Þingmaður lýsir áreitni: „Gefðu frænda koss“

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. mbl.is/Golli

„Ég er ekki ein. Við höfum held ég flestar konur margar svona sögur að segja,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, í facebookfærslu. Í færslunni lýsir hún nokkrum atvikum þar sem hún hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni en fjölmargar konur um heim allan hafa stigið fram um helgina og sagt frá reynslu sinni.

Þórhildur Sunna segir að um áramót, þá fjórtán ára gömul, hafi gestir verið í heimsókn. Kunningi foreldra sinna hafi þrábeðið hana að setjast „í fangið á frænda“. Hún tekur fram að maðurinn sé ekki frændi hennar. Hún vildi ekki sitja hjá honum. „Hann sagði „gefðu frænda knús“ og faðmaði mig. Hann sagði „gefðu frænda koss“ og kyssti mig.“

Ósæmileg hegðun sundkennara

Hún greinir líka frá því að fimmtán ára gömul, í skólasundi, hafi sundkennarinn hennar gert lítið úr því að hún gæti ekki synt vegna krampa í fótleggnum. „Hann sagði að ég þyrfti hvort eð er ekki að synda, gæti bara flotið með þessi brjóst framan á mér.“ Hún segir að þetta hafi engin eftirmál haft þótt maðurinn hefði „margoft hagað sér ósæmilega“ við fleiri nemendur.

Þórhildur greinir frá áreitni sem hún varð fyrir í bekkjarferð í Danmörku, þar sem hún var meðal annars slegin fast á rassinn í regnblautum buxum. „Ég táraðist af sársauka,“ segir hún. Þrír drengir hafi áreitt nokkrar bekkjarsystur ítrekað. „Gripu í okkur, klipu okkur, slógu og þvinguðu á okkur kossa.“ Hún segir að þegar þær hafi greint kennurum sínum frá þessu hafi þeim verið meinað að fara á veitingasvæðið á hótelinu þar sem „við gætum „komið okkur aftur í vandræði““.

Hún segir að í ótal skipti hafi hún verið klipin í rassinn eða flengd fyrir tvítugt, nánast í hvert einasta skipti sem hún fór út að skemmta sér. Eftir tvítugt hafi hún ítrekað orðið fyrir kynferðislegu áreiti í Hollandi, þar sem hún lagði stund á nám.

Segir kærastanum hafa staðið á sama

Tuttugu og tveggja ára gömul hafi hún mætt í klæðlitlum búningi í búningapartí „og fannst kunningja mínum það gefa honum tilefni til þess að flengja mig fast og segja nokkur vel valin orð um að ég væri að biðja um þetta í þessum fötum. Ég lét mér nægja að kalla hann fífl, ég vildi ekki skemma partíið með einhverju veseni enda löngu orðin vön að það þýddi ekkert“, skrifar þingmaðurinn og tekur fram að kærasta sínum þáverandi hafi einnig staðið á sama. Ekki væri við öðru að búast í þeim fötum sem hún hefði valið sér.

Áreitt þegar leitað var að Birnu

Loks lýsir Þórhildur því að þegar leitin að Birnu Brjánsdóttur stóð sem hæst, fyrr á árinu, hafi hún upplifað vonda strauma frá manni niðri í miðbæ. „Mér leið illa nálægt honum og fannst hann gefa frá sér óþægilega strauma. Ég sagði honum að mér liði illa yfir hvarfi Birnu. Ég væri óörugg og bað hann að fara heim á undan mér. Það væri ekkert persónulegt en myndi láta mér líða betur.“

Hún segir að maðurinn hafi ekki gefið sig og beðið hana að „koma í sleik“. Hún hafi tekið leigubíl heim þótt hún byggi mjög nálægt til þess að maðurinn kæmist ekki að því hvar hún ætti heima. „Viðbrögðin voru blendin þegar ég sagði frá. Sumum fannst þetta lítið mál en öðrum fannst þetta ólíðandi.“

Þórhildur Sunna segir að atvikin sem hún hefur talið upp séu bara lítið brot af þeim óteljandi skiptum þar sem menn hafi freklega gengið á líkama hennar; „klipið í hann og slegið, gripið í brjóst, rass og jafnvel píku án míns samþykkis, án þess jafnvel að þekkja mig nokkurn skapaðan hlut. Þessi veruleiki og viðmótið sem blasti við mér þegar ég sagði frá varð valdur að reiði og vanlíðan lengi vel í lífi mínu,“ skrifar hún.

„Talið um samþykki og mörk“

Hún segist telja að flestar konur hafi svona sögur að segja og tekur fram að margar hafi miklu verri sögur að segja en hún. Karlmenn hafi líka sögur í þessum dúr að segja.

Hún beinir orðum sínum til karla og biður þá að hlusta vandlega þegar konur krefjast þess að kynferðisbrot séu tekin alvarlega. „Mig langar að biðja ykkur um að tala við vini ykkar, pabba ykkar og bræður, frændur ykkar og syni og alla aðra sem vilja tala við ykkur um samþykki. Um mörk. Um mannhelgi allra. Hugurinn og hugrekkið hefur borið okkur hálfa leið en herslumuninn vantar.

Takið frumkvæði. Hlustið. Talið um tilfinningar. Talið um samþykki og mörk. Hafnið áreiti og ofbeldi. Sannleikurinn gerir okkur frjáls. Líka gerendur. Leiðréttum það sem aflaga hefur farið í samskiptum okkar. Gerum þetta saman.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Dill heldur Michelin-stjörnunni

18:22 Kári Þorsteinsson, sem tók við sem yfirkokkur á Dill um síðustu áramót, hefur tekið við staðfestingu á að veitingastaðurinn heldur Michelin-stjörnu sinni. Meira »

Framboð Íslands samþykkt

17:52 Framboð Íslands um setu í framkvæmdastjórn UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, fyrir tímabilið 2021 til 2025 var samþykkt á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn föstudag. Meira »

Ætla að endurskipuleggja Airwaves

17:39 Nýir eigendur Iceland Airwaves hátíðarinnar segjast ætla að finna hjarta hátíðarinnar, fara aftur í ræturnar og aðgreina hana meira frá öðrum hátíðum með því að horfa á tónlistarmenn morgundagsins en færa sig frá því að fá stærri bönd. mbl.is ræddi við Ísleif Þórhallsson um framtíð hátíðarinnar. Meira »

Vilja aukið frelsi á leigubílamarkaði

17:38 Afnema þarf hámarksfjölda leigubílaleyfa á Íslandi og fækka kvöðum fyrir veitingu slíkra leyfa. Þetta sagði Hanna Katrín Friðriksson þingmaður í umræðum um frelsi á leigubílamarkaði á Alþingi fyrr í dag. Meira »

Fimm í úrslit í Kokki ársins

17:34 Undanúrslit í keppninni Kokkur ársins 2018 fóru fram á Kolabrautinni í Hörpu í dag. Átta keppendur tóku þátt og komast fimm þeirra áfram til keppni í úrslitum sem verða næstkomandi laugardag. Meira »

Íshestar ehf. greiði 15 milljónir

17:25 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fyrirtækið Íshesta ehf. til að greiða Hjalta Gunnarssyni tæpar 15 milljónir króna, auk dráttarvaxta, ásamt 850 þúsund krónum í málskostnað. Meira »

Skoða að jafna fargjöld Herjólfs

16:55 „Þegar ekki er siglt í Landeyjahöfn er ekki nóg með það að siglingatíminn sexfaldist í vetrarbrælunum sem ríkja, heldur þrefaldast fargjaldið líka,“ sagði Páll Magnússon á Alþingi í dag. Samgönguráðherra tók jákvætt í fyrirspurn hans um efnið og sagði málið til skoðunar í ráðuneytinu. Meira »

Töluvert um hálkuslys

17:15 Töluvert hefur verið um það að fólk hafi leitað á slysadeild Landspítala vegna hálkuslysa. Um 12 manns höfðu leitað á deildina þegar mbl.is náði tali af Bryndísi Guðjónsdóttur, deildarstjóra bráða- og göngudeildar, en fór fjölgandi. Meira »

Ekið á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut

16:20 Ekið var á gangandi vegfaranda á Hlíðarbraut á Akureyri um fjögurleytið í dag. Sjúkrabíll flutti vegfarandann til aðhlynningar og skoðunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Meira »

Arnaldur skipaður héraðsdómari

16:10 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra hefur skipað Arnald Hjartarson, aðstoðarmann dómara við EFTA dómstólinn, í embætti héraðsdómara sem hafa mun fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur. Meira »

Tekinn á 151 km/klst

15:47 Lögreglan á Norðurlandi vestra kærði um helgina 101 ökumann fyrir of hraðan akstri. Sá sem ók hraðast var mældur á 151 km hraða á klukkustund í Blönduhlíð í Skagafirði, þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Alls hafa verið kærð það sem af er þessu ári 466 umferðalagabrot í umdæminu, þar af 392 mál vegna hraðaksturs. Meira »

Lögreglan vill fá Sunnu heim

15:44 „Réttarbeiðnin gengur út á það að við tökum yfir rannsókn þessa máls, vegna þess að það er ekki í samræmi við mannréttindasáttmála að sömu atvik séu rannsökuð á tveimur stöðum í einu,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn um rannsókn fíkniefnamáls sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Meira »

Taka ekki til kynjasjónarmiða

15:20 Í gildandi íþróttalögum frá 1998 er ekkert fjallað um kynjasjónarmið þó svo að legið hafi fyrir bæði þingsályktun frá 1992 og tillögur sérstakrar nefndar sem skipuð var 1996 til þess að auka hlut kvenna í íþróttum. Meira »

„Ekki merki um kvikuhreyfingar“

14:54 Jarðskjálftahrinan við Grímsey hefur staðið yfir frá því í lok janúar er staðsett sunnarlega í eldstöðvakerfinu Nafir og því hefur verið fylgst vel með kvikuhreyfingum í tengslum við jarðskjálftanna. Engin merki eru þó um slíkar hreyfingar að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur jarðeðlisfræðings. Meira »

Ökumaður á hraðferð sviptur á staðnum

13:47 Lögreglan á Suðurlandi svipti um helgina erlendan ferðamann ökurétti á staðnum, en maðurinn mældist aka á 155 km hraða á þjóðvegi 1 við Hóla í Hornafirði þar sem hámarkshraði er 90 km. Meira »

Má heita Sólúlfur en ekki Theo

15:15 Nöfnin Zion, Theo og Zelda eru á meðal þeirra sem ekki er leyfilegt að gefa börnum. Sólúllfur, Maríon og Bárðdal sem millinafn eru hinsvegar í lagi. Mannanafnanefnd kvað upp 10 úrskurði í janúar. Meira »

Tengist frekar flekahreyfingum en kvikuhreyfingum

14:05 Upptök stóru jarðskjálftanna sem urðu við Grímsey í morgun voru á svonefndu Grímseyjarbelti, norðarlega í Skjálfandadjúpi, og á 10 km dýpi. Þar eru skjálftahrinur algengar. Hrinur af svipaðri stærð og þessi urðu til dæmis í maí og september 1969, um jólaleytið 1980, í september 1988 og í apríl 2013. Meira »

Mikilvægt að tryggja svefnstaði

13:31 Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar, segir í samtali við mbl.is að íbúum í Grímsey verði síðar í dag sent dreifibréf um það hvernig fyrirbyggja megi eignatjón vegna jarðskjálfta og hvernig bregðast eigi við ef eignatjón verður. Meira »
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Sumarhús til sölu...
Fallegt sumarhús í Biskupstungum til sölu. 55 fm á einni hæð, viðhaldslaus klæ...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
215/75X16
Til sölu 2st Contenental dekk notuð 215/75x16 undan Ford Transit húsbíl sterk ...
 
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Félagslíf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl 9, ...
Útboð rangárþing
Tilkynningar
ÚTBOÐ Uppbygging og rekstur ljósleiða...