagði Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Glitnis, í vitnisburði sínum í héraðsdómi Meira »

Taktu vitsmunapróf Trumps

10:48 Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sýnir engin merki sem gefa tilefni til þess að efast um andlegt heilsufar hans og er almennt séð við frábæra heilsu að sögn læknis hans. Meira »

Þórir fréttastjóri miðla Vodafone

10:42 Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is. Þórir starfaði sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árunum 1986 til 1999 og svo á árunum 2005 til 2008. Meira »

Sækist eftir 3.-4. sæti á Seltjarnarnesi

10:17 Guðmundur Helgi Þorsteinsson sækist eftir 3. til 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi.   Meira »

Fyrirtækið ekki þurft að bera ábyrgð

10:09 Jökulsárlónsmálið er komið á enda í réttarkerfinu eftir tæplega tveggja og hálfs árs málsmeðferð en ábyrgð fyrirtækisins, sem á og rekur bátinn, virðist lítil sem engin. Þetta segir Michael Boyd sem missti eiginkonu sína í slysinu. Hann hefur enga afsökunarbeiðni fengið vegna slyssins. Meira »

Brýnt að greina stöðu barna

09:20 Umboðsmaður barna telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu barna í íslensku samfélagi. Þetta kom fram í samræðum umboðsmanns, Salvarar Nordal, og forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, í gær. Meira »

Varað við tjörublæðingum

07:04 Vegagerðin varar við tjörublæðingum á veginum milli Jökulsárlóns og Hafnar í Hornafirði.   Meira »

Aron Leví endurkjörinn formaður

05:43 Aron Leví Beck var endurkjörinn formaður Hallveigar, félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, í gærkvöldi.  Meira »

Ályktað um aðflug

09:12 Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum að taka undir bókun Ferðamálafélags Eyjafjarðar um að tryggja þurfi öruggt aðflug að Akureyrarflugvelli. Meira »

Bara leiðindaveður í kortunum

05:54 Í spákortum Veðurstofu Íslands fyrir næstu viku sést bara leiðindaveður og bætir veðurfræðingur við „og ekki orð um það meir,“ í hugleiðingum sínum á vef Veðurstofunnar í morgun. Veðrið er aftur á móti ágætt í dag og á morgun. Meira »

Aðstoðuðu fiskflutningabíl í vanda

05:40 Björgunarfélag Ísafjarðar var kallað út í gærkvöldi til þess að aðstoða við að tæma fulllestaðan flutningabíl sem hafði lent utan vegar. Um fiskflutningabíl var að ræða. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Ford Escape til sölu
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn 193.000km. Ekkert ryð, ve...
Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
BÍLAKERRUR BÍLKERRUR STURTUKERRUR
Vinsælu ANSSEMS og HULCO fjölnotakerrurnar, sjá fjölda mynda bæði á bland.is og ...
TIL LEIGU Í 101
Björt 110 m2 , 3-4 herbergja íbúð, í 101 til leigu. Mikil lofthæð ,gott útsýn...
 
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...