Veiða aðeins lítinn hluta á heimamiðum

Þórshöfn í Færeyjum.
Þórshöfn í Færeyjum. mbl.is/Björn Jóhann

Síðustu fimm ár hafa Færeyingar aðeins veitt að meðaltali um sex þúsund tonn af þorski við eyjarnar og um þrjú þúsund tonn af ýsu að meðaltali á ári síðan 2011. Áður fyrr var algengur ársafli í þorski um 20 þúsund tonn, að undanskildum árunum upp úr 1990 þegar stofninn fór mjög neðarlega. Hér við land er ekki óalgengt að öflugur 15 metra línubátur með góðan kvóta veiði árlega yfir þúsund tonn af þorski.

Ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES, um þorskveiðar við Færeyjar fyrir 2018 er um 4.500 tonn og sama í ýsu. Báðir stofnarnir hafa verið í lágmarki síðustu ár og sum árin hefur ráðgjöfin verið enn neðar. Afli hefur verið nokkuð umfram ráðgjöf og oft lítið verið farið eftir tillögum ICES, að sögn Höskuldar Björnssonar, sérfræðings á Hafrannsóknastofnun.

Vísbendingar eru um að ýsan sé að taka við sér við Færeyjar, en skilaboðin eru ekki eins skýr hvað varðar þorskinn, að sögn Höskuldar. Aukið magn af næringarefnum í hafinu hefur leitt til þess að stofn sandsílis hefur náð sér á strik að nýju, sem er jákvætt fyrir afkomu þorsks og ýsu. „Ef það er einhver framleiðsla á þorskseiðum er líklegra að þau nái fullorðinsaldri ef það er mikið af sandsíli því þá eru minni líkur á að þau séu étin af vinum og ættingjum,“ segir Höskuldur.

25 þús. tonn úr Barentshafi

Höskuldur flutti á fimmtudag fyrirlestur um ástand stofna þorsks og ýsu á færeyska landgrunninu og kom þar fram að ástand stofna þorsks og ýsu hefði verið lélegt undanfarin ár og afli í sögulegu lágmarki. Sá þorskafli sem er veiddur á heimamiðum við Færeyjar er þó aðeins lítill hluti af þeim þorski sem berst á land í Færeyjum, því síðustu ár hafa Færeyingar veitt um 25 þúsund tonn af þorski í Barentshafi.

Mikið hefur hins vegar verið veitt af ufsa við Færeyjar og þá eru ónefndar uppsjávartegundir eins og makríll, síld og kolmunni, en Færeyingar hafa verið stórtækir í veiðum á þeim tegundum síðustu ár. Þeir hafa notið góðs af því að geta flutt afurðir óhindrað til Rússlands.

Höskuldur tók í fyrravetur þátt í vinnufundi í Færeyjum þar sem m.a. átti að fjalla um stofnmatsaðferðir fyrir þorsk, ýsu og ufsa á færeyska landgrunninu og mögulegar aflareglur. Liðurinn „prófun á aflareglum“ kom í framhaldi af skýrslu sem nefnd á vegum sjávarútvegsráðherra Færeyja skilaði í október 2016 þar sem lagt var til að hverfa frá núverandi dagakerfi og taka upp kvótakerfi. Þegar á reyndi voru Færeyingar þó ekki tilbúnir í þetta skref og aflaregluhluta fundarins var sleppt, samkvæmt upplýsingum Höskuldar.

Færeyingar hafa stýrt veiðum á bolfiiski á heimamiðum með fyrrnefndu dagakerfi auk töluvert umfangsmikilla svæðalokana. Skipum er skipt í nokkra flokka og hafa skip í hverjum flokki leyfi til veiða í ákveðinn dagafjölda á hverju ári og á hvert skip tiltekna hlutdeild í heildardagafjölda flokksins. Að sögn Höskuldar hafa þó aðeins um 40-50% daganna verið nýtt síðustu ár sem í raun þýðir frjálsar veiðar.

Bloggað um fréttina

Innlent »

1.500 tonn af hvalaafurðum flutt til Japans

05:30 Hvalur hf. sendi tæplega 1.500 tonn af hvalaafurðum með frystiskipi frá Hafnarfirði til Japans á laugardaginn var, 13. október. Meira »

Sjóðfélögum Lífsverks tryggður forgangur

05:30 Samkomulag hefur náðst á milli lífeyrissjóðsins Lífsverks og félagsins Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf., sem er í eigu Grundar, um fjármögnun á allri nýframkvæmd félagsins á Suðurlandsbraut 68-70. Meira »

Íbúðaverðið gæti lækkað

05:30 Sölvi Blöndal, efnahagsráðgjafi hjá Gamma, segir útlit fyrir „einhvers konar leiðréttingu“ á verði dýrari íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Ólíklegt sé að nafnverðið hækki meira. Meira »

Fengu gögnin hjá Ríkisskattstjóra

05:30 Ríkisskattstjóri afhenti forráðamönnum vefsins Tekjur.is eintak af skattskrá allra landsmanna í sumar.   Meira »

Framleiðir íslenskt silki

05:30 Fatahönnuður í Grundarfirði framleiðir eigið silki. Hún er með tilraunaeldi á silkiormum í bílskúr og hefur þegar ræktað fimm lotur af silkiormum en eitt til tvö þúsund ormar eru í hverri lotu. Meira »

Yfir 30 kílóa styrjur í eldi

05:30 Styrjur hafa dafnað vel í eldi í stöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi síðustu ár. Þar eru nú um 200 styrjur og þær stærstu eru orðnar yfir 30 kíló að þyngd. Meira »

Hlemmur Mathöll hluti af stærri rannsókn

05:30 Tillaga borgarfulltrúa Miðflokksins um óháða rannsókn á framúrkeyrslu við endurbætur á Hlemmi Mathöll fékk ekki náð fyrir augum meirihlutans á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi, ekki frekar en aðrar rannsóknartillögur. Meira »

Andlát: Eiríkur Briem

05:30 Eiríkur Briem, fyrrverandi framkvæmdastjóri, lést á krabbameinsdeild Landspítalans 12. október síðastliðinn. Eiríkur fæddist í Reykjavík 30. janúar 1948, sonur hjónanna Eiríks Briem rafmagnsverkfræðings og Maju-Gretu Briem. Meira »

Úttektin tók 210 klukkustundir

Í gær, 23:37 Það tók innri endurskoðun Reykjavíkurborgar 210 klukkustundir að gera úttekt á verkefni Félagsbústaða við Írabakka, eða tæplega einn og hálfan mánuð. Þetta sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, á borgarstjórnarfundi í kvöld. Meira »

Hyggst láta af störfum formanns

Í gær, 22:22 Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, hyggst láta af störfum að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Þetta upplýsir hann í ljósi þess að honum og félögum hans í verkalýðsfélaginu hafi verið lýst sem „samansúrruðum valdagráðugum smákóngum“, sem geri allt til að halda völdum, og að ólíklegt hafi verið talið að hann myndi láta af formennsku „þegjandi og hljóðalaust“. Meira »

Allt of hægt gengið að friðlýsa

Í gær, 22:17 Umhverfis- og auðlindaráðherra er ánægður með umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um friðlýsingar í kvöld og segir að allt of hægt hafi gengið að friðlýsa á undanförnum árum. Þrjú svæði hafi verið send út til kynningar vegna friðlýsingar og fleiri munu fara út á næstu dögum. Meira »

Að lifa og byggja í sátt við náttúru

Í gær, 21:49 Að skera torf í þrjár vikur segir hún hafa verið eins og hugleiðslu fyrir sig. Hún hefur í tvígang komið til Íslands í pílagrímsferð til að læra íslenska torfhúsagerð. Maria Jesus May vill að við lítum til baka og lærum af fortíðinni. Meira »

Hækkunartaktur ekki lægri í 7 ár

Í gær, 21:39 Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,6% á milli mánaða og hægir því enn á 12 mánaða hækkunartakti vísitölunnar, sem er nú 3,9% og hefur ekki verið lægri síðan í maí 2011. Meira »

Tillaga um lækkun fasteignaskatta felld

Í gær, 21:09 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lækkun fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði úr 1,65% í 1,60% var felld á borgarstjórnarfundi í kvöld. Meira »

Tækninotendur aldrei alveg öruggir

Í gær, 21:09 „Það er ástæða fyrir því að fólki er ráðlagt að vera með mismunandi lykilorð og mismunandi aðganga. Það er ekkert öruggt þegar kemur að þessari tækni þó eitthvað sé betur tryggt en annað,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Meira »

Löng bið í París vegna vélarbilunar

Í gær, 19:59 Farþegar WOW air hafa þurft að bíða í um þrjár og hálfa klukkustund á Charles de Gaulle-flugvellinum í París eftir að vélarbilun kom upp í vél flugfélagsins. Meira »

„Nú fer ég að kippa hlutunum í lag“

Í gær, 19:27 Eigandi City Park hótels segir að ekki hafi verið búið að skila inn öllum gögnum til byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar til þess að fá byggingarleyfi og viðurkennir að ekki hafi verið rétt staðið að framkvæmdum við stækkun hótelsins við Ármúla 5. Meira »

Leitin að höfundum Íslendingasagnanna

Í gær, 19:22 Dr. Haukur Þorgeirsson málfræðingur mun í kvöld kl. 20:30 halda fyrirlestur í Snorrastofu í Reykholti og ræða meðal annars um leitina að höfundum Íslendingasagnanna. Meira »

Fagnar því að bæjarstjórn vandi sig

Í gær, 19:14 Félagið Stakkberg ehf. fagnar því að bæjarstjórn Reykjanesbæjar vandi skoðun sína á erindi Verkís fyrir hönd félagsins um að skipulags- og matlýsing vegna umbóta á verksmiðju félagsins í Helguvík verði tekin til meðferðar samkvæmt 43. grein skipulagslaga. Meira »
RAFVIRKI
ALHLIÐA RAFLAGNIR EKKERT VERKEFNI ER OF SMÁTT Haukur Emilsson Simi 853 1199...
Byggingarstjóri
Byggingarstjóri 659 5648...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Einstök íbúð fyrir 60 ára og eldri
Nýstandsett 101 fm 3 herbergja íbúð á 1. hæð, að Grandavegi 47 til leigu. Húsvö...