Felldar niður vegna flóðastöðu

Herjólfur á siglingu.
Herjólfur á siglingu. mbl.is/Sigurður Bogi

Ferðir Herjólfs frá Vestmannaeyjum klukkan 11 og frá Landeyjahöfn klukkan 12.45 hafa verið felldar niður vegna flóðastöðu.

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag, að því er kemur fram á Facebook-síðu Herjólfs.

Brottfarir frá Vestmannaeyjum verða klukkan 16, 18 og 21.

Brottfarir frá Landeyjahöfn verða klukkan 17:10, 19:45 og 22.

Tók niðri í Landeyjahöfn

Herjólfur tók niðri í Landeyjahöfn í morgun þegar skipið sigldi sína fyrstu ferð þangað eftir tveggja daga brælu.

Vel gekk að sigla inn í höfnina en á útleiðinni tók skipið niðri og því ljóst að grynningarnar eru töluverðar, að því er kemur fram á Eyjar.net.

Kafari er að skoða skipið. Ef allt reynist í lagi verður haldið áætlun og siglt síðar í dag á flóði til Landeyjahafnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert