Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

Starfsmenn Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli sýndu hluti sem teknir hafa verið ...
Starfsmenn Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelli sýndu hluti sem teknir hafa verið af ferðamönnum. Þeir vöktu athygli nemenda.

Þær voru margar og fjölbreyttar starfsgreinarnar sem kynntar voru nemendum í 8. og 10. bekk grunnskólanna á Suðurnesjum í liðinni viku, samtals 108. Kynningin er mikilvæg til að auka starfsvitund og skerpa framtíðarsýn ungs fólks.

Starfsgreinakynningar fyrir grunnskólanemendur á Suðurnesjum hafa verið haldnar reglulega frá árinu 2012 og orðið stærri og glæsilegri með hverju árinu. Síðustu ár hefur kynningin verið hluti af Sóknaráætlun Suðurnesja, haldin af Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum en skipulögð af Þekkingarsetri Suðurnesja. Að sögn Hönnu Maríu Kristjánsdóttur, forstöðumanns Þekkingarsetursins, er markmið starfsgreinakynningarinnar að efla starfsfræðslu grunnskólanemenda í 8. og 10. bekk. Mikilvægt sé að stuðla að sambærilegri fræðslu fyrir alla á svæðinu og því sé það gert með þessum hætti. „Kynningin er einnig mikilvægur þáttur í því að auka starfsvitund og skerpa framtíðarsýn ungs fólks. Henni er sérstaklega beint að eldri nemendum grunnskólanna ekki síst vegna þess að hlutfall þeirra 10. bekkinga sem halda áfram námi að loknum grunnskóla hefur verið lægra á Suðurnesjum en annars staðar á landinu á síðustu árum,“ segir Hanna María

Minnkar líkur á brottfalli

Daria Cegielska og Stefanía Ösp Ásgrímsdóttir, nemendur í Holtaskóla, kynntu ...
Daria Cegielska og Stefanía Ösp Ásgrímsdóttir, nemendur í Holtaskóla, kynntu sér störf flugmanns og flugfreyju.


Vel hefur tekist að skipuleggja og halda starfsgreinakynningarnar, ekki síst vegna mikillar velvildar fyrirtækja og einstaklinga á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu, að sögn Hönnu Maríu. „Sömu aðilar hafa verið með ár eftir ár og gefið tíma sinn. Án þessa mikla stuðnings atvinnulífsins væri ómögulegt að halda kynningu sem þessa, sem er þýðingarmikið fyrir alla sem að henni koma; nemendur, skóla og fyrirtæki.“

Hún segir öfluga náms- og starfsfræðslu mikilvæga til að auka líkur á því að nemendur velji það framhaldsnám sem þeir hafa mestan áhuga á og henti þeim best. Rétt val dragi úr líkum á brotthvarfi úr námi sem hafi verið of mikið hér á landi á síðustu árum. „Kynningin styrkir einnig tengsl atvinnulífs og skóla sem skiptir miklu máli, sérstaklega þegar kemur að iðn- og starfsnámi sem og námi í tæknigreinum.

Að þau velji leiðina en ekki lífið fyrir þau

Sandgerðispiltarnir Brynjar Árnason, Tony Kristinn og Birgir Olsen voru ánægðir ...
Sandgerðispiltarnir Brynjar Árnason, Tony Kristinn og Birgir Olsen voru ánægðir með starfsgreinakynninguna.


Thelma Björk Jóhannesdóttir, grunnskólakennari í Holtaskóla, tók í svipaðan streng og Hanna María þegar kemur að gagnsemi starfsgreinakynningar sem þessarar. „Þetta bendir okkur á fjölbreytnina og eykur virðingu fyrir öllum störfum. Starfsgreinarnar sem kynntar eru breytast ár frá ári. Mér finnst þetta ekki síður auka virðingu innan hvers starfs en líka út á við, út í samfélagið. Við skiljum betur hvað fólk er að gera.“ Thelma segir mikilvægt að opna huga barnanna fyrr, kynna þeim hvaða möguleika þau hafi. Það auðveldi þeim að sjá hvaða val þau hafi í lífinu, upp að því marki sem þau geti haft áhrif.

„Við ræðum það mikið í Holtaskóla hvaða hæfniskröfur séu fyrir hvert starf og þá hvaða vali þau standi frammi fyrir. Ef þú ert litblindur verðurðu ekki flugmaður. Við gerum okkur grein fyrir styrkleikum okkar og veikleikum og við kennararnir, sem komum að undirbúningi þessarar kynningar fyrir nemendur, leggjum áherslu á að þau geti haft mikil áhrif en um leið að lífið hafi heilmikil áhrif. Ef þau hafi nokkrar aukaleiðir með leiðinni sem þau langar að fara sé líklegra að þau velji leiðina sem gleðji en að lífið velji leiðina fyrir þau,“ segir Thelma Björk.

Skiptir máli að fá að prófa

Einar Ingi Kristjánsson einkaþjálfarai sýndi áhugasömum hvernig beita á líkamanum ...
Einar Ingi Kristjánsson einkaþjálfarai sýndi áhugasömum hvernig beita á líkamanum í réttstöðulyftu.


Það mátti sjá í íþróttahúsinu í Reykjanesbæ, þar sem kynningin fór fram, að þátttakendur leggja mikinn metnað í að koma kynningu á sinni starfsgrein vel frá sér, ekki síður en börnin að vera tilbúin með spurningar til þeirra. Margir höfðu meðferðis ýmis tól og tæki til að gera kynninguna áhrifameiri og hægt var að prófa og horfa á ýmiskonar kynningarefni. Nemendur gátu brugðið sér á bæjarstjórnarfund með aðstoð tækninnar, látið hífa sig upp í körfubíl, notað kraft sinn til að tendra ljósaperu, kynnt sér hönnun og teikningar í þrívídd, mátað prestshempu og látið handjárna sig, svo fátt sé nefnt.

Einar Ingi Kristjánsson og Telma Ýr Þórarinsdóttir frá Sport4You voru með lóð með sér og sýndu hvernig á að beita líkamanum í réttstöðulyftu, ásamt því að svara spurningum og ræða málin. Þetta var í annað sinn sem þau tóku þátt í starfsgreinakynningunni og í bæði skiptin hafa stúlkur verið mun áhugasamari en strákar. Einar, sem er menntaður einkaþjálfari, segist auk tækninnar kynna hvaða námsleiðir hægt sé að fara í einkaþjálfarann, en meðfram störfum er Einar kennari í Einkaþjálfaraskólanum.

Thelma Björk Jóhannesdóttir, kennari í Holtaskóla, segir starfsgreinakynninguna sýna fjölbreytnina ...
Thelma Björk Jóhannesdóttir, kennari í Holtaskóla, segir starfsgreinakynninguna sýna fjölbreytnina og auka virðingu fyrir öllum störfum, bæði innan þeirra og út á við í samfélaginu.


„Ég útskýri líka fyrir þeim hvernig hægt sé að vera með einn og einn í þjálfun, hóp eða stýra fjarþjálfun. Í raun bara hvernig starfið virkar. Það eru margar leiðir á boðstólum í þjálfun og ég nota þær allar í minni þjálfun.“

Einar og Telma hafa rekið tvær stöðvar undir merkjum Sport 4 You um nokkurra ára skeið. Þau sögðust finna á kynningunni að krakkarnir hefðu mikinn áhuga á að lyfta og vera í íþróttum yfirhöfuð, verða sterkari. „Þau eru því mikið að spá í það hvernig og hvaða æfingar eigi að gera,“ segir Einar.

Hanna María Kristjánsdóttir, forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja, segir markmið kynningarinnar að ...
Hanna María Kristjánsdóttir, forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja, segir markmið kynningarinnar að efla starfsfræðslu.


Félagarnir Brynjar Árnason, Tony Kristinn og Birgir Olsen í 8. bekk í Grunnskóla Sandgerðis urðu á vegi blaðamanns á leið sinni um salinn. Brynjar var ánægður með starfsgreinakynninguna, sagði hana bæði skemmtilega og flotta. Ekki spillti að draumastarfið hans var kynnt, en hann langar að verða dýralæknir.

Leiðsögumaðurinn og Tollurinn komu á óvart

Tony Kristni fannst kynningin frábær þar sem hann gat séð alls konar störf og spurt spurninga og yfirhöfuð séð hvað fólk væri að gera. Grafíski hönnuðurinn hafði hins vegar brugðið sér frá þegar Tony Kristinn leit inn en hann ætlaði að fara aftur þangað. Birgi fannst hún „geggjað kúl“, því þarna gæti hann séð svo margt sem hann sæi ekki á hverjum degi. Birgi langar að verða arkitekt og brá sér í kynningu til hans. Hann fékk m.a. að sjá þrívíddarmyndir og teikningar frá arkitektinum, sem hann var ánægður með. Enginn saknaði neins starfs en það var ýmislegt sem kom þeim piltum á óvart, s.s. leiðsögumaðurinn sem Tony Kristinn nefndi og Tollurinn, sérstaklega allt dótið sem starfsfólkið var að sýna sem hafði verið tekið af fólki við tollskoðun og Brynjar og Birgir nefndu.

Eitt af því vinsælasta var að láta starfsmenn HS Veitna ...
Eitt af því vinsælasta var að láta starfsmenn HS Veitna fara með sér upp í körfubíl fyrirtækisins.


Daria Cegielska og Stefanía Ösp Ásgrímsdóttir úr 8. bekk í Holtaskóla voru gripnar eftir að hafa kynnt sér starf flugmanns og flugfreyju. Þær voru nokkuð ánægðar með starfsgreinakynninguna, en Daria stefnir að því að verða flugfreyja. „Mig langaði t.d. að vita hver launin væru og um erfiðleika í starfi. Ég held að það geti verið erfitt þegar einhver kemur um borð og er erfiður.“

Draumastarf Stefaníu var hins vegar ekki á kynningunni þetta árið og það er fatahönnun. „Ég sakna þess en vona að það verði þegar ég kem aftur í 10. bekk.“

Hægt var að kanna hversu mikinn kraft og orku þarf ...
Hægt var að kanna hversu mikinn kraft og orku þarf til að tendra ljósaperu með því að hjóla af afli.

Innlent »

Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað

Í gær, 20:05 Símkerfi Vegagerðarinnar er bilað í augnablikinu svo að sími 1777 er óvirkur. Unnið er að viðgerð.  Meira »

Vann sjö milljónir í lottó

Í gær, 19:44 Einn miðahafi var með allar tölur réttar þegar dregið var út í lottó í kvöld. Sá heppni hlýtur rúmlega 7 milljónir í vinning. Meira »

76 nemendur útskrifuðust frá Bifröst

Í gær, 19:18 76 nemendur útskrifuðust frá Háskólanum á Bifröst við hátíðlega athöfn í dag. Útskriftarhópurinn samanstóð af nemendum úr viðskiptadeild, félagsvísinda- og lagadeild, námi í verslunarstjórnun og Háskólagátt. Háskólinn á Bifröst er 100 ára á þessu ári. Meira »

Limlestar til að forðast útskúfun

Í gær, 19:15 Foreldar stúlkubarna víða í Afríku og Asíu líða oft vítiskvalir yfir því að þurfa að láta dætur sínar gangast undir limlestingar á kynfærum. Aðgerð sem er ekki bara sársaukafull og brot á mannréttindum, heldur getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, jafnvel leitt til dauða. Meira »

Fimm efstu í forvali VG í Reykjavík

Í gær, 19:08 Rafrænt forval fór fram í dag hjá Vinstri grænum í Reykjavík og lauk því klukkan 17. Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí. Líf Magnudóttir skipar efsta sætið, Elín Oddný Sigurðardóttir annað og Þorsteinn V. Einarsson það þriðja. Meira »

Enski boltinn rýfur heimilisfriðinn

Í gær, 18:59 Leikdeild Eflingar býður þetta árið upp á gamansöngleikinn Stöngin inn eftir Ólafsfirðinginn Guðmund Ólafsson. Sögusviðið er lítið sjávarþorp þar sem konur ákveða að setja eiginmenn sína út í kuldann vegna áhuga þeirra á enska boltanum. Meira »

Ferjuðu kindurnar á gúmmíbát

Í gær, 17:38 Nóttin var stormasöm hjá Bergljótu Rist, eigandi hestaleigunnar Íslenski hesturinn í Fjárborg á Hólmsheiði í útjaðri borgarinnar. Slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu ásamt björg­un­ar­sveit bjargaði tug­um dýra í hestaleigunnar í nótt eftir að flætt hafði inn í hest­hús og fjár­hús. Meira »

Cooper ásamt 60 minutes á Íslandi

Í gær, 18:58 Bandaríski fréttamaðurinn Anderson Cooper er staddur á Íslandi ásamt fylgdarliði frá sjónvarpsstöðinni CBS. Fram kemur á vef Víkurfrétta að Cooper, sem er fréttamaður CNN og 60 Minutes, hafi tekið viðtal á viðtal á Diamond Suites-hótelinu. Meira »

Betra útlit til ferðalaga

Í gær, 17:21 Nokkur straumhvörf eru að verða með veðrinu í dag að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Upp frá þessu mun veðrið róast og í stað vetrarlægða í runum tekur við letilegt háþrýstisvæði. Engu að síður má til morguns búast við éljum á fjallvegum og eins frystir í bjartviðri ansi víða í nótt. Meira »

Tók u-beygju í lífinu

Í gær, 17:15 „Við erum miklir vinir og erum í reglulegu sambandi,“ segir Magnús G. Sigurðsson þroskaþjálfi um félaga sinn Kristján sem hann kynntist fyrir 13 árum þegar hann hóf störf í íbúðakjarnanum Skipholti. Hann tók u-beygju í lífinu eftir að hann kynntist starfi með fötluðum, hætti sem rafvirki og fór í þroskaþjálfanám. Meira »

Hræðist pólitíska tengingu Eflingar

Í gær, 16:02 Ingvar Halldórsson, oddviti A-listans í kosningu til stjórnar Eflingar, segir mjög óeðlilegt hvernig formenn annarra stéttarfélaga og stjórnmálaöfl hafi beitt sér í kosningabaráttunni. Hann vill Eflingu áfram innan ASÍ og segist hafa áhyggjur ef félagið verði beintengt pólitík. Meira »

Rökkvi þefaði upp 100 gr. af kannabis

Í gær, 15:54 Síðdegis í gær var maður handtekinn þegar hann var að koma með Herjólfi til Vestmannaeyja en í fórum hans fundust um 100 gr. af kannabis. Þetta er annað málið á einni viku þar sem nokkuð magn fíkniefna finnst á farþega sem er að koma til Eyja. Meira »

Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavík kynntur

Í gær, 15:19 Stjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur kynnti í dag 11 efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Vigdís Hauksdóttir skipar efsta sætið, Vilborg Hansen annað og Baldur Borgþórsson það þriðja. Meira »

Listi Samfylkingar og óháðra klár

Í gær, 14:35 Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur með lófataki á félagsfundi í dag. Meira »

Íslendingar uppræti úrelt viðhorf

Í gær, 14:11 Rektor Háskóla Íslands sagði við brautskráningu 437 kandídata í dag að Íslendingar þyrftu að uppræta úrelt viðhorf, mannskemmandi venjur og þá valdníðslu sem afhjúpuð hefði verið á undanförnum mánuðum í samskiptum kynjanna. Meira »

Þrír fluttir á slysadeild eftir bílslys

Í gær, 15:15 Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að bíll ók á ljósastaur á Hafnarfjarðarvegi skammt frá Hamraborg í Kópavogi rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Tveir bílar úr gagnstæðri átt rákust saman með þeim afleiðingum að annar endaði á ljósastaurnum. Ekki er vitað um líðan þremenninganna. Meira »

Snappari í aðalhlutverki

Í gær, 14:22 Einn vinsælasti snappari landsins, Hjálmar Örn Jóhannsson, er kominn á hvíta tjaldið. Grínmyndin Fullir vasar var frumsýnd á föstudag, og leikur Hjálmar aðalhlutverkið. Hann trúir að fólk geti látið drauma sína rætast ef það hefur jákvæðni að leiðarljósi. Meira »

Neyðarlúgur opnar vegna úrkomu

Í gær, 13:11 Neyðarlúgur skólphreinsistöðva borgarinnar hafa sumar hverjar verið opnar með hléum síðasta sólarhringinn. Að sögn Ólafar Snæhólm Baldursdóttur, upplýsingafulltrúa Veitna, er ástæðan mikil úrkoma síðasta sólarhringinn og tilheyrandi álag á fráveitukerfinu. Meira »
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Dekk til sölu
2 stk 195x55x15 lítið slitin snjó eða heilsársdekk til sölu ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...